Vettel yfirgefur Ferrari eftir tímabilið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. maí 2020 16:00 Sebastian Vettel hefur ekki tekist að verða heimsmeistari með Ferrari. vísir/getty Þýski ökuþórinn Sebastian Vettel yfirgefur herbúðir Ferrari þegar þessu tímabili í Formúlu 1 lýkur. Viðræður milli Vettels og Ferrari báru engan árangur og því var ákveðið að fara í sitt hvora áttina. Scuderia Ferrari Mission Winnow and Sebastian Vettel decide not to extend their contracthttps://t.co/LMvLsJZiP8— Scuderia Ferrari (@ScuderiaFerrari) May 12, 2020 Vettel samdi við Ferrari fyrir tímabilið 2015 og tók sæti Fernandos Alonso hjá ítalska liðinu. Hann ók áður fyrir Red Bull og varð þar heimsmeistari ökuþóra fjögur ár í röð (2010-13). Þjóðverjanum hefur ekki tekist að vinna heimsmeistaratitil með Ferrari og hefur fallið í skuggann á hinum unga Charles Leclerc. Talið er að Ferrari hafi boðið hinum 32 ára Vettel talsvert lægri laun en hann var með og styttri samning en hann vildi fá. Á síðasta tímabili endaði Vettel í 5. sæti í keppni ökuþóra á meðan Leclerc varð fjórði. Ferrari varð í 2. sæti á eftir Mercedes í keppni bílasmiða. "My immediate goal is to finish my long stint with Ferrari, in the hope of sharing some more beautiful moments together, to add to all those we have enjoyed so far" - Sebastian Vettel #F1 pic.twitter.com/d4HFvBOWwD— Formula 1 (@F1) May 12, 2020 Meðal þeirra ökuþóra sem hafa verið orðaðir við stöðu Vettels hjá Ferrari eru Carlos Sainz hjá McLaren og Daniel Ricciardo hjá Renault. Óvíst er hvað tekur við hjá Vettel. Hann hefur m.a. verið orðaður við McLaren og Renault. Ólíklegt þykir að hann fari til Mercedes eða Red Bull. Ekki liggur fyrir hvenær tímabilið 2020 í Formúlu 1 hefst vegna kórónuveirufaraldursins. Formúla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Þýski ökuþórinn Sebastian Vettel yfirgefur herbúðir Ferrari þegar þessu tímabili í Formúlu 1 lýkur. Viðræður milli Vettels og Ferrari báru engan árangur og því var ákveðið að fara í sitt hvora áttina. Scuderia Ferrari Mission Winnow and Sebastian Vettel decide not to extend their contracthttps://t.co/LMvLsJZiP8— Scuderia Ferrari (@ScuderiaFerrari) May 12, 2020 Vettel samdi við Ferrari fyrir tímabilið 2015 og tók sæti Fernandos Alonso hjá ítalska liðinu. Hann ók áður fyrir Red Bull og varð þar heimsmeistari ökuþóra fjögur ár í röð (2010-13). Þjóðverjanum hefur ekki tekist að vinna heimsmeistaratitil með Ferrari og hefur fallið í skuggann á hinum unga Charles Leclerc. Talið er að Ferrari hafi boðið hinum 32 ára Vettel talsvert lægri laun en hann var með og styttri samning en hann vildi fá. Á síðasta tímabili endaði Vettel í 5. sæti í keppni ökuþóra á meðan Leclerc varð fjórði. Ferrari varð í 2. sæti á eftir Mercedes í keppni bílasmiða. "My immediate goal is to finish my long stint with Ferrari, in the hope of sharing some more beautiful moments together, to add to all those we have enjoyed so far" - Sebastian Vettel #F1 pic.twitter.com/d4HFvBOWwD— Formula 1 (@F1) May 12, 2020 Meðal þeirra ökuþóra sem hafa verið orðaðir við stöðu Vettels hjá Ferrari eru Carlos Sainz hjá McLaren og Daniel Ricciardo hjá Renault. Óvíst er hvað tekur við hjá Vettel. Hann hefur m.a. verið orðaður við McLaren og Renault. Ólíklegt þykir að hann fari til Mercedes eða Red Bull. Ekki liggur fyrir hvenær tímabilið 2020 í Formúlu 1 hefst vegna kórónuveirufaraldursins.
Formúla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira