Kveðja á páskum 2020 Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 11. apríl 2020 17:17 Við upplifum nú páska sem munu lifa í minningum okkar sem einkennilegustu páskar sem við höfum lifað. Páskarnir þar sem yfirvöld biðluðu til okkar að halda okkur heima við, fara ekki í bústað, halda ekki boð fyrir fjölskyldu og vini. Þetta eru erfiðir tímar, það verður ekki annað sagt, erfiðir vegna þess að við óttumst mörg um heilsu okkar nánustu, erfiðir vegna þess að óvissan er þungbær um hvernig næstu vikur verða. Það er þó þannig að tíminn líður og við verðum að takast á við þau verkefni sem mæta okkur á hverjum degi, hversu erfið sem þau kunna að virðast, af æðruleysi og dugnaði. Tíminn líður og við þreifum okkur í gegnum stórhríðina af því við vitum að öll él birtir um síðir. Það er einfaldlega ekki í boði að bíða með hendur í skauti, heldur verðum við að sinna okkar störfum af krafti, hver sem þau eru, og búa í haginn fyrir framtíðina. Og þegar hríðinni slotar verður allt betra aftur og þau störf sem við höfum unnið verða okkur mikilvægur grunnur fyrir viðspyrnu. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með okkar sterka og færa heilbrigðisstarfsfólki sem hefur staðið vaktina í baráttunni við veiruna. Það sýnir okkur svo ekki verður um villst að heilbrigðiskerfið sem Íslendingar hafa byggt upp á síðustu áratugum er sterkt og byggir á framúrskarandi hæfni og menntun hjúkrunarfólksins okkar. Veturinn hefur verið okkur erfiður. Veður hafa verið válynd. Við höfum fundið fyrir smæð okkar andspænis náttúrunni. Og finnum enn frekar fyrir smæðinni þegar við stöndum frammi fyrir heimsfaraldri og afleiðingum hans, bæði heilsufarsvánni og efnahagslegum afleiðingum hennar um allan heim. En um leið og við finnum fyrir smæð okkar sem einstaklinga höfum við fundið fyrir styrk okkar sem samfélags. Það er enginn einn sem mun leiða okkur í gegnum þessa tímabundnu erfiðleika heldur munum við komast í gegnum þá saman sem samfélag. Það fyllir mig stolti að sjá hvernig fólk hefur almennt brugðist við erfiðum aðstæðum. Fólk hefur boðið sig fram í bakvarðasveitir heilbrigðiskerfisins og velferðarþjónustunnar. Við sjáum að umhyggja fólks fyrir sínum nánustu finnur sér nýjar leiðir með hjálp tækninnar. Við sjáum hversu mikilvæg menningin er fyrir samfélagið og hvað það sem gæti virst einfalt og smátt atriði eins og heimatónleikar Helga Björnssonar færir okkur mikla gleði og samkennd. Ég er stoltur af þeirri ríkisstjórn sem við í Framsókn erum hluti af. Sú pólitíska breidd sem stjórnin hefur er mikilvæg fyrir þjóðina á erfiðum tímum. Samanlagt endurspegla þeir flokkar sem sitja í stjórninni viðhorf mikils meirihluta Íslendinga. Það er mikilvægt að þær ólíku raddir sem flokkarnir þrír hafa heyrist þegar við mætum þeim verkefnum sem veiran hefur sett í hendur okkar. Þetta eru fordæmalausir tímar en kerfið sem við Íslendingar höfum byggt upp til að hlúa að þeim veikari í samfélaginu er sterkt. Heilbrigðiskerfið hlúir að þeim sjúku, velferðarkerfið grípur þá sem missa atvinnuna tímabundið og menntakerfið skapar þekkingu og tækifæri framtíðarinnar. Þessi kerfi eru sköpuð af þjóðinni fyrir þjóðina – alla þjóðina. Það er síðan stóra verkefnið okkar í forystu þjóðarinnar að koma með framtíðarsýn og lausnir sem gera okkur kleift að rísa hratt og örugglega upp sem samfélag. Það er engin einföld lausn. Ríkisstjórnin hefur það vandasama hlutverk að flétta saman ólíka þræði til að mynda eina sterka línu til að verja lífsgæði fjölskyldnanna í landinu til skemmri tíma og veita öfluga viðspyrnu fyrir frekari sókn og verðmætasköpun til lengri tíma. Sú sterka lína verður ekki kynnt á einum viðburði, einum blaðamannafundi, heldur verður fléttuð áfram eftir því sem tíminn líður og staðan skýrist. Samstaða og samvinna eru mikilvægir þættir til að bregðast við óvissu. Samstaða og samvinna eru mótefni við kvíða sem getur haft lamandi áhrif á okkur sem einstaklinga. Við vitum ekki gjörla hvað það tekur langan tíma að ráða niðurlögum veirunnar en við vitum að við erum á réttri leið í þeirri baráttu. Við vitum líka að þegar sést til sólar verðum við sem samfélag tilbúið til að halda áfram þeirri lífsgæðasókn sem er okkur eðlislæg. Við erum sterkt samfélag. Við höfum áður gengið í gegnum erfiðleika og sigrast á þeim. Og nú finnum við fyrir vorinu þegar við göngum út í bjartan daginn og heyrum fuglasönginn. Gleðilega páska. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Páskar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Við upplifum nú páska sem munu lifa í minningum okkar sem einkennilegustu páskar sem við höfum lifað. Páskarnir þar sem yfirvöld biðluðu til okkar að halda okkur heima við, fara ekki í bústað, halda ekki boð fyrir fjölskyldu og vini. Þetta eru erfiðir tímar, það verður ekki annað sagt, erfiðir vegna þess að við óttumst mörg um heilsu okkar nánustu, erfiðir vegna þess að óvissan er þungbær um hvernig næstu vikur verða. Það er þó þannig að tíminn líður og við verðum að takast á við þau verkefni sem mæta okkur á hverjum degi, hversu erfið sem þau kunna að virðast, af æðruleysi og dugnaði. Tíminn líður og við þreifum okkur í gegnum stórhríðina af því við vitum að öll él birtir um síðir. Það er einfaldlega ekki í boði að bíða með hendur í skauti, heldur verðum við að sinna okkar störfum af krafti, hver sem þau eru, og búa í haginn fyrir framtíðina. Og þegar hríðinni slotar verður allt betra aftur og þau störf sem við höfum unnið verða okkur mikilvægur grunnur fyrir viðspyrnu. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með okkar sterka og færa heilbrigðisstarfsfólki sem hefur staðið vaktina í baráttunni við veiruna. Það sýnir okkur svo ekki verður um villst að heilbrigðiskerfið sem Íslendingar hafa byggt upp á síðustu áratugum er sterkt og byggir á framúrskarandi hæfni og menntun hjúkrunarfólksins okkar. Veturinn hefur verið okkur erfiður. Veður hafa verið válynd. Við höfum fundið fyrir smæð okkar andspænis náttúrunni. Og finnum enn frekar fyrir smæðinni þegar við stöndum frammi fyrir heimsfaraldri og afleiðingum hans, bæði heilsufarsvánni og efnahagslegum afleiðingum hennar um allan heim. En um leið og við finnum fyrir smæð okkar sem einstaklinga höfum við fundið fyrir styrk okkar sem samfélags. Það er enginn einn sem mun leiða okkur í gegnum þessa tímabundnu erfiðleika heldur munum við komast í gegnum þá saman sem samfélag. Það fyllir mig stolti að sjá hvernig fólk hefur almennt brugðist við erfiðum aðstæðum. Fólk hefur boðið sig fram í bakvarðasveitir heilbrigðiskerfisins og velferðarþjónustunnar. Við sjáum að umhyggja fólks fyrir sínum nánustu finnur sér nýjar leiðir með hjálp tækninnar. Við sjáum hversu mikilvæg menningin er fyrir samfélagið og hvað það sem gæti virst einfalt og smátt atriði eins og heimatónleikar Helga Björnssonar færir okkur mikla gleði og samkennd. Ég er stoltur af þeirri ríkisstjórn sem við í Framsókn erum hluti af. Sú pólitíska breidd sem stjórnin hefur er mikilvæg fyrir þjóðina á erfiðum tímum. Samanlagt endurspegla þeir flokkar sem sitja í stjórninni viðhorf mikils meirihluta Íslendinga. Það er mikilvægt að þær ólíku raddir sem flokkarnir þrír hafa heyrist þegar við mætum þeim verkefnum sem veiran hefur sett í hendur okkar. Þetta eru fordæmalausir tímar en kerfið sem við Íslendingar höfum byggt upp til að hlúa að þeim veikari í samfélaginu er sterkt. Heilbrigðiskerfið hlúir að þeim sjúku, velferðarkerfið grípur þá sem missa atvinnuna tímabundið og menntakerfið skapar þekkingu og tækifæri framtíðarinnar. Þessi kerfi eru sköpuð af þjóðinni fyrir þjóðina – alla þjóðina. Það er síðan stóra verkefnið okkar í forystu þjóðarinnar að koma með framtíðarsýn og lausnir sem gera okkur kleift að rísa hratt og örugglega upp sem samfélag. Það er engin einföld lausn. Ríkisstjórnin hefur það vandasama hlutverk að flétta saman ólíka þræði til að mynda eina sterka línu til að verja lífsgæði fjölskyldnanna í landinu til skemmri tíma og veita öfluga viðspyrnu fyrir frekari sókn og verðmætasköpun til lengri tíma. Sú sterka lína verður ekki kynnt á einum viðburði, einum blaðamannafundi, heldur verður fléttuð áfram eftir því sem tíminn líður og staðan skýrist. Samstaða og samvinna eru mikilvægir þættir til að bregðast við óvissu. Samstaða og samvinna eru mótefni við kvíða sem getur haft lamandi áhrif á okkur sem einstaklinga. Við vitum ekki gjörla hvað það tekur langan tíma að ráða niðurlögum veirunnar en við vitum að við erum á réttri leið í þeirri baráttu. Við vitum líka að þegar sést til sólar verðum við sem samfélag tilbúið til að halda áfram þeirri lífsgæðasókn sem er okkur eðlislæg. Við erum sterkt samfélag. Við höfum áður gengið í gegnum erfiðleika og sigrast á þeim. Og nú finnum við fyrir vorinu þegar við göngum út í bjartan daginn og heyrum fuglasönginn. Gleðilega páska.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar