Með betri árangri sem sést hefur í Evrópu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. apríl 2020 17:51 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mikilvægt að tryggja að faraldurinn blossi ekki upp aftur. Vísir/Egill Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum um hvernig aflétta eigi aðgerðum sem gripið hefur verið til vegna kórónuveirufaraldursins. Vænta má þess að tillögurnar verði kynntar á morgun en sóttvarnarlæknir segir mikilvægt að aflétta aðgerðum hægt til að faraldurinn blossi ekki upp aftur. „Við munum reyna að fara í svona öfugri röð við það hvernig þær voru settar á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Búast má við að minnisblað sóttvarnalæknis verði rætt á ríkisstjórnarfundi á morgun og tillögurnar væntanlega kynntar í framhaldinu. Þórólfur vill lítið gefa upp um tillögur sínar fyrr en heilbrigðisráðherra hefur farið yfir þær en útilokar ekki að hægt verði að bjóða börnum upp á meiri tíma í skólum og leikskólum strax í maí. Þeim hefur fækkað hratt síðustu daga sem greinast með kórónuveiruna en síðastliðinn sólarhring voru þeir aðeins tíu. Níu af þeim voru í sóttkví. Þá hefur þeim fjölgað hratt sem hafa náð sér eftir að hafa greinst með veiruna. Sjö eru á gjörgæsludeild Landspítalans en fjórir þeirra eru í öndunar vél. Þá eru tveir á gjörgæsludeildinni á Sjúkrahúsinu á Akureyri. „Við höfum náð mjög góðum árangri hérna með því bæla faraldurinn niður og ég held að við séum bara með betri árangri sem að sést hefur í Evrópu hvað það varðar en það þýðir líka það að við þurfum að fara mjög hægt í að aflétta þessu og við þurfum að gefa okkur nokkra mánuði í að gera það. Því að annars fáum við faraldurinn aftur og það getur skapað mjög mikið álag fyrir spítalann og samfélagið allt með ófyrirsjáanlegum afleiðingum,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tillögur sóttvarnarlæknis um hvernig aflétta eigi aðgerðum liggja fyrir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir hefur sent Svandísi Svavarsdóttur minnisblað sem felur í sér tillögur um hvernig aflétta eigi aðgerðum sem gripið hefur verið til til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. apríl 2020 15:29 Skoða útfærslur á ferðatakmörkunum og kynna tilslakanir á aðgerðum hérlendis á næstu dögum Víðir Reynisson segir að verið sé að skoða útfærslur á ferðatakmörkunum vegna útbreiðslu Covid-19. Endanleg útfærsla liggi þó ekki fyrir. Þá verði tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda hér á landi kynntar á næstu dögum. 12. apríl 2020 15:31 Takmarkanir á stórum samkomum í allt sumar Sóttvarnalæknir segir landsmönnum að búa sig undir áframhaldandi takmarkanir að minnsta kosti fram á haust. Andlát vegna kórónuveirunnar varð á Landspítalanum síðasta sólarhring. Átta hafa látist af völdum veirunnar. 11. apríl 2020 20:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Sjá meira
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum um hvernig aflétta eigi aðgerðum sem gripið hefur verið til vegna kórónuveirufaraldursins. Vænta má þess að tillögurnar verði kynntar á morgun en sóttvarnarlæknir segir mikilvægt að aflétta aðgerðum hægt til að faraldurinn blossi ekki upp aftur. „Við munum reyna að fara í svona öfugri röð við það hvernig þær voru settar á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Búast má við að minnisblað sóttvarnalæknis verði rætt á ríkisstjórnarfundi á morgun og tillögurnar væntanlega kynntar í framhaldinu. Þórólfur vill lítið gefa upp um tillögur sínar fyrr en heilbrigðisráðherra hefur farið yfir þær en útilokar ekki að hægt verði að bjóða börnum upp á meiri tíma í skólum og leikskólum strax í maí. Þeim hefur fækkað hratt síðustu daga sem greinast með kórónuveiruna en síðastliðinn sólarhring voru þeir aðeins tíu. Níu af þeim voru í sóttkví. Þá hefur þeim fjölgað hratt sem hafa náð sér eftir að hafa greinst með veiruna. Sjö eru á gjörgæsludeild Landspítalans en fjórir þeirra eru í öndunar vél. Þá eru tveir á gjörgæsludeildinni á Sjúkrahúsinu á Akureyri. „Við höfum náð mjög góðum árangri hérna með því bæla faraldurinn niður og ég held að við séum bara með betri árangri sem að sést hefur í Evrópu hvað það varðar en það þýðir líka það að við þurfum að fara mjög hægt í að aflétta þessu og við þurfum að gefa okkur nokkra mánuði í að gera það. Því að annars fáum við faraldurinn aftur og það getur skapað mjög mikið álag fyrir spítalann og samfélagið allt með ófyrirsjáanlegum afleiðingum,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tillögur sóttvarnarlæknis um hvernig aflétta eigi aðgerðum liggja fyrir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir hefur sent Svandísi Svavarsdóttur minnisblað sem felur í sér tillögur um hvernig aflétta eigi aðgerðum sem gripið hefur verið til til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. apríl 2020 15:29 Skoða útfærslur á ferðatakmörkunum og kynna tilslakanir á aðgerðum hérlendis á næstu dögum Víðir Reynisson segir að verið sé að skoða útfærslur á ferðatakmörkunum vegna útbreiðslu Covid-19. Endanleg útfærsla liggi þó ekki fyrir. Þá verði tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda hér á landi kynntar á næstu dögum. 12. apríl 2020 15:31 Takmarkanir á stórum samkomum í allt sumar Sóttvarnalæknir segir landsmönnum að búa sig undir áframhaldandi takmarkanir að minnsta kosti fram á haust. Andlát vegna kórónuveirunnar varð á Landspítalanum síðasta sólarhring. Átta hafa látist af völdum veirunnar. 11. apríl 2020 20:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Sjá meira
Tillögur sóttvarnarlæknis um hvernig aflétta eigi aðgerðum liggja fyrir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir hefur sent Svandísi Svavarsdóttur minnisblað sem felur í sér tillögur um hvernig aflétta eigi aðgerðum sem gripið hefur verið til til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. apríl 2020 15:29
Skoða útfærslur á ferðatakmörkunum og kynna tilslakanir á aðgerðum hérlendis á næstu dögum Víðir Reynisson segir að verið sé að skoða útfærslur á ferðatakmörkunum vegna útbreiðslu Covid-19. Endanleg útfærsla liggi þó ekki fyrir. Þá verði tilslakanir á aðgerðum stjórnvalda hér á landi kynntar á næstu dögum. 12. apríl 2020 15:31
Takmarkanir á stórum samkomum í allt sumar Sóttvarnalæknir segir landsmönnum að búa sig undir áframhaldandi takmarkanir að minnsta kosti fram á haust. Andlát vegna kórónuveirunnar varð á Landspítalanum síðasta sólarhring. Átta hafa látist af völdum veirunnar. 11. apríl 2020 20:00