Kommúnisti í Kastjósi Þröstur Friðfinnsson skrifar 12. maí 2020 09:00 Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands islenskra sveitarfélaga mætti í Kastljós í gærkveldi og ræddi málefni sveitarfélaga og stöðu þeirra í covid-kreppu. Fórst henni það vel lengst af, en þegar kom að umræðu um sameiningar sveitarfélaga fór hún enn á ný þvert gegn sínu formannshlutverki. Í samþykktum sambandsins er skýrt kveðið á um að hlutverk þess er að gæta hagsmuna sveitarfélaga. Þar er klárlega meint allra sveitarfélaga en ekki bara sumra og alls ekki sumra gegn öðrum. Hún aðhyllist alræðishyggju að ofan og telur eðlilegt að fulltrúar hinna stóru ákveði einhliða örlög hinna smáu, sama hvað líður vilja íbúa þeirra. Sú tillaga sem Landsþing samþykkti í haust og Aldís vitnaði til, innifól kröfu um nýtt fé inn í Jöfnunarsjóð vegna sameiningarframlaga. Hún nefnir boðaðar lækkanir framlaga sjóðsins vegna kreppunnar og að mörg sveitarfélög reiði sig á sjóðinn. Loforð um nýtt fé í sjóðinn til sameininga hafa þegar verið rækilega svikin, samt telur hún rétt að skerða framlög Jöfnunarsjóðs enn meira til að fjármagna sameiningarframlög. Er formaðurinn viss um að það sé almennur vilji sveitarstjórnarstigsins? Hún telur einnig algerlega óásættanlegt að mörg lítil sveitarfélög hafi góðar tekur og séu fjárhagslega sjálfstæð. Hún læðir því meðfram að þau séu mörg að þiggja þjónustu af stórum nágrönnum, væntanlega án þess að greiða sannvirði fyrir. Þetta er óheiðarlegur málflutningur af hendi formanns í þessum frjálsu félagasamtökum í garð stórs hóps sinna aðildarfélaga og líklega fáheyrður í sögulegu tilliti. Hún telur sig einnig hafa umboð til að segja Alþingi fyrir verkum og vill fá í gegn andlýðræðisleg lög um íbúalágmark strax í vor. Myndi hún vilja bjóða íbúum Hveragerðis upp á slíka þvingun, að verða t.d. skikkaðir í sameiningu við Árborg án þess að hafa neitt um það að segja? Það verður að telja afar hæpið, en hún mætti þá alla vega upplýsa ef henni finnst það tilhlýðilegt ráðslag. Hún telur við hæfi að nota í öðru orðinu kreppuástandið til að mæla fyrir lögþvinguðum sameiningum, sveitarfélögin verði nauðsynlega að stækka og eflast. Í hinu orðinu segir hún síðan réttilega að mörg lítil sveitarfélög muni fara létt í gegnum kreppuna. Hún telur það ekki sanngjarnt gagnvart hinum stóru. Það hljóti allir að sjá að það gangi ekki að hafa lítil sveitarfélög sem eru sjálfbær og sterk með góða tekjustofna. Þeim verður að útrýma á altari alræðishyggju hinna stóru. Líklega til að styrkja þau í sínum vandræðum, þó skammt muni raunar duga þegar að er gáð. Hún kallar eftir samstöðu ríkis og sveitarfélaga, sem væri vel, ef hún meinti ekki bara stóru sveitarfélaganna. Það er magnað þegar svo gamaldags kommúnískar alræðis- og forræðishyggju hugsjónir opinberast fyrir framan alþjóð. Þegar hrokinn afhjúpast og öfundin stendur strípuð eftir. Að það sé ótækt að sum lítil sveitarfélög séu sterkefnuð, að sveitarfélög ættu helst öll að vera ámóta illa stödd fjárhagslega. Því sé nauðsynlegt að skerða lýðræðislegan stjórnarskrárvarinn rétt íbúa minni sveitarfélaga. Verður að telja afar sérstakt svo ekki sé meira sagt, að slíkar hugmyndir komi frá forystumanni í Sjálfstæðisflokknum til áratuga. Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Friðfinnsson Sveitarstjórnarmál Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands islenskra sveitarfélaga mætti í Kastljós í gærkveldi og ræddi málefni sveitarfélaga og stöðu þeirra í covid-kreppu. Fórst henni það vel lengst af, en þegar kom að umræðu um sameiningar sveitarfélaga fór hún enn á ný þvert gegn sínu formannshlutverki. Í samþykktum sambandsins er skýrt kveðið á um að hlutverk þess er að gæta hagsmuna sveitarfélaga. Þar er klárlega meint allra sveitarfélaga en ekki bara sumra og alls ekki sumra gegn öðrum. Hún aðhyllist alræðishyggju að ofan og telur eðlilegt að fulltrúar hinna stóru ákveði einhliða örlög hinna smáu, sama hvað líður vilja íbúa þeirra. Sú tillaga sem Landsþing samþykkti í haust og Aldís vitnaði til, innifól kröfu um nýtt fé inn í Jöfnunarsjóð vegna sameiningarframlaga. Hún nefnir boðaðar lækkanir framlaga sjóðsins vegna kreppunnar og að mörg sveitarfélög reiði sig á sjóðinn. Loforð um nýtt fé í sjóðinn til sameininga hafa þegar verið rækilega svikin, samt telur hún rétt að skerða framlög Jöfnunarsjóðs enn meira til að fjármagna sameiningarframlög. Er formaðurinn viss um að það sé almennur vilji sveitarstjórnarstigsins? Hún telur einnig algerlega óásættanlegt að mörg lítil sveitarfélög hafi góðar tekur og séu fjárhagslega sjálfstæð. Hún læðir því meðfram að þau séu mörg að þiggja þjónustu af stórum nágrönnum, væntanlega án þess að greiða sannvirði fyrir. Þetta er óheiðarlegur málflutningur af hendi formanns í þessum frjálsu félagasamtökum í garð stórs hóps sinna aðildarfélaga og líklega fáheyrður í sögulegu tilliti. Hún telur sig einnig hafa umboð til að segja Alþingi fyrir verkum og vill fá í gegn andlýðræðisleg lög um íbúalágmark strax í vor. Myndi hún vilja bjóða íbúum Hveragerðis upp á slíka þvingun, að verða t.d. skikkaðir í sameiningu við Árborg án þess að hafa neitt um það að segja? Það verður að telja afar hæpið, en hún mætti þá alla vega upplýsa ef henni finnst það tilhlýðilegt ráðslag. Hún telur við hæfi að nota í öðru orðinu kreppuástandið til að mæla fyrir lögþvinguðum sameiningum, sveitarfélögin verði nauðsynlega að stækka og eflast. Í hinu orðinu segir hún síðan réttilega að mörg lítil sveitarfélög muni fara létt í gegnum kreppuna. Hún telur það ekki sanngjarnt gagnvart hinum stóru. Það hljóti allir að sjá að það gangi ekki að hafa lítil sveitarfélög sem eru sjálfbær og sterk með góða tekjustofna. Þeim verður að útrýma á altari alræðishyggju hinna stóru. Líklega til að styrkja þau í sínum vandræðum, þó skammt muni raunar duga þegar að er gáð. Hún kallar eftir samstöðu ríkis og sveitarfélaga, sem væri vel, ef hún meinti ekki bara stóru sveitarfélaganna. Það er magnað þegar svo gamaldags kommúnískar alræðis- og forræðishyggju hugsjónir opinberast fyrir framan alþjóð. Þegar hrokinn afhjúpast og öfundin stendur strípuð eftir. Að það sé ótækt að sum lítil sveitarfélög séu sterkefnuð, að sveitarfélög ættu helst öll að vera ámóta illa stödd fjárhagslega. Því sé nauðsynlegt að skerða lýðræðislegan stjórnarskrárvarinn rétt íbúa minni sveitarfélaga. Verður að telja afar sérstakt svo ekki sé meira sagt, að slíkar hugmyndir komi frá forystumanni í Sjálfstæðisflokknum til áratuga. Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar