Nemendum rétt hjálparhönd í Covid-fári Jakob Bjarnar skrifar 4. apríl 2020 09:35 Guðrún Eydís Arnarsdóttir við tökur á námsefni sem nú býðst grunnskólanemum sér að kostnaðarlausu. Þekkingar- og miðlunarfyrirtækið Studyhax hefur í samstarfi við Menntamálastofnun gefið frían aðgang að námskeiðum sínum fyrir grunnskólanemendur út aprílmánuð. Úrræðið nýtist um 9.000 nemendum alls staðar á landinu og hafa nú þegar á fjórða hundrað nemenda skráð sig til leiks. Að sögn Davíðs Inga Magnússonar, framleiðanda Studyhax, vill fyrirtækið styðja við skólastarfið í landinu á meðan það er skert vegna samkomubannsins. „Þetta er okkar leið til þess að þakka öllum í skólastarfinu fyrir að standa vaktina fyrir unga fólkið okkar og foreldra þeirra. Með því móti vonumst við til þess að nemendur nýti tímann til jákvæðra athafna og um leið læri eitthvað í leiðinni.“ Leiðbeinendur afbragðs námsmenn sjálfir Myndböndin eru framleidd fyrir nemendur í elstu bekkjum grunnskóla en geta einnig nýst þeim sem vilja rifja upp grunnfærni í stærðfræði. Auk þess sem framleiðsla í námskeiðum á öllum skólastigum er í fullum gangi. Framleiðsla myndbandanna er ný af nálinni og að mörgu leyti frábrugðinn þeirri fjarkennslu sem boðið er upp á í dag. Davíð Ingi hjá Studyhax. Fyrirtækið hefur nú opnað aðgang að fjarkennsluefni sínu nemendum vegna þeirra fordæmalausu aðstæðna sem nú eru uppi. „Það eru nokkur atriði sem aðgreina okkur frá öðrum kennsluháttum,“ segir Davíð Ingi og setur sig í stellingar: „Í fyrsta lagi að þá eru leiðbeinendur okkar nálægt nemendum í aldri, það eru því meiri líkur á því að tenging skapist í gegnum jafningjafræðslu. Þau tala sama tungumálið. Í öðru lagi að þá eru leiðbeinendur okkar framúrskarandi nemendur með meðaleinkunn upp á 9,57 og eru því sérfræðingar á sínu sviði. Í þriðja lagi að þá eru gæðin í kringum framleiðsluna okkar á háu stigi varðandi allan búnað og þekkingu á kvikmyndaframleiðslu.“ Námsefni í kvikmyndagæðum Davíð segir að þau hjá Studyhax taki myndefni sitt upp í 6K gæðum á myndavél sem Netflix samþykkir að kvikmyndir séu teknar upp á. „Með þessari blöndu verða til skemmtileg myndbönd í hæsta gæðaflokki, sem nemendur hafa áhuga á að horfa á og læra í gegnum. Með meiri gæðum í lýsingu, hljóði og mynd er líklegra að nemendur haldi einbeitingunni. Ég er allavega fljótur að skipta um bíómynd eða Youtube myndbönd ef gæðin eru eitthvað slök. Því ættu nemendur að vera eitthvað öðruvísi þegar kemur að því að meðtaka námsefni í gegnum myndbönd? Tími nemenda er verðmætur og okkar markmið er að honum sé vel varið í myndbönd Studyhax.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Þekkingar- og miðlunarfyrirtækið Studyhax hefur í samstarfi við Menntamálastofnun gefið frían aðgang að námskeiðum sínum fyrir grunnskólanemendur út aprílmánuð. Úrræðið nýtist um 9.000 nemendum alls staðar á landinu og hafa nú þegar á fjórða hundrað nemenda skráð sig til leiks. Að sögn Davíðs Inga Magnússonar, framleiðanda Studyhax, vill fyrirtækið styðja við skólastarfið í landinu á meðan það er skert vegna samkomubannsins. „Þetta er okkar leið til þess að þakka öllum í skólastarfinu fyrir að standa vaktina fyrir unga fólkið okkar og foreldra þeirra. Með því móti vonumst við til þess að nemendur nýti tímann til jákvæðra athafna og um leið læri eitthvað í leiðinni.“ Leiðbeinendur afbragðs námsmenn sjálfir Myndböndin eru framleidd fyrir nemendur í elstu bekkjum grunnskóla en geta einnig nýst þeim sem vilja rifja upp grunnfærni í stærðfræði. Auk þess sem framleiðsla í námskeiðum á öllum skólastigum er í fullum gangi. Framleiðsla myndbandanna er ný af nálinni og að mörgu leyti frábrugðinn þeirri fjarkennslu sem boðið er upp á í dag. Davíð Ingi hjá Studyhax. Fyrirtækið hefur nú opnað aðgang að fjarkennsluefni sínu nemendum vegna þeirra fordæmalausu aðstæðna sem nú eru uppi. „Það eru nokkur atriði sem aðgreina okkur frá öðrum kennsluháttum,“ segir Davíð Ingi og setur sig í stellingar: „Í fyrsta lagi að þá eru leiðbeinendur okkar nálægt nemendum í aldri, það eru því meiri líkur á því að tenging skapist í gegnum jafningjafræðslu. Þau tala sama tungumálið. Í öðru lagi að þá eru leiðbeinendur okkar framúrskarandi nemendur með meðaleinkunn upp á 9,57 og eru því sérfræðingar á sínu sviði. Í þriðja lagi að þá eru gæðin í kringum framleiðsluna okkar á háu stigi varðandi allan búnað og þekkingu á kvikmyndaframleiðslu.“ Námsefni í kvikmyndagæðum Davíð segir að þau hjá Studyhax taki myndefni sitt upp í 6K gæðum á myndavél sem Netflix samþykkir að kvikmyndir séu teknar upp á. „Með þessari blöndu verða til skemmtileg myndbönd í hæsta gæðaflokki, sem nemendur hafa áhuga á að horfa á og læra í gegnum. Með meiri gæðum í lýsingu, hljóði og mynd er líklegra að nemendur haldi einbeitingunni. Ég er allavega fljótur að skipta um bíómynd eða Youtube myndbönd ef gæðin eru eitthvað slök. Því ættu nemendur að vera eitthvað öðruvísi þegar kemur að því að meðtaka námsefni í gegnum myndbönd? Tími nemenda er verðmætur og okkar markmið er að honum sé vel varið í myndbönd Studyhax.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira