Samkeppnishæfni! Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 11. maí 2020 13:50 Ég velti fyrir mér málflutningi stjórnenda Icelandair um mikilvægi þess að endursemja við starfsfólk til að bjarga fyrirtækinu. Ég hef fengið gríðarlega jákvæð viðbrögð frá starfsfólki vegna skrifa minna um stjórnendur fyrirtækisins og ætla ég að halda því áfram. Ég minntist á í fyrri pistli að leitun væri að stjórnendum sem stigið hafa fleiri feilspor í fyrirtækjarekstri og stjórnendur Icelandair. Þeir náðu þó að toppa sig, ótrúlegt en satt, með árásum á sitt eigið starfsfólk sem er hið raunverulega verðmæti fyrirtækisins. Stjórnendur tala ótt og títt um samkeppnishæfni í þeim efnum. En hvaða samkeppni er verið að tala um? Eigum við að sætta okkur við það að vinnumarkaðurinn verði endurreistur eftir Covid hrunið á forsendum fjármagns og stjórnenda þess? Hvað ef samkeppnishæfnin þýðir að launakjörin fari á par við það sem gerist hjá svívirðilegustu lággjaldaflugfélögunum sem stunda gerfiverktöku, skattaundanskot, stórfelld brot á kjarasamningum og mannréttindum og beinlínis þrælkun á starfsfólki sem er svo algjörlega ótryggt í vinnu. Öllu er svo úthýst til landa sem gera litlar sem engar kröfur um skatta á stórfyrirtæki eða velferð starfsfólks. Er þetta leiðin sem við viljum fara? Eigum við bara að sætta okkur við það að endurreisnin verði með þeim hætti að hér geti fyrirtækin almennt krafist þess að við afsölum okkur réttindum sem hafa tekið áratugi að ná fram? Og eigum við bara að sætta okkur við að hér geti fyrirtækin farið fram á að starfsfólk fari almennt á strípaða taxta og afsali sér réttindum í nafni samkeppnishæfni? Samkeppni um hvað? Verstu lífsgæðin fyrir mestu vinnuna? Við ættum miklu frekar að koma í veg fyrir að slík fyrirtæki fái að fljúga til landsins eða stunda hér viðskipti, neita þeim um afgreiðslu á flugvöllunum okkar eða fyrirtækjum að selja vörur sínar á íslenskum markaði nema að kjarasamningar og grundvallar mannréttindi séu virt. Við starfsfólk Icelandair vil ég segja. Ekki láta kúga ykkur út í stórfelldar launalækkanir og afsal réttinda. Stjórnendur koma og fara en starfsfólkið er og verður alltaf grunnstoð fyrirtækisins. Spyrjið stjórnendur Icelandair út í samkeppnishæfni út frá vaxtaberandi skuldum félagsins eða ávinning félagsins á launalækkunum samanborið við tugmilljarða tap á afleiðusamningum með olíu. Það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að standa í lappirnar og verja réttindin. Við erum í raunverulegu stríði um lífskjör okkar og framtíð. Starfsfólk Icelandair stendur nú í fremstu víglínu í þessu stríði. Ekki til að bjarga sínu eigin skinni heldur fyrir okkur öll. Fyrir alla muni látum ekki kúga okkur eða beygja til hlýðni með hræðsluáróðri því það verður ekkert flugfélag án ykkar og ekki gæfuleg framtíð ef stjórnendur Icelandair ráða för. Án vinnandi handa, okkar, geta fyrirtækin ekki starfað. Ég er svo sannarlega til í að taka þennan slag með ykkur ef þarf. Baráttukveðjur! Ragnar Þór Ingólfsson Formaður VR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég velti fyrir mér málflutningi stjórnenda Icelandair um mikilvægi þess að endursemja við starfsfólk til að bjarga fyrirtækinu. Ég hef fengið gríðarlega jákvæð viðbrögð frá starfsfólki vegna skrifa minna um stjórnendur fyrirtækisins og ætla ég að halda því áfram. Ég minntist á í fyrri pistli að leitun væri að stjórnendum sem stigið hafa fleiri feilspor í fyrirtækjarekstri og stjórnendur Icelandair. Þeir náðu þó að toppa sig, ótrúlegt en satt, með árásum á sitt eigið starfsfólk sem er hið raunverulega verðmæti fyrirtækisins. Stjórnendur tala ótt og títt um samkeppnishæfni í þeim efnum. En hvaða samkeppni er verið að tala um? Eigum við að sætta okkur við það að vinnumarkaðurinn verði endurreistur eftir Covid hrunið á forsendum fjármagns og stjórnenda þess? Hvað ef samkeppnishæfnin þýðir að launakjörin fari á par við það sem gerist hjá svívirðilegustu lággjaldaflugfélögunum sem stunda gerfiverktöku, skattaundanskot, stórfelld brot á kjarasamningum og mannréttindum og beinlínis þrælkun á starfsfólki sem er svo algjörlega ótryggt í vinnu. Öllu er svo úthýst til landa sem gera litlar sem engar kröfur um skatta á stórfyrirtæki eða velferð starfsfólks. Er þetta leiðin sem við viljum fara? Eigum við bara að sætta okkur við það að endurreisnin verði með þeim hætti að hér geti fyrirtækin almennt krafist þess að við afsölum okkur réttindum sem hafa tekið áratugi að ná fram? Og eigum við bara að sætta okkur við að hér geti fyrirtækin farið fram á að starfsfólk fari almennt á strípaða taxta og afsali sér réttindum í nafni samkeppnishæfni? Samkeppni um hvað? Verstu lífsgæðin fyrir mestu vinnuna? Við ættum miklu frekar að koma í veg fyrir að slík fyrirtæki fái að fljúga til landsins eða stunda hér viðskipti, neita þeim um afgreiðslu á flugvöllunum okkar eða fyrirtækjum að selja vörur sínar á íslenskum markaði nema að kjarasamningar og grundvallar mannréttindi séu virt. Við starfsfólk Icelandair vil ég segja. Ekki láta kúga ykkur út í stórfelldar launalækkanir og afsal réttinda. Stjórnendur koma og fara en starfsfólkið er og verður alltaf grunnstoð fyrirtækisins. Spyrjið stjórnendur Icelandair út í samkeppnishæfni út frá vaxtaberandi skuldum félagsins eða ávinning félagsins á launalækkunum samanborið við tugmilljarða tap á afleiðusamningum með olíu. Það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að standa í lappirnar og verja réttindin. Við erum í raunverulegu stríði um lífskjör okkar og framtíð. Starfsfólk Icelandair stendur nú í fremstu víglínu í þessu stríði. Ekki til að bjarga sínu eigin skinni heldur fyrir okkur öll. Fyrir alla muni látum ekki kúga okkur eða beygja til hlýðni með hræðsluáróðri því það verður ekkert flugfélag án ykkar og ekki gæfuleg framtíð ef stjórnendur Icelandair ráða för. Án vinnandi handa, okkar, geta fyrirtækin ekki starfað. Ég er svo sannarlega til í að taka þennan slag með ykkur ef þarf. Baráttukveðjur! Ragnar Þór Ingólfsson Formaður VR
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun