Kynnir endurbætur á kísilverinu í Helguvík Kristján Már Unnarsson skrifar 11. maí 2020 20:53 Kísilverið sem United Silicon reisti í Helguvík er núna í eigu félags Arion-banka, Stakksbergs ehf. VÍSIR/VILHELM Eigandi kísilversins í Helguvík stefnir að því að hefja endurbætur á verksmiðjunni í byrjun næsta árs með það að markmiði að hún geti tekið til starfa á ný eftir tvö ár. Skýrsla um umhverfismat endurbótanna hefur verið auglýst til kynningar. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Kísilverksmiðjan sem United Silicon reisti í Helguvík hefur staðið ónotuð í hartnær þrjú ár en hún hafði aðeins starfað í tíu mánuði þegar Umhverfisstofnun stöðvaði rekstur hennar haustið 2017 eftir ítrekaðar kvartanir íbúa í grennd vegna mengunar, sem ekki tókst að ráða bót á. Félagið var þá komið í greiðslustöðvun og var skömmu síðar úrskurðað gjaldþrota. Frumkvöðullinn Magnús Garðarsson sætir nú rannsókn héraðssaksóknara vegna ábendinga skiptastjóra og kröfuhafa um hugsanleg auðgunarbrot. Fyrstu samningum hans um kísilver fyrir níu árum, sem ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna kom að, lýsti þáverandi iðnaðarráðherra sem ísbrjóti í atvinnumálum Suðurnesja. Sjá frétt Stöðvar 2 frá árinu 2011: Kísilverið upphaf umskipta á Suðurnesjum Fyrsta skóflustunga var svo tekin í ríkisstjórnartíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar árið 2014, framkvæmdir fóru á fullt, og tveimur árum síðar var verksmiðjan gangsett. Félag í eigu Arion banka, Stakksberg ehf., sem keypti kísilverksmiðjuna af þrotabúinu, hefur núna kynnt áætlun um endurbætur svo hefja megi framleiðslu á ný. Helsta forsendan er umhverfismat sem Skipulagsstofnun auglýsti fyrir helgi, en frestur til athugasemda rennur út eftir sex vikur. Teikningin sýnir fullbyggða verksmiðju með fjóra ofna.Mynd/Stakksberg ehf. Stakksberg segir umhverfismatið sýna að loftgæði muni batna verulega með endurbótunum sem felast meðal annars í byggingu 52 metra hárra reykháfa. Áætlað er að fimm milljarða króna framkvæmdir geti hafist á fyrsta fjórðungi næsta árs, þær taki um fjórtán mánuði og muni á því tímabili skapa allt að níutíu bein störf. Í kynningu Stakksbergs segir að þegar fyrsti áfangi verksmiðjunnar verði kominn í rekstur sé gert ráð fyrir 80 störfum og allt að 160 afleiddum störfum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: United Silicon Reykjanesbær Stóriðja Íslenskir bankar Tengdar fréttir Arion gerir sátt og greiðir 21 milljón í sekt Arion banki og Fjármálaeftirlitið hafa gert samkomulag um að ljúka máli varðandi fjármögnun kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. 17. desember 2019 15:56 730 milljóna króna gjaldþrot félags stofnað í kringum kísilverksmiðjuna í Helguvík Engar eignir fundust í þrotabúi Kísils III sem úrskurðað var gjaldþrota í september síðastliðnum. Lýstar kröfur í búið námu 731 milljón króna. 17. desember 2019 15:28 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Eigandi kísilversins í Helguvík stefnir að því að hefja endurbætur á verksmiðjunni í byrjun næsta árs með það að markmiði að hún geti tekið til starfa á ný eftir tvö ár. Skýrsla um umhverfismat endurbótanna hefur verið auglýst til kynningar. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Kísilverksmiðjan sem United Silicon reisti í Helguvík hefur staðið ónotuð í hartnær þrjú ár en hún hafði aðeins starfað í tíu mánuði þegar Umhverfisstofnun stöðvaði rekstur hennar haustið 2017 eftir ítrekaðar kvartanir íbúa í grennd vegna mengunar, sem ekki tókst að ráða bót á. Félagið var þá komið í greiðslustöðvun og var skömmu síðar úrskurðað gjaldþrota. Frumkvöðullinn Magnús Garðarsson sætir nú rannsókn héraðssaksóknara vegna ábendinga skiptastjóra og kröfuhafa um hugsanleg auðgunarbrot. Fyrstu samningum hans um kísilver fyrir níu árum, sem ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna kom að, lýsti þáverandi iðnaðarráðherra sem ísbrjóti í atvinnumálum Suðurnesja. Sjá frétt Stöðvar 2 frá árinu 2011: Kísilverið upphaf umskipta á Suðurnesjum Fyrsta skóflustunga var svo tekin í ríkisstjórnartíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar árið 2014, framkvæmdir fóru á fullt, og tveimur árum síðar var verksmiðjan gangsett. Félag í eigu Arion banka, Stakksberg ehf., sem keypti kísilverksmiðjuna af þrotabúinu, hefur núna kynnt áætlun um endurbætur svo hefja megi framleiðslu á ný. Helsta forsendan er umhverfismat sem Skipulagsstofnun auglýsti fyrir helgi, en frestur til athugasemda rennur út eftir sex vikur. Teikningin sýnir fullbyggða verksmiðju með fjóra ofna.Mynd/Stakksberg ehf. Stakksberg segir umhverfismatið sýna að loftgæði muni batna verulega með endurbótunum sem felast meðal annars í byggingu 52 metra hárra reykháfa. Áætlað er að fimm milljarða króna framkvæmdir geti hafist á fyrsta fjórðungi næsta árs, þær taki um fjórtán mánuði og muni á því tímabili skapa allt að níutíu bein störf. Í kynningu Stakksbergs segir að þegar fyrsti áfangi verksmiðjunnar verði kominn í rekstur sé gert ráð fyrir 80 störfum og allt að 160 afleiddum störfum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
United Silicon Reykjanesbær Stóriðja Íslenskir bankar Tengdar fréttir Arion gerir sátt og greiðir 21 milljón í sekt Arion banki og Fjármálaeftirlitið hafa gert samkomulag um að ljúka máli varðandi fjármögnun kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. 17. desember 2019 15:56 730 milljóna króna gjaldþrot félags stofnað í kringum kísilverksmiðjuna í Helguvík Engar eignir fundust í þrotabúi Kísils III sem úrskurðað var gjaldþrota í september síðastliðnum. Lýstar kröfur í búið námu 731 milljón króna. 17. desember 2019 15:28 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Arion gerir sátt og greiðir 21 milljón í sekt Arion banki og Fjármálaeftirlitið hafa gert samkomulag um að ljúka máli varðandi fjármögnun kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. 17. desember 2019 15:56
730 milljóna króna gjaldþrot félags stofnað í kringum kísilverksmiðjuna í Helguvík Engar eignir fundust í þrotabúi Kísils III sem úrskurðað var gjaldþrota í september síðastliðnum. Lýstar kröfur í búið námu 731 milljón króna. 17. desember 2019 15:28