Segir árásir Páls vera vindhögg Sylvía Hall skrifar 11. apríl 2020 21:23 Harðar deilur hafa sprottið upp eftir að Eyjafréttir birtu ekki pistil Írisar Róbertsdóttur bæjarstjóra. Vísir Sindri Ólafsson, ritstjóri Eyjafrétta, hefur svarað ásökunum Páls Magnússonar, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, í pistli á vef Eyjafrétta. Páll gagnrýndi Eyjafréttir harðlega fyrir að hafa ekki birt hvatningar- og þakkarorð Írisar Róbertsdóttur, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, á vef miðilsins og sagði hann það vera vegna óvildar ritstjórans í garð bæjarstjórans. Sjá einnig: Páll segir ritstjóra Eyjafrétta hatast við Írisi bæjarstjóra Í kjölfarið sagði Páll upp áskrift sinni að Eyjafréttum en hann er uppalinn Eyjamaður. Sindri gaf lítið fyrir skrif Páls og hafnaði því alfarið að hann hafi visvitandi sleppt því að birta pistil bæjarstjórans. Þá gagnrýndi hann forgangsröðun Páls sem oddvita kjördæmisins og sagði sérkennilegt að beina sjónum sínum að pistlinum þegar Vestmannaeyjar stæðu frammi fyrir einhverjum verstu erfiðleikum sem kjördæmið hefur séð. Í svari Sindra segir hann Pál ráða því hvort hann sé áskrifandi eða ekki. Það sé hins vegar gróf og staðlaus ásökun að hann sé sekur um persónulega óvild í garð bæjarstjórans. Þó hafi bæði Páll og Íris nýtt ýmis tækifæri til þess að rýra trúverðugleika hans í starfi sem og miðlsins. „Allt sem þau hafa sent til birtingar hefur fengið birtingu,“ skrifar Sindri jafnframt. Rignir inn tilkynningum Í samtali við Vísi benti Sindri á það að pistill Írisar hafði aldrei verið sérstaklega sendur inn til birtingar. Það væri erfitt fyrir lítinn miðil að fylgjast með öllu því sem fram færi á samfélagsmiðlum. Eyjafréttir hefðu í raun einn og hálfan starfsmann og því væri eðlilegt að sumt færi fram hjá þeim. „Nú er það svo að tilkynningum frá almannavarnayfirvöldum, bæjaryfirvöldum og fleirum hefur rignt inn til okkar á Eyjafréttum undanfarna daga og vikur, eðlilega. Að sjálfsögðu höfum við birt þær. Við biðjumst ekki afsökunar á því að ein og ein facebookfærsla birtist ekki hjá miðlinum. Degi seinna eru önnur mál komin á dagskrá. Það er bara eins og gengur og óþarft að rifja upp fyrir sjóuðum manni í fjölmiðlastarfi,“ skrifar Sindri og vísar þar til starfa Páls í fjölmiðlum. Þá segir hann sérstakt að heyra Pál ræða áhyggjur af stöðu einkarekinna fjölmiðla í viðtali við RÚV í gær og hvetja til stuðningsaðgerða. „Miðað við framgöngu þingmannsins í gær hefði verið heiðarlegt af honum að taka fram að hann hefði áhyggjur af öllum miðlum svo fremi sem þeir birti tafarlaust facebookfærslur bæjarstjórans í Vestmannaeyjum.“ Vonar að kjörnir fulltrúar þurfi að svara fyrir árásir Því næst víkur Sindri að stöðu Eyjafrétta. Miðillinn sé lítill en sögufrægur héraðsfréttamiðill sem forverar hans í starfi hafi staðið vel að. Í dag sé haldið út vef Eyjafrétta og áskriftarblöð gefin út á tveggja vikna fresti. „Fyrir veirufaraldurinn tókst með herkjum að láta enda ná saman í rekstrinum en nú blasir við önnur og dekkri mynd líkt og hjá fjölda annarra fyrirtækja. Auglýsingatekjur hafa dregist mjög saman og í prentmiðlinum okkar auglýsir til að mynda Vestmannaeyjabær eingöngu í einstaka tilfellum,“ skrifar Sindri og segir það vera vegna stefnu bæjarstjórans. „Að baki liggur sú stefna bæjarstjórans Írisar Róbertsdóttur „ … að horfa til þess að auglýsa sérstaklega hjá þeim aðilum sem eru að gefa út efni án endurgjalds í Vestmannaeyjum.“.“ Sindri segir það ekki vera ókeypis að framleiða ókeypis fjölmiðlaefni. Þó svo að Páll sé ekki lengur áskrifandi sé honum meira en velkomið að fylgjast áfram með vefnum og tíðindum í Eyjum, án endurgjalds. „Árásir þingmannsins og bæjarstjórans á mig persónulega eru í besta falli vindhögg. Þau hvetja mig til þess að halda áfram að vinna mína vinnu. Árásir á fyrirtækið sem réði mig í vinnu eru alvarlegri, fyrirtæki sem er með 14 einstaklinga að jafnaði á launaskrá í hverjum mánuði. Þær árásir þurfa þessir kjörnu fulltrúar vonandi einhvern tímann að svara fyrir.“ Vestmannaeyjar Fjölmiðlar Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira
Sindri Ólafsson, ritstjóri Eyjafrétta, hefur svarað ásökunum Páls Magnússonar, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, í pistli á vef Eyjafrétta. Páll gagnrýndi Eyjafréttir harðlega fyrir að hafa ekki birt hvatningar- og þakkarorð Írisar Róbertsdóttur, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, á vef miðilsins og sagði hann það vera vegna óvildar ritstjórans í garð bæjarstjórans. Sjá einnig: Páll segir ritstjóra Eyjafrétta hatast við Írisi bæjarstjóra Í kjölfarið sagði Páll upp áskrift sinni að Eyjafréttum en hann er uppalinn Eyjamaður. Sindri gaf lítið fyrir skrif Páls og hafnaði því alfarið að hann hafi visvitandi sleppt því að birta pistil bæjarstjórans. Þá gagnrýndi hann forgangsröðun Páls sem oddvita kjördæmisins og sagði sérkennilegt að beina sjónum sínum að pistlinum þegar Vestmannaeyjar stæðu frammi fyrir einhverjum verstu erfiðleikum sem kjördæmið hefur séð. Í svari Sindra segir hann Pál ráða því hvort hann sé áskrifandi eða ekki. Það sé hins vegar gróf og staðlaus ásökun að hann sé sekur um persónulega óvild í garð bæjarstjórans. Þó hafi bæði Páll og Íris nýtt ýmis tækifæri til þess að rýra trúverðugleika hans í starfi sem og miðlsins. „Allt sem þau hafa sent til birtingar hefur fengið birtingu,“ skrifar Sindri jafnframt. Rignir inn tilkynningum Í samtali við Vísi benti Sindri á það að pistill Írisar hafði aldrei verið sérstaklega sendur inn til birtingar. Það væri erfitt fyrir lítinn miðil að fylgjast með öllu því sem fram færi á samfélagsmiðlum. Eyjafréttir hefðu í raun einn og hálfan starfsmann og því væri eðlilegt að sumt færi fram hjá þeim. „Nú er það svo að tilkynningum frá almannavarnayfirvöldum, bæjaryfirvöldum og fleirum hefur rignt inn til okkar á Eyjafréttum undanfarna daga og vikur, eðlilega. Að sjálfsögðu höfum við birt þær. Við biðjumst ekki afsökunar á því að ein og ein facebookfærsla birtist ekki hjá miðlinum. Degi seinna eru önnur mál komin á dagskrá. Það er bara eins og gengur og óþarft að rifja upp fyrir sjóuðum manni í fjölmiðlastarfi,“ skrifar Sindri og vísar þar til starfa Páls í fjölmiðlum. Þá segir hann sérstakt að heyra Pál ræða áhyggjur af stöðu einkarekinna fjölmiðla í viðtali við RÚV í gær og hvetja til stuðningsaðgerða. „Miðað við framgöngu þingmannsins í gær hefði verið heiðarlegt af honum að taka fram að hann hefði áhyggjur af öllum miðlum svo fremi sem þeir birti tafarlaust facebookfærslur bæjarstjórans í Vestmannaeyjum.“ Vonar að kjörnir fulltrúar þurfi að svara fyrir árásir Því næst víkur Sindri að stöðu Eyjafrétta. Miðillinn sé lítill en sögufrægur héraðsfréttamiðill sem forverar hans í starfi hafi staðið vel að. Í dag sé haldið út vef Eyjafrétta og áskriftarblöð gefin út á tveggja vikna fresti. „Fyrir veirufaraldurinn tókst með herkjum að láta enda ná saman í rekstrinum en nú blasir við önnur og dekkri mynd líkt og hjá fjölda annarra fyrirtækja. Auglýsingatekjur hafa dregist mjög saman og í prentmiðlinum okkar auglýsir til að mynda Vestmannaeyjabær eingöngu í einstaka tilfellum,“ skrifar Sindri og segir það vera vegna stefnu bæjarstjórans. „Að baki liggur sú stefna bæjarstjórans Írisar Róbertsdóttur „ … að horfa til þess að auglýsa sérstaklega hjá þeim aðilum sem eru að gefa út efni án endurgjalds í Vestmannaeyjum.“.“ Sindri segir það ekki vera ókeypis að framleiða ókeypis fjölmiðlaefni. Þó svo að Páll sé ekki lengur áskrifandi sé honum meira en velkomið að fylgjast áfram með vefnum og tíðindum í Eyjum, án endurgjalds. „Árásir þingmannsins og bæjarstjórans á mig persónulega eru í besta falli vindhögg. Þau hvetja mig til þess að halda áfram að vinna mína vinnu. Árásir á fyrirtækið sem réði mig í vinnu eru alvarlegri, fyrirtæki sem er með 14 einstaklinga að jafnaði á launaskrá í hverjum mánuði. Þær árásir þurfa þessir kjörnu fulltrúar vonandi einhvern tímann að svara fyrir.“
Vestmannaeyjar Fjölmiðlar Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira