Guðni sendir utanríkisþjónustunni afmæliskveðju Sylvía Hall skrifar 10. apríl 2020 18:53 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. vísir/vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra kveðju í tilefni áttatíu ára afmælis utanríkisþjónustunnar á Íslandi. Þar þakkar hann starfsliði þjónustunnar fyrir farsæl störf. Í kveðjunni fer Guðni yfir upphaf og þróun utanríkisþjónustunnar. Það hafi verið hart í heimi fyrir áttatíu árum síðan þegar styrjöld geisaði í Evrópu og Danmörk var hernumin og því hafi Íslendingar þurft að taka utanríkismálin í eigin hendur. „Æ síðan hafa fulltrúar hennar, ráðherrar, sendiherrar og annað starfsfólk, sinnt þörfum Íslands á alþjóðavettvangi. Og þar hafa viðfangsefnin verið fjölþætt og af ólíkum toga. Má þar nefna viðskipti og varnir landsins, landhelgismál og þróunarsamvinnu. Eins mikilvæg hefur hún ætíð verið, þjónusta við Íslendinga utan landsteinanna, ekki síst þegar fólk hefur ratað í vandræði og þarf aðstoð við lausn sinna mála.“ Guðni segir að þó blikur séu einnig á lofti nú sé vandinn ekki jafn ærinn og þá. Samkennd og samstaða þjóðarinnar muni reynast vel í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn og það hafi verið aðdáunarvert að fylgjast með borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. „Starfslið hér heima og ytra hefur bjargað mörgum landanum úr bráðum vandræðum eins og ótal dæmi sanna. Órækara dæmi um gildi utanríkisþjónustunnar er vandfundið,“ skrifar Guðni. Utanríkisþjónustan hefur vaxið í tímans rás að sögn Guðna, með tilkomu fleiri verkefna og breytinga á verksviði hennar. Hann segir undirstöðu þjónustunnar þó vera sömu og áður, að gæta hags lands og þjóðar. „Ég ítreka heillaóskir mínar og þakkir, og óska öllum starfsmönnum utanríkisþjónustunnar og fjölskyldum þeirra alls velfarnaðar.“ Utanríkismál Forseti Íslands Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Fleiri fréttir Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra kveðju í tilefni áttatíu ára afmælis utanríkisþjónustunnar á Íslandi. Þar þakkar hann starfsliði þjónustunnar fyrir farsæl störf. Í kveðjunni fer Guðni yfir upphaf og þróun utanríkisþjónustunnar. Það hafi verið hart í heimi fyrir áttatíu árum síðan þegar styrjöld geisaði í Evrópu og Danmörk var hernumin og því hafi Íslendingar þurft að taka utanríkismálin í eigin hendur. „Æ síðan hafa fulltrúar hennar, ráðherrar, sendiherrar og annað starfsfólk, sinnt þörfum Íslands á alþjóðavettvangi. Og þar hafa viðfangsefnin verið fjölþætt og af ólíkum toga. Má þar nefna viðskipti og varnir landsins, landhelgismál og þróunarsamvinnu. Eins mikilvæg hefur hún ætíð verið, þjónusta við Íslendinga utan landsteinanna, ekki síst þegar fólk hefur ratað í vandræði og þarf aðstoð við lausn sinna mála.“ Guðni segir að þó blikur séu einnig á lofti nú sé vandinn ekki jafn ærinn og þá. Samkennd og samstaða þjóðarinnar muni reynast vel í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn og það hafi verið aðdáunarvert að fylgjast með borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. „Starfslið hér heima og ytra hefur bjargað mörgum landanum úr bráðum vandræðum eins og ótal dæmi sanna. Órækara dæmi um gildi utanríkisþjónustunnar er vandfundið,“ skrifar Guðni. Utanríkisþjónustan hefur vaxið í tímans rás að sögn Guðna, með tilkomu fleiri verkefna og breytinga á verksviði hennar. Hann segir undirstöðu þjónustunnar þó vera sömu og áður, að gæta hags lands og þjóðar. „Ég ítreka heillaóskir mínar og þakkir, og óska öllum starfsmönnum utanríkisþjónustunnar og fjölskyldum þeirra alls velfarnaðar.“
Utanríkismál Forseti Íslands Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Fleiri fréttir Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Sjá meira