Nýsköpun og rannsóknir á Blöndubrú Björn Hjartarson og Ólafur H. Wallevik skrifa 14. maí 2020 10:30 Eftir nýlegar viðgerðir er Blöndubrú í prýðilegu ásigkomulagi og ætti að duga í fimmtíu til sextíu ár til viðbótar. Framkvæmdirnar við brúna eru gott dæmi um nýsköpunar- og rannsóknarverkefni með mikla þjóðhagslega þýðingu þar sem afraksturinn er notaður til að bæta samgöngukerfi þjóðarinnar. Brúin yfir Blöndu á þjóðvegi nr. 1 var byggð á árunum 1962-1963 og er sú fyrsta hér á landi sem var gerð úr eftirspenntri steinsteypu. Heildarbreidd brúarinnar er 9,63 m en akbrautin var mjókkuð nokkuð 1990 þegar gangbraut með handriði var sett á vinstri kant, á leið norður (undan straumi). Vinna við Blöndubrú.Björn Hjartarson Endurbætur á brúnni hófust 2016 þegar ráðist var í talsverðar endurbætur á brúnni um leið og slitgólf hennar var endurnýjað. Gamla steypan var brotin í burtu með nýlegu vatnsbrotstæki Vegagerðarinnar og ný, sérhönnuð slitsterk steypa lögð í staðinn. Þegar framkvæmdir hófust komu í ljós meiri skemmdir á brúnni en menn höfðu átt von á. Því var tekin ákvörðun um að skipta verkinu niður í tvo hluta en 2016 voru akbrautin og útkantur ofanstraums endurnýjuð en 2019 gönguleiðin og allt neðanstraums. Björn Hjartarson Viðgerðin á brúnni 2019 hófst í júlímánuði og lauk seinni part ársins. Um var að ræða heilmikla aðgerð því brjóta þurfti upp gangstéttina sem var steypt 1990. Því næst voru hengdir upp verkpallar undir brúna og útkantar neðanstraums brotnir af með vatnsbroti, en þeir eru 1,40 m á breidd. Sett voru ný vegrið sem uppfylla öryggisstaðla milli gangbrautar og akbrautar og einnig nýtt gönguhandrið á göngubrúna. Björn Hjartarson Þróun á slitsterkri steypu Vegagerðin og Nýsköpunarmiðstöð Íslands hafa í gegnum árin átt árangursríkt samstarf um nokkur tilraunaverkefni sem snúa að þróun á mjög slitsterkri steypu á brúargólf. Gerðar hafa verið tilraunir með sérstaka hástyrkleikasteypu og með blöndun steypunnar á staðnum í steypubíl þegar langt er í næstu steypustöð. Nýja slitsterka steypan, sem er hálfsjálfpakkandi og þarf því ekki að titra við niðurlögn, er án loftblendis og frostþolin með um 70 MPa styrk eftir tvo daga og um og yfir 100 MPa styrk eftir 28 daga. Flögnun eftir frostþolsmælingar samkvæmt SS 137244 reynist að meðaltali vera um 0,01 kg/m2. Ólafur H. Wallevik er forstöðumaður og Björn Hjartarson deildarstjóri á Rannsóknastofu byggingariðnaðarins á Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun og rannsóknir Blönduós Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir nýlegar viðgerðir er Blöndubrú í prýðilegu ásigkomulagi og ætti að duga í fimmtíu til sextíu ár til viðbótar. Framkvæmdirnar við brúna eru gott dæmi um nýsköpunar- og rannsóknarverkefni með mikla þjóðhagslega þýðingu þar sem afraksturinn er notaður til að bæta samgöngukerfi þjóðarinnar. Brúin yfir Blöndu á þjóðvegi nr. 1 var byggð á árunum 1962-1963 og er sú fyrsta hér á landi sem var gerð úr eftirspenntri steinsteypu. Heildarbreidd brúarinnar er 9,63 m en akbrautin var mjókkuð nokkuð 1990 þegar gangbraut með handriði var sett á vinstri kant, á leið norður (undan straumi). Vinna við Blöndubrú.Björn Hjartarson Endurbætur á brúnni hófust 2016 þegar ráðist var í talsverðar endurbætur á brúnni um leið og slitgólf hennar var endurnýjað. Gamla steypan var brotin í burtu með nýlegu vatnsbrotstæki Vegagerðarinnar og ný, sérhönnuð slitsterk steypa lögð í staðinn. Þegar framkvæmdir hófust komu í ljós meiri skemmdir á brúnni en menn höfðu átt von á. Því var tekin ákvörðun um að skipta verkinu niður í tvo hluta en 2016 voru akbrautin og útkantur ofanstraums endurnýjuð en 2019 gönguleiðin og allt neðanstraums. Björn Hjartarson Viðgerðin á brúnni 2019 hófst í júlímánuði og lauk seinni part ársins. Um var að ræða heilmikla aðgerð því brjóta þurfti upp gangstéttina sem var steypt 1990. Því næst voru hengdir upp verkpallar undir brúna og útkantar neðanstraums brotnir af með vatnsbroti, en þeir eru 1,40 m á breidd. Sett voru ný vegrið sem uppfylla öryggisstaðla milli gangbrautar og akbrautar og einnig nýtt gönguhandrið á göngubrúna. Björn Hjartarson Þróun á slitsterkri steypu Vegagerðin og Nýsköpunarmiðstöð Íslands hafa í gegnum árin átt árangursríkt samstarf um nokkur tilraunaverkefni sem snúa að þróun á mjög slitsterkri steypu á brúargólf. Gerðar hafa verið tilraunir með sérstaka hástyrkleikasteypu og með blöndun steypunnar á staðnum í steypubíl þegar langt er í næstu steypustöð. Nýja slitsterka steypan, sem er hálfsjálfpakkandi og þarf því ekki að titra við niðurlögn, er án loftblendis og frostþolin með um 70 MPa styrk eftir tvo daga og um og yfir 100 MPa styrk eftir 28 daga. Flögnun eftir frostþolsmælingar samkvæmt SS 137244 reynist að meðaltali vera um 0,01 kg/m2. Ólafur H. Wallevik er forstöðumaður og Björn Hjartarson deildarstjóri á Rannsóknastofu byggingariðnaðarins á Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar