Fékk fyrirspurnir frá Danmörku og Íslandi en verður áfram hjá dönsku meisturunum Anton Ingi Leifsson skrifar 9. apríl 2020 10:00 Arnór Atlason reif upp Skype og ræddi við strákana í Sportinu í dag. Arnóri Atlasyni líður vel sem aðstoðarþjálfari Álaborgar í Danmörku og hugsar sér ekki til hreyfings. Hann fékk þó fyrirspurnir frá öðrum félögum í Danmörku sem og frá Íslandi. Álaborg varð krýndur danskur deildarmeistari á dögunum eftir að tímabilið var blásið af en liðið vann tvöfalt á síðasta ári. Gamla miðjumanninum líður vel hjá félaginu og kann vel við sig í þessu hlutverki. „Mér líkar þetta ótrúlega vel. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt og er í rosa góðu sambandi við aðalþjálfarann. Við vinnum ótrúlega vel saman og mér finnst þetta þrælskemmtilegt og ætla að sjá hvert þetta leiðir,“ sagði Arnór en hann hefur verið eftirsóttur. „Það hafa komið fyrirspurnir hér í Danmörku og á Íslandi. Ég hugleiddi það mjög vel en var líka sannfærður um að mér líður mjög vel í mínu starfi hérna í Álaborg. Ég fæ mínum störfum fullnægt; fæ að taka mikið þátt í þessu og mjög ánægður með mitt starf þannig séð. Það eru ótrúlega spennandi tímar, til að mynda í Meistaradeildinni, og verðum aftur í henni á næsta ári. Þetta er flottur klúbbur og mér líður ótrúlega vel.“ Hann segir að hann verði hjá Álaborg í það minnsta eitt tímabil í viðbót. „Ég verð hérna út næsta tímabil. Ég er með samning eitt ár í viðbót og maður skoðar það sem kemur á þeim tímapunkti og tekur ákvörðun út frá því.“ Hann segir ekki útilokað að fjölskyldan flytjist búferlum heim til Íslands þegar fram líða stundir. „Ég veit það ekki. Það getur vel verið. Við eigum þrjú börn og auðvitað langar mann að gefa þeim tækifæri að alast upp á Íslandi og það var planið að koma heim en elsti strákurinn er kominn í áttunda bekk og við erum ekki enn kominn. Við ætlum ekki að ákveða eitt né neitt og það kemur bara í ljós.“ Klippa: Sportið í dag - Arnór verður áfam í Danmörku Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Danski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Arnóri Atlasyni líður vel sem aðstoðarþjálfari Álaborgar í Danmörku og hugsar sér ekki til hreyfings. Hann fékk þó fyrirspurnir frá öðrum félögum í Danmörku sem og frá Íslandi. Álaborg varð krýndur danskur deildarmeistari á dögunum eftir að tímabilið var blásið af en liðið vann tvöfalt á síðasta ári. Gamla miðjumanninum líður vel hjá félaginu og kann vel við sig í þessu hlutverki. „Mér líkar þetta ótrúlega vel. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt og er í rosa góðu sambandi við aðalþjálfarann. Við vinnum ótrúlega vel saman og mér finnst þetta þrælskemmtilegt og ætla að sjá hvert þetta leiðir,“ sagði Arnór en hann hefur verið eftirsóttur. „Það hafa komið fyrirspurnir hér í Danmörku og á Íslandi. Ég hugleiddi það mjög vel en var líka sannfærður um að mér líður mjög vel í mínu starfi hérna í Álaborg. Ég fæ mínum störfum fullnægt; fæ að taka mikið þátt í þessu og mjög ánægður með mitt starf þannig séð. Það eru ótrúlega spennandi tímar, til að mynda í Meistaradeildinni, og verðum aftur í henni á næsta ári. Þetta er flottur klúbbur og mér líður ótrúlega vel.“ Hann segir að hann verði hjá Álaborg í það minnsta eitt tímabil í viðbót. „Ég verð hérna út næsta tímabil. Ég er með samning eitt ár í viðbót og maður skoðar það sem kemur á þeim tímapunkti og tekur ákvörðun út frá því.“ Hann segir ekki útilokað að fjölskyldan flytjist búferlum heim til Íslands þegar fram líða stundir. „Ég veit það ekki. Það getur vel verið. Við eigum þrjú börn og auðvitað langar mann að gefa þeim tækifæri að alast upp á Íslandi og það var planið að koma heim en elsti strákurinn er kominn í áttunda bekk og við erum ekki enn kominn. Við ætlum ekki að ákveða eitt né neitt og það kemur bara í ljós.“ Klippa: Sportið í dag - Arnór verður áfam í Danmörku Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Danski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita