Eyddi yfir milljón á rúmum sólarhring: „Ég veit hvernig spilalífið er og það er ekki líf“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 15. maí 2020 21:12 Stjórnarmeðlimir SÁS segja skjóta skökku við að góðgerðasamtök reki spilakassa. Vísir/Baldur Eindreginn stuðningur við lokun spilakassa samkvæmt nýrri könnun og mikill meirihluti er andvígur því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með þeim. Bankayfirlit spilafíkils sýnir að hann eyddi rúmlega milljón á tveimur dögum. Spilakassar Íslandsspils voru opnaðir aftur í byrjun mánaðarins en þeim hafði verið lokað þegar samkomubann tók gildi í mars. 85,5 prósent þeirra sem tóku afstöðu í könnun sem Gallup gerði fyrir Samtök áhugafólks um spilafíkn vilja að spilakassar verði lokaðir til frambúðar. Úrtakið var 1529 manns og var 54,9 prósent þátttaka. Um 7 af hverjum tíu eru mjög eða frekar neikvæðir gagnvart því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með spilakössum. Samkvæmt könnuninni stunda 750-2000 manns spilakassa hér á landi. Samtökin segja að þetta sé hópurinn sem sé á bak við milljarða tekjur sem spilakassar færa eigendum sínum árlega. „Þeir eru 3-4 sinnum meira ávanabindandi heldur en nokkuð annað fjárhættuspil,“ segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Hér má sjá bankayfirlit spilafíkils sem spilaði fyrir rúmlega eina milljón á tveimur dögum frá klukkan ellefu um kvöld til eitt um nóttina var hann búinn að eyða 210 þúsund krónum. Daginn eftir frá klukkan 09:21 til ellefu um kvöldið eyddi hann 430 þúsund krónum. Daginn þar á eftir eyddi hann 420 þúsund krónum. Bankayfirlit spilafíkils sem eyddi rúmlega milljón í spilakössum á tveimur dögum.Vísir Alma segir þetta lýsandi fyrir hópinn. „Mín reynsla er að það fer allt. Það fer allt og rúmlega það.“ „Ég til dæmis er einn af þeim og veit um mjög marga sem hafa algerlega misst tökin á þessu. Það er alveg sama hvort að það sé þeirra peningur eða annarra,“ segir Örn Sverrisson, stjórnarmeðlimur Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Örn er óvirkur spilafíkill til rúmlega þriggja ára og situr nú í stjórn SÁS. „Ég veit hvernig spilalífið er og það er ekki líf.“ Þau leggja til að sett verði tíma- og fjárhæðarmörk á spilakassana sem séu hannaðir til að fólk eyði meiri tíma og peningum í þá en það ætlaði sér. „Þetta getur bara ekki verið í takt við þessi mannúðar-, góðgerðasamtök sem eiga þessa kassa,“ segir Alma. „Það hafa allir þennan fjárhagslega ávinning af þessu. Rekstraraðilinn á staðnum, er hann að fara að henda þér út af því að hann sér að þú ert stjórnlaus? Aldrei,“ bætir Örn við. Þór Þorsteinsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjörg, sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í dag að félagið ásamt öðrum eigendum Íslandsspils hafi kallað eftir fundi með dómsmálaráðherrum til að fara yfir rekstrarumhverfi spilakassa ítrekað. „Við höfum svolítið rekið okkur á það að sá aðili sem er hinn aðilinn á spilakassamarkaðnum er í rauninni Háskóli Íslands sem að er ríkið, þannig að við erum svolítið búin að vera í samkeppni við ríkið í þessum bransa,“ sagði Þór. „Þegar við höfum svo stigið fram og viljað taka umræðuna um þessa hluti við ríkið þá hefur svona einhvern veginn ekki komið sá hljómgrunnur sem við höfum verið að vonast eftir.“ Hann sagði meðal þeirra leiða sem farnar eru erlendis sé notkun sérstakra korta sem tengd eru kennitölum í spilakassana sem koma í veg fyrir að fólk spili meira en fyrir ákveðnar upphæðir. Félagið væri tilbúið til að skoða slíka möguleika. Björgunarsveitir Fjárhættuspil Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Sjá meira
Eindreginn stuðningur við lokun spilakassa samkvæmt nýrri könnun og mikill meirihluti er andvígur því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með þeim. Bankayfirlit spilafíkils sýnir að hann eyddi rúmlega milljón á tveimur dögum. Spilakassar Íslandsspils voru opnaðir aftur í byrjun mánaðarins en þeim hafði verið lokað þegar samkomubann tók gildi í mars. 85,5 prósent þeirra sem tóku afstöðu í könnun sem Gallup gerði fyrir Samtök áhugafólks um spilafíkn vilja að spilakassar verði lokaðir til frambúðar. Úrtakið var 1529 manns og var 54,9 prósent þátttaka. Um 7 af hverjum tíu eru mjög eða frekar neikvæðir gagnvart því að starfsemi í almannaþágu sé fjármögnuð með spilakössum. Samkvæmt könnuninni stunda 750-2000 manns spilakassa hér á landi. Samtökin segja að þetta sé hópurinn sem sé á bak við milljarða tekjur sem spilakassar færa eigendum sínum árlega. „Þeir eru 3-4 sinnum meira ávanabindandi heldur en nokkuð annað fjárhættuspil,“ segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Hér má sjá bankayfirlit spilafíkils sem spilaði fyrir rúmlega eina milljón á tveimur dögum frá klukkan ellefu um kvöld til eitt um nóttina var hann búinn að eyða 210 þúsund krónum. Daginn eftir frá klukkan 09:21 til ellefu um kvöldið eyddi hann 430 þúsund krónum. Daginn þar á eftir eyddi hann 420 þúsund krónum. Bankayfirlit spilafíkils sem eyddi rúmlega milljón í spilakössum á tveimur dögum.Vísir Alma segir þetta lýsandi fyrir hópinn. „Mín reynsla er að það fer allt. Það fer allt og rúmlega það.“ „Ég til dæmis er einn af þeim og veit um mjög marga sem hafa algerlega misst tökin á þessu. Það er alveg sama hvort að það sé þeirra peningur eða annarra,“ segir Örn Sverrisson, stjórnarmeðlimur Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Örn er óvirkur spilafíkill til rúmlega þriggja ára og situr nú í stjórn SÁS. „Ég veit hvernig spilalífið er og það er ekki líf.“ Þau leggja til að sett verði tíma- og fjárhæðarmörk á spilakassana sem séu hannaðir til að fólk eyði meiri tíma og peningum í þá en það ætlaði sér. „Þetta getur bara ekki verið í takt við þessi mannúðar-, góðgerðasamtök sem eiga þessa kassa,“ segir Alma. „Það hafa allir þennan fjárhagslega ávinning af þessu. Rekstraraðilinn á staðnum, er hann að fara að henda þér út af því að hann sér að þú ert stjórnlaus? Aldrei,“ bætir Örn við. Þór Þorsteinsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjörg, sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í dag að félagið ásamt öðrum eigendum Íslandsspils hafi kallað eftir fundi með dómsmálaráðherrum til að fara yfir rekstrarumhverfi spilakassa ítrekað. „Við höfum svolítið rekið okkur á það að sá aðili sem er hinn aðilinn á spilakassamarkaðnum er í rauninni Háskóli Íslands sem að er ríkið, þannig að við erum svolítið búin að vera í samkeppni við ríkið í þessum bransa,“ sagði Þór. „Þegar við höfum svo stigið fram og viljað taka umræðuna um þessa hluti við ríkið þá hefur svona einhvern veginn ekki komið sá hljómgrunnur sem við höfum verið að vonast eftir.“ Hann sagði meðal þeirra leiða sem farnar eru erlendis sé notkun sérstakra korta sem tengd eru kennitölum í spilakassana sem koma í veg fyrir að fólk spili meira en fyrir ákveðnar upphæðir. Félagið væri tilbúið til að skoða slíka möguleika.
Björgunarsveitir Fjárhættuspil Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Sjá meira