Palli hefði getað valið úr flugvélum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2020 15:00 Keflavíkurflugvöllur er tómlegur þessa dagana svo vægt sé til orða tekið. Icelandair heldur úti flugi til Stokkhólms, Boston og London en annars er lítið annað en fraktflutningar sem ratar hingað til lands. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, skellti sér suður með sjó í morgun og nýtti fallega birtu til að mynda flugvöllinn úr lofti. Ekki var sálu að sjá þegar Vilhelm myndaði drónann sinn og vantaði bara Palla úr bókinni Palli var einn í heiminum til að mæta á flugvöllinn og velja sér flugvél til að fljúga eins og í sögunni. Flugvélarnar taka sig vel út úr lofti, þar sem þær kunna líka best við sig.Vísir/Vilhelm Þríburar í Icelandair fjölskyldunni.Vísir/Vilhelm Aðeins nokkrir tugir flugmanna og flugþjóna eru fastráðin hjá Icelandair þessa stundina eftir hópuppsögn í síðasta mánuði.Vísir/Vilhelm Hámarksspan er 52 metrar.Vísir/Vilhelm Blái liturinn á vélinni passar vel við litinn á sjónum í fjarska.Vísir/Vilhelm Það er ekki oft sem drónar fá að fljúga yfir Keflavíkurflugvöll en Isavia veitti ljósmyndara Vísis leyfis til að mynda úr lofti í dag.Vísir/Vilhelm Listaverkið Þotuhreiðrið eftir Magnús Tómasson er aðeins öðruvísi séð úr lofti. Þotuhreyðrið sýnir stórt egg úr ryðfríu stáli sem trjóna þotu brýst út úr líkt og fuglsungi. Stáleggið stendur á hrúgu af íslensku grjóti. Þotuhreiðrið stendur norðanmegin við flugstöðvarbygginguna í upplýstri tjörn. Verkið allt er um 9 m á hæð. Eggið er 5,6 m hátt og 4,2 m á breidd og vegur á sjötta tonn. Steinhrúgan er um 14 m í þvermál og tjörnin um 1.800 m2.Vísir/Vilhelm Þessar tryllur eru vanalega notaðar til að ferja farangur. Þær fá kærkomna hvíld eftir álagið undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Enginn þarf að leggja á minnið hvar hann lagði bílnum þessa dagana á bílastæðinu við Keflavíkurflugvöll.Vísir/Vilhelm Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Reykjanesbær Ljósmyndun Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur er tómlegur þessa dagana svo vægt sé til orða tekið. Icelandair heldur úti flugi til Stokkhólms, Boston og London en annars er lítið annað en fraktflutningar sem ratar hingað til lands. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, skellti sér suður með sjó í morgun og nýtti fallega birtu til að mynda flugvöllinn úr lofti. Ekki var sálu að sjá þegar Vilhelm myndaði drónann sinn og vantaði bara Palla úr bókinni Palli var einn í heiminum til að mæta á flugvöllinn og velja sér flugvél til að fljúga eins og í sögunni. Flugvélarnar taka sig vel út úr lofti, þar sem þær kunna líka best við sig.Vísir/Vilhelm Þríburar í Icelandair fjölskyldunni.Vísir/Vilhelm Aðeins nokkrir tugir flugmanna og flugþjóna eru fastráðin hjá Icelandair þessa stundina eftir hópuppsögn í síðasta mánuði.Vísir/Vilhelm Hámarksspan er 52 metrar.Vísir/Vilhelm Blái liturinn á vélinni passar vel við litinn á sjónum í fjarska.Vísir/Vilhelm Það er ekki oft sem drónar fá að fljúga yfir Keflavíkurflugvöll en Isavia veitti ljósmyndara Vísis leyfis til að mynda úr lofti í dag.Vísir/Vilhelm Listaverkið Þotuhreiðrið eftir Magnús Tómasson er aðeins öðruvísi séð úr lofti. Þotuhreyðrið sýnir stórt egg úr ryðfríu stáli sem trjóna þotu brýst út úr líkt og fuglsungi. Stáleggið stendur á hrúgu af íslensku grjóti. Þotuhreiðrið stendur norðanmegin við flugstöðvarbygginguna í upplýstri tjörn. Verkið allt er um 9 m á hæð. Eggið er 5,6 m hátt og 4,2 m á breidd og vegur á sjötta tonn. Steinhrúgan er um 14 m í þvermál og tjörnin um 1.800 m2.Vísir/Vilhelm Þessar tryllur eru vanalega notaðar til að ferja farangur. Þær fá kærkomna hvíld eftir álagið undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Enginn þarf að leggja á minnið hvar hann lagði bílnum þessa dagana á bílastæðinu við Keflavíkurflugvöll.Vísir/Vilhelm
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Reykjanesbær Ljósmyndun Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira