1000 ráðstefnugestir á tímum COVID Ásta Kristín Sigurjónsdóttir og Inga Rós Antoníusdóttir skrifa 14. maí 2020 08:00 „Fletjum kúrfuna“ sagði Signe Jungersted, framkvæmdastjóri Group Nao, en átti þar til tilbreytingar ekki við Covid-kúrfuna heldur mikilvægi þess að dreifa fjölda ferðamanna sem víðast og jafnast yfir árið. Þannig væri ágangur ferðamanna alltaf undir þolmörkum og við ekki jafn háð einni árstíð umfram aðra. „Þegar þessu lýkur mun fólk hafa sterkari löngun til að ferðast á víðáttumeiri staði þar sem hægt er að forðast mikinn mannfjölda og njóta einverunnar“ og benti þar á sterka samkeppnisstöðu Íslands sem áfangastaðar. Þann 8. maí, sl. fór Iceland Travel Tech ráðstefnan fram í annað sinn, en nú alfarið í stafrænum heimi. Yfirskrift ráðstefnunnar var: Sækjum fram í breyttum heimi! Upprunalega átti ráðstefnan að fara fram í Hörpu, líkt og í fyrra, en vegna ástandsins gekk það ekki upp.Það kom þó aldrei til greina að aflýsa ráðstefnunni enda þörfin á hagræðingu og nýtingu tæknilausna í ferðaþjónustu nú meiri en nokkru sinni fyrr. Nú var því kjörið tækifæri til að setja fordæmi og sýna og sanna að það væri hægt að breyta og bæta og halda minnst jafn góða ráðstefnu í netheimum. Þátttakan fór fram úr björtustu vonum en yfir 1000 manns hlýddu á fyrirlestrana og pallborðsumræður sem fylgdu í kjölfarið. Áhorfendur gátu sent inn spurningar til fyrirlesaranna sem var svo svarað í rauntíma í lifandi pallborðsumræðum með fyrirlesurum á Íslandi, Danmörku og Bretlandi. Rætt var um mikilvægi þess að eiga í lifandi samtali við viðskiptavininn og alla þá sem gætu orðið viðskiptavinir framtíðarinnar og kom Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður markaðssviðs Póstsins, með góðar ábendingar um hvernig slíkt samtal sé byggt upp og hvaða virði felist í því. „Töfrarnir við samfélagsmiðla eru að þú getur búið til þinn eigin fjölmiðil þar sem þú getur komið á framfæri því sem þú hefur fram að færa. Þín rödd, þinn persónuleiki.” Sjálfvirkni var fyrirlesurum hugleikin og benti Sigurður Svansson frá SAHARA á að margir gestir upplifðu sjálfvirkni og spjallmenni t.d. sem þjónustuaukningu en ekki skerðingu eins og margir stjórnendur óttuðust og greip Steinar Atli Skarphéðinsson boltann og minnti áheyrendur á að sjálfvirkar lausnir væru oft á tíðum talsvert hagstæðari en fólk gerði sér grein fyrir. „Þú getur tekið hvaða spjaldtölvu sem er, tengt við posa og leyft gestinum að tékka sig inn sjálfur“, benti hann á máli sínu til stuðnings. Þessi mikli fjöldi þátttakenda sýnir að íslensk ferðaþjónusta horfir til framtíðar, hugsar í lausnum og veit að í tækninni felast mörg vannýtt tækifæri. Aldrei hefði nokkurn geta órað fyrir því hversu breytt umhverfi ferðaþjónustufyrirtækja yrði nú frá því sem við þekktum þegar fyrsta Iceland Travel Tech var haldið í fyrra og við erum óneitanlega spenntar að sjá hvernig heimsmyndin verður þegar næsta ráðstefna verður haldin, 6.maí. 2021. Stefnt er að því að Iceland Travel Tech að ári verði sambland af stafrænni ráðstefnu og sýningu í raunheimum og með alþjóðlegra sniði en hingað til hefur verið, enda tækifærin ótakmörkuð þegar búið er að sanna að hægt sé að hafa lifandi ráðstefnu og umræður án þess að allir séu á sama stað. Eins og Bárður Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Svartatinds, sem fjallaði um nýsköpun, sagði, þá skortir svo sannarlega ekki nýsköpun í íslenskri ferðaþjónustu en það hefur kannski skort aðgengi tæknifyrirtækja að greininni. Það er markmið okkar, Ferðamálastofu og Íslenska Ferðaklasans, að byggja brýr og auðvelda þetta aðgengi. Við gerum orð ráðherra, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, að okkar lokaorðum: „Nú skiptir máli að endurstilla fókusinn, hvað við viljum og hvernig við sækjum það. Ég held að þetta sé tækifæri til þess að huga vel að því að vera ekki allt fyrir alla heldur hugleiða það í sameiningu hverskonar ferðaþjónustuland við viljum vera.“ Inga Rós Antoníusdóttir er verkefnastjóri hjá Ferðamálastofu og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Inga Rós Antoníusdóttir Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
