Fleiri gerendur heimilisofbeldis leita sér aðstoðar: Hræddir við að misstíga sig Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. apríl 2020 19:00 Fleiri ný mál koma nú inn á borð Heimilisfriðar, meðferðarúrræðis fyrir gerendur heimilisofbeldis. Þá leitar fólk, sem áður hefur verið í meðferð, sér aðstoðar í auknum mæli – hrætt við að misstíga sig. Heimilisfriður er meðferðarúrrði fyrir gerendur heimilisofbeldis. Í meðferðinni er miðað við að gerendur viðurkenni ábyrgð á hegðun sinni og vinni að breytingum. Á tímum kórónuveirufaraldursins hafa sálfræðingar hjá Heimilisfriði fundið fyrir auknum þunga. „Bæði hjá þeim sem hafa verið hjá okkur og þeim sem eru í meðferð, hafa verið um skemmri eða lengri tíma. Maður finnur að það er að þyngjast róðurinn, það er erfiðari undiraldan og það er aukning á nýjum málum,“ segir Andrés Proppé Ragnarsson, sálfræðingur hjá Heimilisfriði. Ákveðið hefur verið að auka þjónustu um páskana til að bregðast við. Opið verður fyrir síma á dagvinnutíma um pásakana. Andrés segir að nú sé mikið um að fólk, sem áður hefur leitað sér aðstoðar vegna ofbeldishegðunar, hafi samband. „Það er að hringja, passa sig meira, koma oftar, vilja koma oftar og hraðar. Þau hafa áhyggjur af því að nú þegar spennan er meiri, yfirvofandi óvissa, þá er hættara við að þeir gera eitthvað sem þau verða mjög ósátt við,“ segir Andrés. Þá sé alveg ljóst að aukning hafi orðið á heimilisofbeldismálum á síðustu vikum. Það sjáist á fjölda nýrra skjólstæðinga. „Auðvitað er ég áhyggjufullur. Það eru auðvitað merki sem við erum að sjá sem eru ekki góð,“ segir Andrés og bætir við að áfengisnotkun sé áhyggjuefni. „Við vitum það að þegar svona er þá er alltaf hætta, fólk er meira heima að líta á þetta sem einhvern allsherjar frítíma þar sem við erum að nota áfengi mikið meira en áður og því fylgja bara ákveðnar áhættur, sérstaklega í kring um ofbeldishegðun,“ segir Andrés. Fjölskyldumál Félagsmál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Nokkrar konur sem beittar eru heimilisofbeldi telja sig fastar á heimilinu með börnin Nokkur dæmi eru um að konur, sem orðið hafa fyrir heimilisofbeldi og leitað til Bjarkarhlíðar, telji sig fastar á heimilinu ásamt börnum sínum vegna covid-faraldursins. Þeim þyki ekki eiga við sig að fara í Kvennaathvarfið. 7. apríl 2020 19:00 Lamdi konuna sína úti á götu Íbúar í lítilli götu í Vesturbænum í Reykjavík urðu vitni að því um kvöldmatarleytið í gær þegar ung kona kom hlaupandi undan manni sínum, óttaslegin og grátandi. 7. apríl 2020 11:30 Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. 6. apríl 2020 19:29 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Fleiri ný mál koma nú inn á borð Heimilisfriðar, meðferðarúrræðis fyrir gerendur heimilisofbeldis. Þá leitar fólk, sem áður hefur verið í meðferð, sér aðstoðar í auknum mæli – hrætt við að misstíga sig. Heimilisfriður er meðferðarúrrði fyrir gerendur heimilisofbeldis. Í meðferðinni er miðað við að gerendur viðurkenni ábyrgð á hegðun sinni og vinni að breytingum. Á tímum kórónuveirufaraldursins hafa sálfræðingar hjá Heimilisfriði fundið fyrir auknum þunga. „Bæði hjá þeim sem hafa verið hjá okkur og þeim sem eru í meðferð, hafa verið um skemmri eða lengri tíma. Maður finnur að það er að þyngjast róðurinn, það er erfiðari undiraldan og það er aukning á nýjum málum,“ segir Andrés Proppé Ragnarsson, sálfræðingur hjá Heimilisfriði. Ákveðið hefur verið að auka þjónustu um páskana til að bregðast við. Opið verður fyrir síma á dagvinnutíma um pásakana. Andrés segir að nú sé mikið um að fólk, sem áður hefur leitað sér aðstoðar vegna ofbeldishegðunar, hafi samband. „Það er að hringja, passa sig meira, koma oftar, vilja koma oftar og hraðar. Þau hafa áhyggjur af því að nú þegar spennan er meiri, yfirvofandi óvissa, þá er hættara við að þeir gera eitthvað sem þau verða mjög ósátt við,“ segir Andrés. Þá sé alveg ljóst að aukning hafi orðið á heimilisofbeldismálum á síðustu vikum. Það sjáist á fjölda nýrra skjólstæðinga. „Auðvitað er ég áhyggjufullur. Það eru auðvitað merki sem við erum að sjá sem eru ekki góð,“ segir Andrés og bætir við að áfengisnotkun sé áhyggjuefni. „Við vitum það að þegar svona er þá er alltaf hætta, fólk er meira heima að líta á þetta sem einhvern allsherjar frítíma þar sem við erum að nota áfengi mikið meira en áður og því fylgja bara ákveðnar áhættur, sérstaklega í kring um ofbeldishegðun,“ segir Andrés.
Fjölskyldumál Félagsmál Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Nokkrar konur sem beittar eru heimilisofbeldi telja sig fastar á heimilinu með börnin Nokkur dæmi eru um að konur, sem orðið hafa fyrir heimilisofbeldi og leitað til Bjarkarhlíðar, telji sig fastar á heimilinu ásamt börnum sínum vegna covid-faraldursins. Þeim þyki ekki eiga við sig að fara í Kvennaathvarfið. 7. apríl 2020 19:00 Lamdi konuna sína úti á götu Íbúar í lítilli götu í Vesturbænum í Reykjavík urðu vitni að því um kvöldmatarleytið í gær þegar ung kona kom hlaupandi undan manni sínum, óttaslegin og grátandi. 7. apríl 2020 11:30 Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. 6. apríl 2020 19:29 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Nokkrar konur sem beittar eru heimilisofbeldi telja sig fastar á heimilinu með börnin Nokkur dæmi eru um að konur, sem orðið hafa fyrir heimilisofbeldi og leitað til Bjarkarhlíðar, telji sig fastar á heimilinu ásamt börnum sínum vegna covid-faraldursins. Þeim þyki ekki eiga við sig að fara í Kvennaathvarfið. 7. apríl 2020 19:00
Lamdi konuna sína úti á götu Íbúar í lítilli götu í Vesturbænum í Reykjavík urðu vitni að því um kvöldmatarleytið í gær þegar ung kona kom hlaupandi undan manni sínum, óttaslegin og grátandi. 7. apríl 2020 11:30
Tvö andlát rannsökuð sem sakamál: Aukin hætta á heimilisofbeldi á tímum COVID-19 Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna láts konu um sextugt í heimahúsi í Hafnarfirði í nótt. Þriðji karlmaðurinn er í gæsluvarðhaldi í tengslum við lát konu í Sandgerði fyrir rúmri viku. 6. apríl 2020 19:29