Fékk fyrirspurnir frá Danmörku og Íslandi en verður áfram hjá dönsku meisturunum Anton Ingi Leifsson skrifar 9. apríl 2020 10:00 Arnór Atlason reif upp Skype og ræddi við strákana í Sportinu í dag. Arnóri Atlasyni líður vel sem aðstoðarþjálfari Álaborgar í Danmörku og hugsar sér ekki til hreyfings. Hann fékk þó fyrirspurnir frá öðrum félögum í Danmörku sem og frá Íslandi. Álaborg varð krýndur danskur deildarmeistari á dögunum eftir að tímabilið var blásið af en liðið vann tvöfalt á síðasta ári. Gamla miðjumanninum líður vel hjá félaginu og kann vel við sig í þessu hlutverki. „Mér líkar þetta ótrúlega vel. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt og er í rosa góðu sambandi við aðalþjálfarann. Við vinnum ótrúlega vel saman og mér finnst þetta þrælskemmtilegt og ætla að sjá hvert þetta leiðir,“ sagði Arnór en hann hefur verið eftirsóttur. „Það hafa komið fyrirspurnir hér í Danmörku og á Íslandi. Ég hugleiddi það mjög vel en var líka sannfærður um að mér líður mjög vel í mínu starfi hérna í Álaborg. Ég fæ mínum störfum fullnægt; fæ að taka mikið þátt í þessu og mjög ánægður með mitt starf þannig séð. Það eru ótrúlega spennandi tímar, til að mynda í Meistaradeildinni, og verðum aftur í henni á næsta ári. Þetta er flottur klúbbur og mér líður ótrúlega vel.“ Hann segir að hann verði hjá Álaborg í það minnsta eitt tímabil í viðbót. „Ég verð hérna út næsta tímabil. Ég er með samning eitt ár í viðbót og maður skoðar það sem kemur á þeim tímapunkti og tekur ákvörðun út frá því.“ Hann segir ekki útilokað að fjölskyldan flytjist búferlum heim til Íslands þegar fram líða stundir. „Ég veit það ekki. Það getur vel verið. Við eigum þrjú börn og auðvitað langar mann að gefa þeim tækifæri að alast upp á Íslandi og það var planið að koma heim en elsti strákurinn er kominn í áttunda bekk og við erum ekki enn kominn. Við ætlum ekki að ákveða eitt né neitt og það kemur bara í ljós.“ Klippa: Sportið í dag - Arnór verður áfam í Danmörku Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Danski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
Arnóri Atlasyni líður vel sem aðstoðarþjálfari Álaborgar í Danmörku og hugsar sér ekki til hreyfings. Hann fékk þó fyrirspurnir frá öðrum félögum í Danmörku sem og frá Íslandi. Álaborg varð krýndur danskur deildarmeistari á dögunum eftir að tímabilið var blásið af en liðið vann tvöfalt á síðasta ári. Gamla miðjumanninum líður vel hjá félaginu og kann vel við sig í þessu hlutverki. „Mér líkar þetta ótrúlega vel. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt og er í rosa góðu sambandi við aðalþjálfarann. Við vinnum ótrúlega vel saman og mér finnst þetta þrælskemmtilegt og ætla að sjá hvert þetta leiðir,“ sagði Arnór en hann hefur verið eftirsóttur. „Það hafa komið fyrirspurnir hér í Danmörku og á Íslandi. Ég hugleiddi það mjög vel en var líka sannfærður um að mér líður mjög vel í mínu starfi hérna í Álaborg. Ég fæ mínum störfum fullnægt; fæ að taka mikið þátt í þessu og mjög ánægður með mitt starf þannig séð. Það eru ótrúlega spennandi tímar, til að mynda í Meistaradeildinni, og verðum aftur í henni á næsta ári. Þetta er flottur klúbbur og mér líður ótrúlega vel.“ Hann segir að hann verði hjá Álaborg í það minnsta eitt tímabil í viðbót. „Ég verð hérna út næsta tímabil. Ég er með samning eitt ár í viðbót og maður skoðar það sem kemur á þeim tímapunkti og tekur ákvörðun út frá því.“ Hann segir ekki útilokað að fjölskyldan flytjist búferlum heim til Íslands þegar fram líða stundir. „Ég veit það ekki. Það getur vel verið. Við eigum þrjú börn og auðvitað langar mann að gefa þeim tækifæri að alast upp á Íslandi og það var planið að koma heim en elsti strákurinn er kominn í áttunda bekk og við erum ekki enn kominn. Við ætlum ekki að ákveða eitt né neitt og það kemur bara í ljós.“ Klippa: Sportið í dag - Arnór verður áfam í Danmörku Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Danski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira