Sannfærður um að Austurríkisfararnir hafi smitast fyrir flugferðina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. mars 2020 17:14 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er sannfærður um að fólkið hefur smitast fyrir flugferðina heim til Íslands. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir alveg víst að Íslendingarnir sem smitaðir eru af kórónuveirunni eftir dvöl í Ischgl í Tyrol í Austurríki hafi smitast áður en það steig upp í flugvélina á leiðinni heim. Þetta kom fram á blaðamannafundi almannavarna, sóttvarnalæknis og Landlæknis í dag. Þórólfur var spurður að því hvers vegna Ísland virðist vera eina þjóðin sem sé að skilgreina skíðasvæðið Ischgl sem áhættusvæði. „Við teljum að það sé mjög nauðsynlegt að taka á þessum málum eins hart og mögulegt er strax í byrjun. Ég er í reglulegu sambandi við félaga mína og kollega á hinum Norðurlöndunum og líka í Evrópu. Mér sýnist þau vera einu til tveimur skrefum á eftir okkur,“ segir Þórólfur. Yfir fjórar milljónir króna tapaðar „Þau eru enn þá að skilgreina nokkur svæði á Norður-Ítalíu sem áhættusvæði meðan það er greinilegt að smit er miklu víðar. Ég tel að við séum hreinlega á undan. Það má vel vera vegna þess að boðleiðirnar og það að lýsa yfir hættusvæðum á hinum Norðurlöndunum er erfiðara í framkvæmd en hér.“ Baldur Oddur Baldursson, sem er hluti af 22 manna hópi sem átti bókaða ferð til Ischl, segir ferðinni hafa verið aflýst. Um sé að ræða glataðan pening upp á fimmtu milljón króna. Fólkið sé svekkt en hann hafi ákveðið að kanna stöðuna nánar. „Ég ákvað í morgun að reyna að kynna mér þetta aðeins betur, þar sem mér þótti einkennilegt að þessi litli bær í Tyrol héraði væri sá eini í Austurríki með þessa skilgreiningu. Ég hafði því samband við heilbrigðisstofnun Austurríkis. Sá sem ég talaði við þar kom af fjöllum og tjáði mér að ekkert tilfelli vírussins hefði komið upp í Ischgl og það væri alls ekki skilgreint sem áhættusvæði af nokkurri þjóð, nema þá Íslandi, sem þau voru ekki meðvituð um þegar að ég hringdi,“ segir Baldur Oddur. Í framhaldinu hafi hann farið inn á heimasíðu Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, og skoðaði tölfræði um smit á COVID-19 í heiminu. Þar hafi hann séð á þriðja tug smita tilkynnt í Austurríki og þar af tvö í Tyrol. og samkvæmt heilbrigðisstofnun Austurríkis hafi þau tvö tilfelli komið upp í Innsbruck. Þegar þessu símtali var lokið hafði hann samband við tryggingafélagið sem undirritar tryggingar á Mastercard Premium kreditkorti mínu og státar sig af afburða ferðatryggingum. Ekkert tryggt hjá VÍS „Árgjaldið er að ég held kr. 41.500. Þetta háa árgjald er réttlætt meðal annars með kostnaði við þessar afburða tryggingar. Starfsmaður VÍS tjáði mér að þetta félli ekki undir forfallatrygginguna þar sem það væri mitt val hvort ég færi eða ekki, mér væri í sjálfsvald sett að vera í tveggja vikna einangrun þegar ég kæmi heim frá Ischgl.“ Svo hringdi hann í hótelið ytra. Þar kom starfsmaður af fjöllum varðandi smithættu og fékk í framhaldinu tölvupóst. Þar kom fram að fjórtán Íslendingar sem hefðu verið á hótelinu væru nú komnir til síns heima. Þau hefðu greinst á Íslandi. Fólkið hefði að öllum líkindum smitast í flugvélinni á leiðinni heim. Þetta var borið undir Þórólf í dag. „Það er mjög ólíklegt. Við erum í sambandi við yfirvöld bæði í Austurríki og á Ítalíu um þetta smit. Vandinn er sá að það er kannski erfitt að segja nákvæmlega til um það hvar smitið varð. Það er alveg ljóst í mínum huga að það hefur verið áður fólkið fór í þetta flug. Þau greindust það snemma eftir að þau voru í fluginu, og öll á sama tíma, þannig að það er mjög ólíklegt.“ Blaðamannafundinn í heild má sjá hér að neðan. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir alveg víst að Íslendingarnir sem smitaðir eru af kórónuveirunni eftir dvöl í Ischgl í Tyrol í Austurríki hafi smitast áður en það steig upp í flugvélina á leiðinni heim. Þetta kom fram á blaðamannafundi almannavarna, sóttvarnalæknis og Landlæknis í dag. Þórólfur var spurður að því hvers vegna Ísland virðist vera eina þjóðin sem sé að skilgreina skíðasvæðið Ischgl sem áhættusvæði. „Við teljum að það sé mjög nauðsynlegt að taka á þessum málum eins hart og mögulegt er strax í byrjun. Ég er í reglulegu sambandi við félaga mína og kollega á hinum Norðurlöndunum og líka í Evrópu. Mér sýnist þau vera einu til tveimur skrefum á eftir okkur,“ segir Þórólfur. Yfir fjórar milljónir króna tapaðar „Þau eru enn þá að skilgreina nokkur svæði á Norður-Ítalíu sem áhættusvæði meðan það er greinilegt að smit er miklu víðar. Ég tel að við séum hreinlega á undan. Það má vel vera vegna þess að boðleiðirnar og það að lýsa yfir hættusvæðum á hinum Norðurlöndunum er erfiðara í framkvæmd en hér.“ Baldur Oddur Baldursson, sem er hluti af 22 manna hópi sem átti bókaða ferð til Ischl, segir ferðinni hafa verið aflýst. Um sé að ræða glataðan pening upp á fimmtu milljón króna. Fólkið sé svekkt en hann hafi ákveðið að kanna stöðuna nánar. „Ég ákvað í morgun að reyna að kynna mér þetta aðeins betur, þar sem mér þótti einkennilegt að þessi litli bær í Tyrol héraði væri sá eini í Austurríki með þessa skilgreiningu. Ég hafði því samband við heilbrigðisstofnun Austurríkis. Sá sem ég talaði við þar kom af fjöllum og tjáði mér að ekkert tilfelli vírussins hefði komið upp í Ischgl og það væri alls ekki skilgreint sem áhættusvæði af nokkurri þjóð, nema þá Íslandi, sem þau voru ekki meðvituð um þegar að ég hringdi,“ segir Baldur Oddur. Í framhaldinu hafi hann farið inn á heimasíðu Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, og skoðaði tölfræði um smit á COVID-19 í heiminu. Þar hafi hann séð á þriðja tug smita tilkynnt í Austurríki og þar af tvö í Tyrol. og samkvæmt heilbrigðisstofnun Austurríkis hafi þau tvö tilfelli komið upp í Innsbruck. Þegar þessu símtali var lokið hafði hann samband við tryggingafélagið sem undirritar tryggingar á Mastercard Premium kreditkorti mínu og státar sig af afburða ferðatryggingum. Ekkert tryggt hjá VÍS „Árgjaldið er að ég held kr. 41.500. Þetta háa árgjald er réttlætt meðal annars með kostnaði við þessar afburða tryggingar. Starfsmaður VÍS tjáði mér að þetta félli ekki undir forfallatrygginguna þar sem það væri mitt val hvort ég færi eða ekki, mér væri í sjálfsvald sett að vera í tveggja vikna einangrun þegar ég kæmi heim frá Ischgl.“ Svo hringdi hann í hótelið ytra. Þar kom starfsmaður af fjöllum varðandi smithættu og fékk í framhaldinu tölvupóst. Þar kom fram að fjórtán Íslendingar sem hefðu verið á hótelinu væru nú komnir til síns heima. Þau hefðu greinst á Íslandi. Fólkið hefði að öllum líkindum smitast í flugvélinni á leiðinni heim. Þetta var borið undir Þórólf í dag. „Það er mjög ólíklegt. Við erum í sambandi við yfirvöld bæði í Austurríki og á Ítalíu um þetta smit. Vandinn er sá að það er kannski erfitt að segja nákvæmlega til um það hvar smitið varð. Það er alveg ljóst í mínum huga að það hefur verið áður fólkið fór í þetta flug. Þau greindust það snemma eftir að þau voru í fluginu, og öll á sama tíma, þannig að það er mjög ólíklegt.“ Blaðamannafundinn í heild má sjá hér að neðan.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira