Ótímabær opnun gæti leitt til óþarfa dauðsfalla Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2020 22:48 Fauci bar vitni í gegnum fjarfundarbúnað fyrir heilbrigðisnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. Vísir/EPA Einn helsti yfirmaður sóttvarna í Bandaríkjunum sagði Bandaríkjaþingi í dag að verði takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins aflétt of snemma gæti það leitt til frekari útbreiðslu veirunnar og óþarfa dauðsfalla. Fjöldi ríkja er byrjaðu að slaka á aðgerðum eða hafa það í hyggju, meðal annars að áeggjan Donalds Trump forseta. Fleiri en áttatíu þúsund manns eru látnir af völdum faraldursins í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að sérfræðingar telji að ekki yfirvöld séu ekki nægilega undirbúin hvað varðar skimun, smitrakningu og sóttkví eru einstök ríki þegar byrjuð að létta á takmörkunum eins og tilmælum um að fólk haldi sig heima. Anthony Fauci, forstöðumaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, bar vitni fyrir nefnd öldungadeildarþingmanna í dag að Bandaríkin væru á réttri leið en það þýði þó ekki að yfirvöld séu nú með fulla stjórn á faraldrinum. Hvatti Fauci ríkisstjórnir til þess að fara að ráðum lýðheilsusérfræðinga um að bíða þar til nýjum smitum byrjar að fækka áður en slakað verður á aðgerðum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það er raunveruleg hætta á að þú komir af stað hópsýkingu sem þú getur kannski ekki stjórnað og getur á þversagnarkenndan hátt kostað þig, ekki aðeins leiðir það til þjáningar og dauða sem hægt væri að forðast heldur gæti það jafnvel verið bakslag á leiðinni að ná efnahagsbata,“ varaði Fauci við en hann er sjálfur í sjálfskipaðri sóttkví eftir að tveir starfsmenn Hvíta hússins greindust smitaðir af veirunni í síðustu viku. Trump forseti hefur hvatt ríki áfram í að slaka á takmörkunum til þess að koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað. Forsetanum og ráðgjöfum hans er enda mikið í mun að efnahagslífið takið við sér því þeir höfðu reiknað með því að sterk staða bandaríska hagkerfisins fyrir faraldurinn yrði sterkustu rök Trump fyrir endurkjöri í kosningum í haust. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Fauci og félagar í sóttkví Dr. Anthony Fauci og tveir aðrir háttsettir meðlimir smitvarnarteymis Hvíta hússins ákváðu að faraí sóttkví eftir að þeir komust í tæri við einstakling sem smitaður var af kórónuveirunni. Þeir munu áfram sinna störfum sínum í fjarvinnu. 10. maí 2020 08:42 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Einn helsti yfirmaður sóttvarna í Bandaríkjunum sagði Bandaríkjaþingi í dag að verði takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins aflétt of snemma gæti það leitt til frekari útbreiðslu veirunnar og óþarfa dauðsfalla. Fjöldi ríkja er byrjaðu að slaka á aðgerðum eða hafa það í hyggju, meðal annars að áeggjan Donalds Trump forseta. Fleiri en áttatíu þúsund manns eru látnir af völdum faraldursins í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að sérfræðingar telji að ekki yfirvöld séu ekki nægilega undirbúin hvað varðar skimun, smitrakningu og sóttkví eru einstök ríki þegar byrjuð að létta á takmörkunum eins og tilmælum um að fólk haldi sig heima. Anthony Fauci, forstöðumaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, bar vitni fyrir nefnd öldungadeildarþingmanna í dag að Bandaríkin væru á réttri leið en það þýði þó ekki að yfirvöld séu nú með fulla stjórn á faraldrinum. Hvatti Fauci ríkisstjórnir til þess að fara að ráðum lýðheilsusérfræðinga um að bíða þar til nýjum smitum byrjar að fækka áður en slakað verður á aðgerðum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það er raunveruleg hætta á að þú komir af stað hópsýkingu sem þú getur kannski ekki stjórnað og getur á þversagnarkenndan hátt kostað þig, ekki aðeins leiðir það til þjáningar og dauða sem hægt væri að forðast heldur gæti það jafnvel verið bakslag á leiðinni að ná efnahagsbata,“ varaði Fauci við en hann er sjálfur í sjálfskipaðri sóttkví eftir að tveir starfsmenn Hvíta hússins greindust smitaðir af veirunni í síðustu viku. Trump forseti hefur hvatt ríki áfram í að slaka á takmörkunum til þess að koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað. Forsetanum og ráðgjöfum hans er enda mikið í mun að efnahagslífið takið við sér því þeir höfðu reiknað með því að sterk staða bandaríska hagkerfisins fyrir faraldurinn yrði sterkustu rök Trump fyrir endurkjöri í kosningum í haust.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Fauci og félagar í sóttkví Dr. Anthony Fauci og tveir aðrir háttsettir meðlimir smitvarnarteymis Hvíta hússins ákváðu að faraí sóttkví eftir að þeir komust í tæri við einstakling sem smitaður var af kórónuveirunni. Þeir munu áfram sinna störfum sínum í fjarvinnu. 10. maí 2020 08:42 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Fauci og félagar í sóttkví Dr. Anthony Fauci og tveir aðrir háttsettir meðlimir smitvarnarteymis Hvíta hússins ákváðu að faraí sóttkví eftir að þeir komust í tæri við einstakling sem smitaður var af kórónuveirunni. Þeir munu áfram sinna störfum sínum í fjarvinnu. 10. maí 2020 08:42