Um 45% íbúa Vestmannaeyja farið í sýnatöku Andri Eysteinsson skrifar 6. apríl 2020 18:05 Vestmannaeyjar. MYND/Óskar P. Friðriksson Hátt í 2000 Eyjamenn hafa farið í sýnatöku á einhverjum tímapunkti og eru það um 45% allra bæjarbúa. Væri hlutfall sýnatöku slíkt á öllu landinu hefðu 170.000 Íslendingar farið í sýnatöku. Þetta kemur fram í páskakveðju Írisar Róbertsdóttur, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Í pistlinum þakkar Íris forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, Kára Stefánssyni og hans starfsfólki fyrir sitt framlag en um 1500 sýni voru tekin í skimum ÍE í bænum. „Það er í raun mjög gott að þessi umfangsmikla skimun skuli hafi farið fram hér í Eyjum og að þessi smit skuli hafa verið greind. Þá er hægt að grípa til viðeigandi ráðstafana með einangrun og sóttkví, sem sýnt hefur verið fram á að virka svo vel til að hefta frekara smit. Þetta gefur okkur líka fyrirheit um að við komumst fyrr út úr þessu en ella,“ skrifar Íris sem þakkar einnig starfsfólki HSU í Vestmannaeyjum fyrir störf sín sem og starfsfólki leik- og grunnskóla og starfsfólki í öldrunar- og félagsþjónustu. „Það er fátt mikilvægara við þessar aðstæður en að ríghalda í gleðina og jákvæðnina, sama hvað! Við eigum auðvelt með að halda samskiptum við vini og ættingja gangandi með allri þeirri tækni sem stendur til boða í þeim efnum. Gætum alveg sérstaklega að þeim sem eldri eru og öðrum þeim sem eiga kannski erfiðara með að nota samskiptatæknina og þar með í meiri hættu á að einangrast,“ segir Íris. Bæjarstjórinn minnir svo íbúa á að Eyjamenn séu vanir ýmsu mótlæti. „Við erum vön því hér í Eyjum að klára okkur býsna vel af því mótlæti sem náttúran kýs að henda í okkur endrum og eins. Það munum við líka gera núna. Förum vel og gætilega með okkur sjálf og aðra um páskana og njótum þeirra heima hjá okkur. ''Vorið kemur víst á ný''!,“ skrifar Íris. Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Hátt í 2000 Eyjamenn hafa farið í sýnatöku á einhverjum tímapunkti og eru það um 45% allra bæjarbúa. Væri hlutfall sýnatöku slíkt á öllu landinu hefðu 170.000 Íslendingar farið í sýnatöku. Þetta kemur fram í páskakveðju Írisar Róbertsdóttur, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Í pistlinum þakkar Íris forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, Kára Stefánssyni og hans starfsfólki fyrir sitt framlag en um 1500 sýni voru tekin í skimum ÍE í bænum. „Það er í raun mjög gott að þessi umfangsmikla skimun skuli hafi farið fram hér í Eyjum og að þessi smit skuli hafa verið greind. Þá er hægt að grípa til viðeigandi ráðstafana með einangrun og sóttkví, sem sýnt hefur verið fram á að virka svo vel til að hefta frekara smit. Þetta gefur okkur líka fyrirheit um að við komumst fyrr út úr þessu en ella,“ skrifar Íris sem þakkar einnig starfsfólki HSU í Vestmannaeyjum fyrir störf sín sem og starfsfólki leik- og grunnskóla og starfsfólki í öldrunar- og félagsþjónustu. „Það er fátt mikilvægara við þessar aðstæður en að ríghalda í gleðina og jákvæðnina, sama hvað! Við eigum auðvelt með að halda samskiptum við vini og ættingja gangandi með allri þeirri tækni sem stendur til boða í þeim efnum. Gætum alveg sérstaklega að þeim sem eldri eru og öðrum þeim sem eiga kannski erfiðara með að nota samskiptatæknina og þar með í meiri hættu á að einangrast,“ segir Íris. Bæjarstjórinn minnir svo íbúa á að Eyjamenn séu vanir ýmsu mótlæti. „Við erum vön því hér í Eyjum að klára okkur býsna vel af því mótlæti sem náttúran kýs að henda í okkur endrum og eins. Það munum við líka gera núna. Förum vel og gætilega með okkur sjálf og aðra um páskana og njótum þeirra heima hjá okkur. ''Vorið kemur víst á ný''!,“ skrifar Íris.
Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira