Rifjuðu upp þegar gamli Eyjamarkvörðurinn fór í sóknina í leik í ensku úrvalsdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2020 10:30 David James hætti að vera markvörður Manchester City og skiptir bæði um stöðu og treyju þegar Stuart Pearce sendir hann fram í sóknina í leik Manchester City og Middlesbrough. Getty/ Richard Heathcote David James átti langan og viðburðaríkan feril enda sá markvörður sem hefur spilað flesta leiki í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann átti líka eftir að spilað á Íslandi og í Indlandi áður en ferillinn var búinn. Það var langt frá því að vera fyrsta ævintýrið hjá markverðinum David James þegar hann mætti til Vestmannaeyja sumarið 2013 til að spila með ÍBV í íslensku Pepsi-deildinni. Á þessum degi fyrir fimmtán árum, eða 15. maí 2005, var James miðpunktur í furðulegri tilraun þegar knattspyrnustjórinn hans ákvað að senda markvörðinn sinn í sóknina. On this day in 2005, James went up front with City in desperate need of a goal The rest of the match was pure comedy and absolute carnage https://t.co/uCUToELdFM— GiveMeSport (@GiveMeSport) May 15, 2020 Þegar tvær mínútur voru eftir af leik Manchester City og Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni þá var staðan 1-1. Stuart Pearce, þá knattspyrnustjóri Manchester City, sá ástæðu til að prófa eitthvað alveg nýtt. Hann kallaði á varamarkvörðinn sinn, Nicky Weaver, og skipti honum inn á völlinn. Hann tók samt ekki markvörðinn sinn útaf heldur miðjumanninn Claudio Reyna. David James kom reyndar út að hliðarlínunni og skipti um treyju, fór úr markmannstreyju númer eitt og í útileikmannatreyju númer eitt. Það fór ekki á milli mála að þetta var skipulagt. Fifteen years ago, #MCFC faced Middlesbrough needing a win to seal a place in the UEFA Cup. So they played a keeper as a striker. When David James (@jamosfoundation) played up front | @SamLee https://t.co/ZS8cMGwHJV— The Athletic UK (@TheAthleticUK) May 15, 2020 David James er 194 sentimetrar á hæð og átti þarna að skapa usla í vörn Middlesbrough liðins. Fljótlega kom þó í ljós af hverju hann spilaði í markinu en ekki út á velli því James greyið var hreinlega eins og fíll í postulínsbúð. Hann náði að sparka niður tvo í klaufalegri tæklingu og hitti ekki boltann í góðu skotfæri. Þetta voru langt frá því að vera hans bestu mínútur í boltanum. Manchester City fékk reyndar vítaspyrnu, kannski voru leikmenn Middlesbrough svo hissa og stuðaðir að sjá James mæta í sóknina að einn þeirra fékk boltann upp í hendina. Robbie Fowler lét hins vegar verja frá sér vítið og leikurinn endaði með jafntefli. #OnThisDay in 2005, Man City manager Stuart Pearce needed to find a winner in the final game of the season vs Middlesbrough so he put David James upfront... #MCFC pic.twitter.com/zeOFDtFJPI— The Sack Race (@thesackrace) May 15, 2020 David James lék á sínum tíma 572 leiki í ensku úrvalsdeildinni og 53 landsleiki fyrir England. Hann spilaði með ÍBV sumarið 2013 en þá var Hermann Hreiðarsson þjálfari Eyjaliðsins. James fékk á sig 20 mörk í 17 leikjum og hélt fjórum sinnum marki sínu hreinu. Eyjaliðið endaði í sjötta sætinu. Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
David James átti langan og viðburðaríkan feril enda sá markvörður sem hefur spilað flesta leiki í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann átti líka eftir að spilað á Íslandi og í Indlandi áður en ferillinn var búinn. Það var langt frá því að vera fyrsta ævintýrið hjá markverðinum David James þegar hann mætti til Vestmannaeyja sumarið 2013 til að spila með ÍBV í íslensku Pepsi-deildinni. Á þessum degi fyrir fimmtán árum, eða 15. maí 2005, var James miðpunktur í furðulegri tilraun þegar knattspyrnustjórinn hans ákvað að senda markvörðinn sinn í sóknina. On this day in 2005, James went up front with City in desperate need of a goal The rest of the match was pure comedy and absolute carnage https://t.co/uCUToELdFM— GiveMeSport (@GiveMeSport) May 15, 2020 Þegar tvær mínútur voru eftir af leik Manchester City og Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni þá var staðan 1-1. Stuart Pearce, þá knattspyrnustjóri Manchester City, sá ástæðu til að prófa eitthvað alveg nýtt. Hann kallaði á varamarkvörðinn sinn, Nicky Weaver, og skipti honum inn á völlinn. Hann tók samt ekki markvörðinn sinn útaf heldur miðjumanninn Claudio Reyna. David James kom reyndar út að hliðarlínunni og skipti um treyju, fór úr markmannstreyju númer eitt og í útileikmannatreyju númer eitt. Það fór ekki á milli mála að þetta var skipulagt. Fifteen years ago, #MCFC faced Middlesbrough needing a win to seal a place in the UEFA Cup. So they played a keeper as a striker. When David James (@jamosfoundation) played up front | @SamLee https://t.co/ZS8cMGwHJV— The Athletic UK (@TheAthleticUK) May 15, 2020 David James er 194 sentimetrar á hæð og átti þarna að skapa usla í vörn Middlesbrough liðins. Fljótlega kom þó í ljós af hverju hann spilaði í markinu en ekki út á velli því James greyið var hreinlega eins og fíll í postulínsbúð. Hann náði að sparka niður tvo í klaufalegri tæklingu og hitti ekki boltann í góðu skotfæri. Þetta voru langt frá því að vera hans bestu mínútur í boltanum. Manchester City fékk reyndar vítaspyrnu, kannski voru leikmenn Middlesbrough svo hissa og stuðaðir að sjá James mæta í sóknina að einn þeirra fékk boltann upp í hendina. Robbie Fowler lét hins vegar verja frá sér vítið og leikurinn endaði með jafntefli. #OnThisDay in 2005, Man City manager Stuart Pearce needed to find a winner in the final game of the season vs Middlesbrough so he put David James upfront... #MCFC pic.twitter.com/zeOFDtFJPI— The Sack Race (@thesackrace) May 15, 2020 David James lék á sínum tíma 572 leiki í ensku úrvalsdeildinni og 53 landsleiki fyrir England. Hann spilaði með ÍBV sumarið 2013 en þá var Hermann Hreiðarsson þjálfari Eyjaliðsins. James fékk á sig 20 mörk í 17 leikjum og hélt fjórum sinnum marki sínu hreinu. Eyjaliðið endaði í sjötta sætinu.
Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira