Mörgum börnum líður illa vegna faraldurs og verkfalla Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. maí 2020 19:56 Ellefu samtöl við börn tengd sjálfsvígum voru hjá Hjálparsíma Rauða krossins 1717 í apríl. Verkefnastjóri Hjálparsímans segir mikið óvissuástand undanfarið hafa haft áhrif á mörg börn sem líði illa. Hjálparsími Rauða krossins 1717 hefur verið starfræktur um árabil en þangað geta þeir leitað sem þurfa á sálrænum stuðningi eða ráðgjöf að halda. Símtölum og netspjöllum þangað hefur fjölgað verulega frá því í fyrra en á fyrstu fjórum mánuðum ársins voru samtölin nærri ellefu þúsund. Þau voru fimm þúsund í fyrra. „Það eru samtöl tengd kvíða mikið og ofbeldissamtöl þeim hefur fjölgað gríðarlega mikið síðustu vikur og svo einmanaleikinn líka hann hefur gríðarleg áhrif í svona ástandi,“ segir Sandra Birgisdóttir, verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins. Þannig voru samtöl tengd ofbeldi nærri tvöfalt fleiri í apríl en á sama tíma í fyrra. Þá fjölgaði samtölum vegna sjálfsvíga einnig í apríl en ellefu af þeim samtölum voru við börn. Sandra segir börnin oftast hafa verið á aldrinum fjórtán til átján ára. Hún segir undanfarnar vikur hafa reynt á mörg börn. Sandra Birgisdóttir, verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins.Vísir/Stöð 2 „Náttúrulega fyrst og fremst þessi veirufaraldur og verkföll. Þetta hefur allt saman áhrif á börnin. Við finnum fyrir því að þeim líður oft bara illa yfir þessu óvissuástandi. Mæta ekki í skólann og oft bara kannski erfitt ástand heima við. Geta ekki hitt vini sína og margt svona þannig það er þyngra hljóð í börnum.“ Þá segir Sandra að nú í maí hafi samtölum fækkað aðeins aftur en álagið sé enn mikið. „Þau eru svona þyngri og erfiðari mál sem við erum að fá til okkar. Það er mikil vanlíðan hjá fólki. Við búumst alveg við því að þetta muni haldast áfram.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjálparstarf Verkföll 2020 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Ellefu samtöl við börn tengd sjálfsvígum voru hjá Hjálparsíma Rauða krossins 1717 í apríl. Verkefnastjóri Hjálparsímans segir mikið óvissuástand undanfarið hafa haft áhrif á mörg börn sem líði illa. Hjálparsími Rauða krossins 1717 hefur verið starfræktur um árabil en þangað geta þeir leitað sem þurfa á sálrænum stuðningi eða ráðgjöf að halda. Símtölum og netspjöllum þangað hefur fjölgað verulega frá því í fyrra en á fyrstu fjórum mánuðum ársins voru samtölin nærri ellefu þúsund. Þau voru fimm þúsund í fyrra. „Það eru samtöl tengd kvíða mikið og ofbeldissamtöl þeim hefur fjölgað gríðarlega mikið síðustu vikur og svo einmanaleikinn líka hann hefur gríðarleg áhrif í svona ástandi,“ segir Sandra Birgisdóttir, verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins. Þannig voru samtöl tengd ofbeldi nærri tvöfalt fleiri í apríl en á sama tíma í fyrra. Þá fjölgaði samtölum vegna sjálfsvíga einnig í apríl en ellefu af þeim samtölum voru við börn. Sandra segir börnin oftast hafa verið á aldrinum fjórtán til átján ára. Hún segir undanfarnar vikur hafa reynt á mörg börn. Sandra Birgisdóttir, verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins.Vísir/Stöð 2 „Náttúrulega fyrst og fremst þessi veirufaraldur og verkföll. Þetta hefur allt saman áhrif á börnin. Við finnum fyrir því að þeim líður oft bara illa yfir þessu óvissuástandi. Mæta ekki í skólann og oft bara kannski erfitt ástand heima við. Geta ekki hitt vini sína og margt svona þannig það er þyngra hljóð í börnum.“ Þá segir Sandra að nú í maí hafi samtölum fækkað aðeins aftur en álagið sé enn mikið. „Þau eru svona þyngri og erfiðari mál sem við erum að fá til okkar. Það er mikil vanlíðan hjá fólki. Við búumst alveg við því að þetta muni haldast áfram.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjálparstarf Verkföll 2020 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira