Um að ræða mikilvægt skref til að jafna stöðu foreldra Eiður Þór Árnason skrifar 3. apríl 2020 10:57 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. vísir/vilhelm Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um skipta búsetu barns var afgreitt úr ríkisstjórn á dögunum. Verði frumvarpið að lögum getur barn verið skráð í Þjóðskrá með búsetu hjá báðum foreldrum. Áslaug ræddi málið í Bítinu í morgun og sagði frumvarpið vera lagt fram í ljósi þess að sífellt meira sé um það að foreldrar séu með sameiginlega forsjá og jafnt umgengi við barn. „Þar er auðvitað lögheimilsforeldrið í mun betri stöðu heldur en hitt foreldrið þó það taki alveg jafn mikið þátt í uppeldi barnsins. Það er þetta sem við erum að reyna að mæta með því að leyfa fólki að skrá barn með heimili á tveimur stöðum. Annað verður þá kallað lögheimili og hitt búsetuheimili en þá skiptist réttaráhrif betur og öll ákvarðanataka foreldra verður að vera sameiginleg.“ Dæmi um að forráðamenn fái ekki upplýsingar frá skólum Hún sagði þessa lagabreytingu vera mikilvægt skref til þess að jafna þessa stöðu og að svipuð þróun ætti sér stað í nágrannalöndunum. „Það má reikna með að þetta muni virka mjög vel þar sem foreldrar eru að leggja sig fram við að hafa alla ákvarðanatöku sameiginlega. Það sem er uppeldið er raunverulega skipt á tvö heimili.“ Dæmi eru um að forráðamenn eigi erfitt með að fá upplýsingar frá skólum um barn sitt þegar það er með skráð lögheimili hjá öðru foreldri. „Sérstaklega ef lögheimilsforeldrið hefur ekki einhvern veginn miðlað því til skólans að þau hafi jafnt aðgengi að skólanum og upplýsingum þaðan og það eru þessi réttindi sem lögheimilisforeldri hefur og líka varðandi barnabætur og aðrar vaxtabætur og annað sem fara til lögheimilisforeldris en núna munu þær skiptast jafnt á milli foreldra.“ Kerfið stoppi ekki foreldra Áslaug segir að með þessu vilji hún reyna að koma í veg fyrir að kerfið hamli ekki foreldrum sem vilji hafa jafnt umgengi. „Aðallega að kerfið sé ekki fyrir foreldrum sem ætla raunverulega að vinna saman að uppeldi barna og að kerfið sé bara nákvæmlega eins og þau vilja hafa það. Þarna er kerfið ekki fyrir, það er ekki að þvinga neitt fram, það er að skipta algjörlega á milli öllum réttindum. Þannig að ég held að það sé fyrsta hugsunin, að þessir foreldrar hafi frelsi til að hafa uppeldið algjörlega jafnt af því að ekki hjálpa lögin okkur við það í dag.“ Breytingin snúi sömuleiðis að hagsmunum barna. Að sögn Áslaugar hefur sést skýr þróun í átt að sameiginlegri forsjá undanfarin ár. „Við höfum bara séð það að sameiginleg forsjá er orðin í yfir 90 prósent mála á Íslandi.“ Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjölskyldumál Bítið Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um skipta búsetu barns var afgreitt úr ríkisstjórn á dögunum. Verði frumvarpið að lögum getur barn verið skráð í Þjóðskrá með búsetu hjá báðum foreldrum. Áslaug ræddi málið í Bítinu í morgun og sagði frumvarpið vera lagt fram í ljósi þess að sífellt meira sé um það að foreldrar séu með sameiginlega forsjá og jafnt umgengi við barn. „Þar er auðvitað lögheimilsforeldrið í mun betri stöðu heldur en hitt foreldrið þó það taki alveg jafn mikið þátt í uppeldi barnsins. Það er þetta sem við erum að reyna að mæta með því að leyfa fólki að skrá barn með heimili á tveimur stöðum. Annað verður þá kallað lögheimili og hitt búsetuheimili en þá skiptist réttaráhrif betur og öll ákvarðanataka foreldra verður að vera sameiginleg.“ Dæmi um að forráðamenn fái ekki upplýsingar frá skólum Hún sagði þessa lagabreytingu vera mikilvægt skref til þess að jafna þessa stöðu og að svipuð þróun ætti sér stað í nágrannalöndunum. „Það má reikna með að þetta muni virka mjög vel þar sem foreldrar eru að leggja sig fram við að hafa alla ákvarðanatöku sameiginlega. Það sem er uppeldið er raunverulega skipt á tvö heimili.“ Dæmi eru um að forráðamenn eigi erfitt með að fá upplýsingar frá skólum um barn sitt þegar það er með skráð lögheimili hjá öðru foreldri. „Sérstaklega ef lögheimilsforeldrið hefur ekki einhvern veginn miðlað því til skólans að þau hafi jafnt aðgengi að skólanum og upplýsingum þaðan og það eru þessi réttindi sem lögheimilisforeldri hefur og líka varðandi barnabætur og aðrar vaxtabætur og annað sem fara til lögheimilisforeldris en núna munu þær skiptast jafnt á milli foreldra.“ Kerfið stoppi ekki foreldra Áslaug segir að með þessu vilji hún reyna að koma í veg fyrir að kerfið hamli ekki foreldrum sem vilji hafa jafnt umgengi. „Aðallega að kerfið sé ekki fyrir foreldrum sem ætla raunverulega að vinna saman að uppeldi barna og að kerfið sé bara nákvæmlega eins og þau vilja hafa það. Þarna er kerfið ekki fyrir, það er ekki að þvinga neitt fram, það er að skipta algjörlega á milli öllum réttindum. Þannig að ég held að það sé fyrsta hugsunin, að þessir foreldrar hafi frelsi til að hafa uppeldið algjörlega jafnt af því að ekki hjálpa lögin okkur við það í dag.“ Breytingin snúi sömuleiðis að hagsmunum barna. Að sögn Áslaugar hefur sést skýr þróun í átt að sameiginlegri forsjá undanfarin ár. „Við höfum bara séð það að sameiginleg forsjá er orðin í yfir 90 prósent mála á Íslandi.“
Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjölskyldumál Bítið Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira