Haukur Ingi vill rannsaka séreinkenni íslensks íþróttafólks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. apríl 2020 19:30 Haukur Ingi mætti til þeirra Kjartans Atla og Henry Birgis í dag. Skjáskot/Sportið í dag Haukur Ingi Guðnason mætti í Sportið í dag og ræddi við Kjartan Atla Kjartansson og Henry Birgi Gunnarsson um séreinkenni íslensks íþróttafólks. Haukur Ingi kennir í dag íþróttasálfræði við Háskóla Íslands en á árum áður lék hann knattspyrnu við góðan orðstír hjá Keflavík, Grindavík og Fylki eftir að hafa farið til Liverpool ungur að árum. „Við vitum það ekki alveg fyrir víst og þetta er eitthvað sem væri mjög gaman að rannsaka. Ég hef svo sem rætt við mína kollega að fara bara í rannsóknir á þessu,“ sagði Haukur Ingi er Kjartan Atli spurði hann út í það hvort íslenskt íþróttafólk væri með einhver séreinkenni. Haukur hélt svo áfram. „Maður heyrir víða erlendis frá að þjálfarar sem eru með íslenska leikmenn tala um þetta íslenska hugarfar. Ég get nefnt dæmi; Stig Inge Bjørnebye, framkvæmdastjóri Rosenborg, var að vinna fyrir norska knattspyrnusambandið og kom hingað til lands að skoða hvað við Íslendingar værum að gera og af hverju við værum að ná svona góðum árangri.“ „Hann var á leiðinni upp á Skaga þegar hann hringir í mig og segir að það sé ófært, hann spyr því hvort við getum hist í spjall. Við mælum okkur mót og hann segir að bara það að hann hafi ekki komist upp á Skaga sýni hvað sker á milli Íslendinga og Norðmanna.“ „Hann segir að þetta sé fyrst og fremst hugarfar. Þegar hann var kominn upp í Mosfellsbæ og þurfti að snúa við þá keyrði hann framhjá tveimur völlum þar sem var æfing í gangi. Þetta hefði aldrei gerst í Noregi. Þegar það er brjálað veður og fólk kemst ekki ferða sinna þá er það bara inni.“ Þessa skemmtilegu sögu ásamt frekari umræðum má hlusta á og sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Haukur Ingi um séreinkenni Íslendinga Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Fótbolti Íþróttir Tengdar fréttir Henry Birgir og Kjartan Atli sýndu danshæfileikana Stórsöngvarinn Geir Ólafsson tók lagið í Sportið í dag. Þar er þó ekki öll sagan sögð en Geir fékk þá Kjartan Atla Kjartansson og Henry Birgi Gunnarssin, umsjónarmenn þáttarins, til að stíga nokkur spor í stúdíóinu. 3. apríl 2020 22:00 Kári Kristján fer yfir mögnuð fyrstu kynni síns og Kjartans Atla Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur verið í einangrun undanfarið eftir að hafa greinst með COVID-19. Hann lætur það ekki á sig fá og hefur verið reglulegur gestur í Sportið í dag. 3. apríl 2020 21:00 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Sjá meira
Haukur Ingi Guðnason mætti í Sportið í dag og ræddi við Kjartan Atla Kjartansson og Henry Birgi Gunnarsson um séreinkenni íslensks íþróttafólks. Haukur Ingi kennir í dag íþróttasálfræði við Háskóla Íslands en á árum áður lék hann knattspyrnu við góðan orðstír hjá Keflavík, Grindavík og Fylki eftir að hafa farið til Liverpool ungur að árum. „Við vitum það ekki alveg fyrir víst og þetta er eitthvað sem væri mjög gaman að rannsaka. Ég hef svo sem rætt við mína kollega að fara bara í rannsóknir á þessu,“ sagði Haukur Ingi er Kjartan Atli spurði hann út í það hvort íslenskt íþróttafólk væri með einhver séreinkenni. Haukur hélt svo áfram. „Maður heyrir víða erlendis frá að þjálfarar sem eru með íslenska leikmenn tala um þetta íslenska hugarfar. Ég get nefnt dæmi; Stig Inge Bjørnebye, framkvæmdastjóri Rosenborg, var að vinna fyrir norska knattspyrnusambandið og kom hingað til lands að skoða hvað við Íslendingar værum að gera og af hverju við værum að ná svona góðum árangri.“ „Hann var á leiðinni upp á Skaga þegar hann hringir í mig og segir að það sé ófært, hann spyr því hvort við getum hist í spjall. Við mælum okkur mót og hann segir að bara það að hann hafi ekki komist upp á Skaga sýni hvað sker á milli Íslendinga og Norðmanna.“ „Hann segir að þetta sé fyrst og fremst hugarfar. Þegar hann var kominn upp í Mosfellsbæ og þurfti að snúa við þá keyrði hann framhjá tveimur völlum þar sem var æfing í gangi. Þetta hefði aldrei gerst í Noregi. Þegar það er brjálað veður og fólk kemst ekki ferða sinna þá er það bara inni.“ Þessa skemmtilegu sögu ásamt frekari umræðum má hlusta á og sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Haukur Ingi um séreinkenni Íslendinga Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Fótbolti Íþróttir Tengdar fréttir Henry Birgir og Kjartan Atli sýndu danshæfileikana Stórsöngvarinn Geir Ólafsson tók lagið í Sportið í dag. Þar er þó ekki öll sagan sögð en Geir fékk þá Kjartan Atla Kjartansson og Henry Birgi Gunnarssin, umsjónarmenn þáttarins, til að stíga nokkur spor í stúdíóinu. 3. apríl 2020 22:00 Kári Kristján fer yfir mögnuð fyrstu kynni síns og Kjartans Atla Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur verið í einangrun undanfarið eftir að hafa greinst með COVID-19. Hann lætur það ekki á sig fá og hefur verið reglulegur gestur í Sportið í dag. 3. apríl 2020 21:00 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Sjá meira
Henry Birgir og Kjartan Atli sýndu danshæfileikana Stórsöngvarinn Geir Ólafsson tók lagið í Sportið í dag. Þar er þó ekki öll sagan sögð en Geir fékk þá Kjartan Atla Kjartansson og Henry Birgi Gunnarssin, umsjónarmenn þáttarins, til að stíga nokkur spor í stúdíóinu. 3. apríl 2020 22:00
Kári Kristján fer yfir mögnuð fyrstu kynni síns og Kjartans Atla Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur verið í einangrun undanfarið eftir að hafa greinst með COVID-19. Hann lætur það ekki á sig fá og hefur verið reglulegur gestur í Sportið í dag. 3. apríl 2020 21:00