„Fletjum kúrfuna“ sagði Signe Jungersted, framkvæmdastjóri Group Nao, en átti þar til tilbreytingar ekki við Covid-kúrfuna heldur mikilvægi þess að dreifa fjölda ferðamanna sem víðast og jafnast yfir árið. Þannig væri ágangur ferðamanna alltaf undir þolmörkum og við ekki jafn háð einni árstíð umfram aðra. „Þegar þessu lýkur mun fólk hafa sterkari löngun til að ferðast á víðáttumeiri staði þar sem hægt er að forðast mikinn mannfjölda og njóta einverunnar“ og benti þar á sterka samkeppnisstöðu Íslands sem áfangastaðar. Þann 8. maí, sl. fór Iceland Travel Tech ráðstefnan fram í annað sinn, en nú alfarið í stafrænum heimi. Yfirskrift ráðstefnunnar var: Sækjum fram í breyttum heimi! Upprunalega átti ráðstefnan að fara fram í Hörpu, líkt og í fyrra, en vegna ástandsins gekk það ekki upp.Það kom þó aldrei til greina að aflýsa ráðstefnunni enda þörfin á hagræðingu og nýtingu tæknilausna í ferðaþjónustu nú meiri en nokkru sinni fyrr. Nú var því kjörið tækifæri til að setja fordæmi og sýna og sanna að það væri hægt að breyta og bæta og halda minnst jafn góða ráðstefnu í netheimum. Þátttakan fór fram úr björtustu vonum en yfir 1000 manns hlýddu á fyrirlestrana og pallborðsumræður sem fylgdu í kjölfarið. Áhorfendur gátu sent inn spurningar til fyrirlesaranna sem var svo svarað í rauntíma í lifandi pallborðsumræðum með fyrirlesurum á Íslandi, Danmörku og Bretlandi. Rætt var um mikilvægi þess að eiga í lifandi samtali við viðskiptavininn og alla þá sem gætu orðið viðskiptavinir framtíðarinnar og kom Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður markaðssviðs Póstsins, með góðar ábendingar um hvernig slíkt samtal sé byggt upp og hvaða virði felist í því. „Töfrarnir við samfélagsmiðla eru að þú getur búið til þinn eigin fjölmiðil þar sem þú getur komið á framfæri því sem þú hefur fram að færa. Þín rödd, þinn persónuleiki.” Sjálfvirkni var fyrirlesurum hugleikin og benti Sigurður Svansson frá SAHARA á að margir gestir upplifðu sjálfvirkni og spjallmenni t.d. sem þjónustuaukningu en ekki skerðingu eins og margir stjórnendur óttuðust og greip Steinar Atli Skarphéðinsson boltann og minnti áheyrendur á að sjálfvirkar lausnir væru oft á tíðum talsvert hagstæðari en fólk gerði sér grein fyrir. „Þú getur tekið hvaða spjaldtölvu sem er, tengt við posa og leyft gestinum að tékka sig inn sjálfur“, benti hann á máli sínu til stuðnings. Þessi mikli fjöldi þátttakenda sýnir að íslensk ferðaþjónusta horfir til framtíðar, hugsar í lausnum og veit að í tækninni felast mörg vannýtt tækifæri. Aldrei hefði nokkurn geta órað fyrir því hversu breytt umhverfi ferðaþjónustufyrirtækja yrði nú frá því sem við þekktum þegar fyrsta Iceland Travel Tech var haldið í fyrra og við erum óneitanlega spenntar að sjá hvernig heimsmyndin verður þegar næsta ráðstefna verður haldin, 6.maí. 2021. Stefnt er að því að Iceland Travel Tech að ári verði sambland af stafrænni ráðstefnu og sýningu í raunheimum og með alþjóðlegra sniði en hingað til hefur verið, enda tækifærin ótakmörkuð þegar búið er að sanna að hægt sé að hafa lifandi ráðstefnu og umræður án þess að allir séu á sama stað. Eins og Bárður Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Svartatinds, sem fjallaði um nýsköpun, sagði, þá skortir svo sannarlega ekki nýsköpun í íslenskri ferðaþjónustu en það hefur kannski skort aðgengi tæknifyrirtækja að greininni. Það er markmið okkar, Ferðamálastofu og Íslenska Ferðaklasans, að byggja brýr og auðvelda þetta aðgengi. Við gerum orð ráðherra, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, að okkar lokaorðum: „Nú skiptir máli að endurstilla fókusinn, hvað við viljum og hvernig við sækjum það. Ég held að þetta sé tækifæri til þess að huga vel að því að vera ekki allt fyrir alla heldur hugleiða það í sameiningu hverskonar ferðaþjónustuland við viljum vera.“ Inga Rós Antoníusdóttir er verkefnastjóri hjá Ferðamálastofu og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar