Áfengi - ekki við hæfi barna Páll Jakob Líndal skrifar 9. apríl 2020 19:54 Fyrir barn í leik er sárt að horfa á að leikföngunum sé sparkað út um öll gólf, að sjá þau svífa fram af svölunum niður á steinsteypta stétt og mölbrotna, að þurfa að týna brotin og smáhlutina úr blómabeðum. Sjá kertastjaka, lampa, stóla, blómapotta í þúsund molum á gangstéttinni upp að húsinu í bland við sængur, púða, teppi og púða, þegar snúið er aftur úr heimsókn hjá vini. Búa við stanslausan ótta um að heimilislífið geti í einu vetfangi leyst upp í hringleikahús brjálæðis þar sem fólkið sem stendur manni næst, hnakkrífst og jafnvel kemur til handalögmála. Hurðarskellir, svívirðingar, hótanir, í bland við óskir um eilífa vist í helvíti. Horfa upp á þann sem á að vera stoð og stytta, fyrirmynd, kennari og leiðbeinandi, rænulítinn og út úr heiminum. Verða vitni af botnlausri eftirsjá, hlusta á loforð um bót og betrun, hlusta á aðra trúa á bót og betrun, trúa því sjálfur að þetta muni lagast ... vitandi að eftir 1, 2 eða 3 daga mun sama stjórnleysið taka við aftur, sama hringekjan. Myndirnar hrúgast inn þegar ég hugsa til æskuára minna ... fullkominn vanmáttur og stjórnlaus kvíði. Gjörsamlega óþolandi og yfirþyrmandi ástand. Allt heimilið leið fyrir áfengisneyslu eins fjölskyldumeðlims. Allir voru markaðir fyrir lífstíð. Og nú er dómsmálaráðherra að vinna hörðum höndum að því að auka aðgengi að áfengi. Að þessu sinni er það á forsendum atvinnufrelsis, á forsendum samkeppni ... og hvað fleira var búið að tína til? Við lifum nú á tímum Covid-19. Það eru settar hömlur á okkur. Frelsi okkar er skert. Af hverju? Jú, til að vernda okkur frá smiti en EKKI SÍÐUR til að VERNDA AÐRA frá því að við smitum þá. Það sama gildir um löggjöf varðandi áfengi. Henni er ætlað að vernda neytendur EN EKKI SÍÐUR að vernda þá sem liðið geta fyrir áfengisneyslu annarra, s.s. börn. Að þetta dæmalausa mál skuli enn einu sinni vera uppi á borðum er bara sorglegt. Þeir sem vinna að lýðheilsumálum og velferð barna mótmæla einum rómi. Ég mótmæli af öllu hjarta. Höfundur er doktor í umhverfissálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Fyrir barn í leik er sárt að horfa á að leikföngunum sé sparkað út um öll gólf, að sjá þau svífa fram af svölunum niður á steinsteypta stétt og mölbrotna, að þurfa að týna brotin og smáhlutina úr blómabeðum. Sjá kertastjaka, lampa, stóla, blómapotta í þúsund molum á gangstéttinni upp að húsinu í bland við sængur, púða, teppi og púða, þegar snúið er aftur úr heimsókn hjá vini. Búa við stanslausan ótta um að heimilislífið geti í einu vetfangi leyst upp í hringleikahús brjálæðis þar sem fólkið sem stendur manni næst, hnakkrífst og jafnvel kemur til handalögmála. Hurðarskellir, svívirðingar, hótanir, í bland við óskir um eilífa vist í helvíti. Horfa upp á þann sem á að vera stoð og stytta, fyrirmynd, kennari og leiðbeinandi, rænulítinn og út úr heiminum. Verða vitni af botnlausri eftirsjá, hlusta á loforð um bót og betrun, hlusta á aðra trúa á bót og betrun, trúa því sjálfur að þetta muni lagast ... vitandi að eftir 1, 2 eða 3 daga mun sama stjórnleysið taka við aftur, sama hringekjan. Myndirnar hrúgast inn þegar ég hugsa til æskuára minna ... fullkominn vanmáttur og stjórnlaus kvíði. Gjörsamlega óþolandi og yfirþyrmandi ástand. Allt heimilið leið fyrir áfengisneyslu eins fjölskyldumeðlims. Allir voru markaðir fyrir lífstíð. Og nú er dómsmálaráðherra að vinna hörðum höndum að því að auka aðgengi að áfengi. Að þessu sinni er það á forsendum atvinnufrelsis, á forsendum samkeppni ... og hvað fleira var búið að tína til? Við lifum nú á tímum Covid-19. Það eru settar hömlur á okkur. Frelsi okkar er skert. Af hverju? Jú, til að vernda okkur frá smiti en EKKI SÍÐUR til að VERNDA AÐRA frá því að við smitum þá. Það sama gildir um löggjöf varðandi áfengi. Henni er ætlað að vernda neytendur EN EKKI SÍÐUR að vernda þá sem liðið geta fyrir áfengisneyslu annarra, s.s. börn. Að þetta dæmalausa mál skuli enn einu sinni vera uppi á borðum er bara sorglegt. Þeir sem vinna að lýðheilsumálum og velferð barna mótmæla einum rómi. Ég mótmæli af öllu hjarta. Höfundur er doktor í umhverfissálfræði.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun