Vilja prófa fitusýrublöndu Kerecis á Landspítalanum sem hefur gefið góða raun gegn Covid-19 á Ítalíu Birgir Olgeirsson skrifar 10. apríl 2020 19:05 Íslenska fyrirtækið Kerecis ætlar að prófa veirudrepandi lækningavöru á Covid-sjúklingum Landspítalans. Lyfið hefur verið prófað með góðum árangri á sjötíu sjúklingum á Ítalíu. Um er að ræða lækningavöru sem Kerecis þróaði fyrir mörgum árum til að meðhöndla sár. Um er að ræða fitusýrublöndu úr plöntum sem hefur líka veiru- og bakteríudrepandi eiginleika. Búið er að útbúa vöruna þannig að hægt er að sprauta henni í munn og nef. Sú útgáfa er þó ekki komin í sölu hér á landi. Munn- og nefúðinn hefur verið prófaður á yfir sjötíu Covid-sjúklingum á Ítalíu. „Sumir þeirra voru búnir að vera með Covid í töluverðan tíma og þetta sló á einkenni hjá þeim,“ segir Guðmundur. „Þetta eru ekki slembi prófanir eins og við ætlum að gera á Landspítalanum. Þetta er læknir á Ítalíu sem hefur verið að nota sáraspreyið okkar í nokkur ár. Hann hefur verið að nota þetta á sína Covid-sjúklinga. Svo hefur þetta dreifst út á spítalanum þar sem þessi læknir hefur verið að vinna og hefur reynst mjög vel. Nú erum við að taka þetta í formfasta rannsókn í samvinnu við Landspítalann þar sem við fáum á hreint hvort þetta virkar eða ekki,“ segir Guðmundur. Guðmundur Fertram Sigurjónsson sprautar fitusýrublöndunni upp í sig. Í rannsókninni sem á að gera á Landspítalanum er ætlunin að skipta sjúklingum upp í tvo hópa. „Þá verður ljóst hvort batinn verður út af sáraspreyi-inu eða ekki,“ segir Guðmundur. Á að leysa veiruna upp Kórónuveiran smitast með snerti- og dropasmiti. Ef hún kemst í slímhúð í munninum og koki getur hún myndað sýkingu sem veldur veikindum. Með olíublöndu Kerecis er ætlunin að stöðva það ferli. „Ef maður getur losað við veiruna meðan hún er ennþá í munnholinu þá veikist maður ekki mikið. Stundum þá formgerist hún og færist niður í lungun og þá verður fólk mikið veikt. Við erum að vinna í því að stöðva þetta ferli. ,“ segir Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis. Hugmyndin er sú að ef fitusýrunum frá Kerecis er spreyjað í munn og nef þá leysi þær upp fitulagið sem hylur kórónuveiruna. „Þegar veiru- eða bakteríuhlaðnir dropar lenda í þessu fituvarnarlagi þá afmyndast veiran og eyðileggst. Þetta er blanda af mismunandi fitusýrum sem eru mislangar og misskautaðar. Virknin er margþætt. Ein virknin er skaut á fitusýrusameindunum, plús hlaðnar og mínus hlaðnar, og þær setjast á vírusana og leysa upp fitulagið sem hylur vírusana. Það er grunn virknin. Svo eru aðrar fitusýrur í þessari olíublöndu sem hafa annarskonar virkni. “ Hefur fækkað veirum og bakteríum Þegar kórónufaraldurinn blossaði upp fræddu læknar almenning um að sápa væri betri vörn gegn veirunni en spritt. Var útskýrt að veikasti hlekkur kórónuveirunnar væri fituhimna hennar. Sögðu læknar sápuna leysa upp fituhimnu veirunnar og gera hana þannig óvirka. Guðmundur segir svipaða hugmyndafræði að baki varðandi olíublönduna frá Kerecis. „Já, svona að ákveðnu leyti. Það er hins vegar mjög óþægilegt að vera með sápu upp í sér. En þetta tollir upp í þér og loðir við slímhúðina og veitir þér vörn í nokkurn tíma,“ segir Guðmundur „Tilraunir sem við höfum gert sýna að fram á að ef maður sprautar þessu lagi á bakteríur og veirur þá fækkar veirum og bakteríum. Við erum að gera okkur vonir um að vefur sem eru sýktur og er í snertingu við þetta fitusýrulag hjá okkur, að veirurnar muni deyja í því.“ Vonast til að byrja í næstu viku Beðið er samþykkis frá Vísindasiðanefnd á Íslandi til að hefja prófanir á Landspítalanum. „Vonandi hefst hún í næstu viku. Við verðum með rannsókn á Ítalíu, á Landspítalanum og í Bandaríkjunum. Vonandi náum við að prófa um 500 sjúklinga, þar af 50 til 100 á Landspítalanum.“ Hann segir gott að eiga samstarf við Landspítalann og Vísindasiðanefnd. „Við búum að mjög góðu kerfi á Íslandi til að framkvæma svona rannsóknir. Þess vegna byrjum við á Íslandi. Kerfið í Bandaríkjunum og á Ítalíu er mikið seinvirkara. Það er gott fyrir Kerecis að geta gert svona rannsóknir á Íslandi enda höfum við stundað rannsóknir með Landspítalanum síðan 2014.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Íslenska fyrirtækið Kerecis ætlar að prófa veirudrepandi lækningavöru á Covid-sjúklingum Landspítalans. Lyfið hefur verið prófað með góðum árangri á sjötíu sjúklingum á Ítalíu. Um er að ræða lækningavöru sem Kerecis þróaði fyrir mörgum árum til að meðhöndla sár. Um er að ræða fitusýrublöndu úr plöntum sem hefur líka veiru- og bakteríudrepandi eiginleika. Búið er að útbúa vöruna þannig að hægt er að sprauta henni í munn og nef. Sú útgáfa er þó ekki komin í sölu hér á landi. Munn- og nefúðinn hefur verið prófaður á yfir sjötíu Covid-sjúklingum á Ítalíu. „Sumir þeirra voru búnir að vera með Covid í töluverðan tíma og þetta sló á einkenni hjá þeim,“ segir Guðmundur. „Þetta eru ekki slembi prófanir eins og við ætlum að gera á Landspítalanum. Þetta er læknir á Ítalíu sem hefur verið að nota sáraspreyið okkar í nokkur ár. Hann hefur verið að nota þetta á sína Covid-sjúklinga. Svo hefur þetta dreifst út á spítalanum þar sem þessi læknir hefur verið að vinna og hefur reynst mjög vel. Nú erum við að taka þetta í formfasta rannsókn í samvinnu við Landspítalann þar sem við fáum á hreint hvort þetta virkar eða ekki,“ segir Guðmundur. Guðmundur Fertram Sigurjónsson sprautar fitusýrublöndunni upp í sig. Í rannsókninni sem á að gera á Landspítalanum er ætlunin að skipta sjúklingum upp í tvo hópa. „Þá verður ljóst hvort batinn verður út af sáraspreyi-inu eða ekki,“ segir Guðmundur. Á að leysa veiruna upp Kórónuveiran smitast með snerti- og dropasmiti. Ef hún kemst í slímhúð í munninum og koki getur hún myndað sýkingu sem veldur veikindum. Með olíublöndu Kerecis er ætlunin að stöðva það ferli. „Ef maður getur losað við veiruna meðan hún er ennþá í munnholinu þá veikist maður ekki mikið. Stundum þá formgerist hún og færist niður í lungun og þá verður fólk mikið veikt. Við erum að vinna í því að stöðva þetta ferli. ,“ segir Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis. Hugmyndin er sú að ef fitusýrunum frá Kerecis er spreyjað í munn og nef þá leysi þær upp fitulagið sem hylur kórónuveiruna. „Þegar veiru- eða bakteríuhlaðnir dropar lenda í þessu fituvarnarlagi þá afmyndast veiran og eyðileggst. Þetta er blanda af mismunandi fitusýrum sem eru mislangar og misskautaðar. Virknin er margþætt. Ein virknin er skaut á fitusýrusameindunum, plús hlaðnar og mínus hlaðnar, og þær setjast á vírusana og leysa upp fitulagið sem hylur vírusana. Það er grunn virknin. Svo eru aðrar fitusýrur í þessari olíublöndu sem hafa annarskonar virkni. “ Hefur fækkað veirum og bakteríum Þegar kórónufaraldurinn blossaði upp fræddu læknar almenning um að sápa væri betri vörn gegn veirunni en spritt. Var útskýrt að veikasti hlekkur kórónuveirunnar væri fituhimna hennar. Sögðu læknar sápuna leysa upp fituhimnu veirunnar og gera hana þannig óvirka. Guðmundur segir svipaða hugmyndafræði að baki varðandi olíublönduna frá Kerecis. „Já, svona að ákveðnu leyti. Það er hins vegar mjög óþægilegt að vera með sápu upp í sér. En þetta tollir upp í þér og loðir við slímhúðina og veitir þér vörn í nokkurn tíma,“ segir Guðmundur „Tilraunir sem við höfum gert sýna að fram á að ef maður sprautar þessu lagi á bakteríur og veirur þá fækkar veirum og bakteríum. Við erum að gera okkur vonir um að vefur sem eru sýktur og er í snertingu við þetta fitusýrulag hjá okkur, að veirurnar muni deyja í því.“ Vonast til að byrja í næstu viku Beðið er samþykkis frá Vísindasiðanefnd á Íslandi til að hefja prófanir á Landspítalanum. „Vonandi hefst hún í næstu viku. Við verðum með rannsókn á Ítalíu, á Landspítalanum og í Bandaríkjunum. Vonandi náum við að prófa um 500 sjúklinga, þar af 50 til 100 á Landspítalanum.“ Hann segir gott að eiga samstarf við Landspítalann og Vísindasiðanefnd. „Við búum að mjög góðu kerfi á Íslandi til að framkvæma svona rannsóknir. Þess vegna byrjum við á Íslandi. Kerfið í Bandaríkjunum og á Ítalíu er mikið seinvirkara. Það er gott fyrir Kerecis að geta gert svona rannsóknir á Íslandi enda höfum við stundað rannsóknir með Landspítalanum síðan 2014.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira