„Margt skemmtilegra en að vera á bekk þar sem Guðjón Pétur er“ Anton Ingi Leifsson skrifar 16. apríl 2020 09:30 Guðjón Pétur er einn öflugasti miðjumaður Pepsi Max-deildarinnar. vísir/vilhelm Guðjón Pétur Lýðsson verður ekki kátur ef hann þarf að sitja á bekknum hjá Breiðabliki í sumar. Þetta segir Hjörvar Hafliðason sparkspekingur en Breiðablik er með ansi stóran leikmannahóp fyrir tímabilið í Pepsi Max-deild karla sem áætlað er að hefjist í júní. Blikarnir voru á meðal umræðuefna í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi en þar fóru þeir Guðmundur Benediktsson, Hjörvar og Magnús Már Einarsson, ritstjóri Fótbolti.net, yfir sviðið. „Þú ert með breidd á miðsvæðinu sem ég hef ekkert séð áður hjá íslensku liði. Flestir leikmennirnir þarna eiga leiki með yngri landsliðum,“ sagði Hjörvar áður en hann nefndi alla þá leikmenn sem Breiðablik getur spilað á miðsvæðinu eða úti á kanti. Guðjón Pétur Lýðsson kom svo til umræðu en Guðjón Pétur hefur verið einn allra besti leikmaður deildarinnar síðustu ár. „Þetta er ákveðið pússluspil. Ég þekki Guðjón Lýðsson ágætlega. Einstakur náungi í íslenskum fótbolta. Vinnur einhverja 20 tíma á dag og fer svo á æfingu. Allt öðruvísi en allir aðrir en ef Óskar ætlar að hafa hann á bekknum, þá er hann ekkert kátasti maðurinn á bekknum,“ sagði Hjörvar áður en Gummi tók við boltanum: „Ég hef verið á bekknum þegar Guðjón Pétur er þar og ég get alveg tekið undir það. Það er margt skemmtilegra en að vera á bekk þar sem Guðjón Pétur er,“ sagði Gummi í léttum tón áður en Hjörvar tók svo aftur við: „Hann hefur líka unnið sér fyrir því að fá þessa virðingu sem á hann skilið í íslenskum fótbolta. Hann er búinn að vera einn öflugasti miðjumaðurinn í deildinni frá því að hann kom upp með Haukum fyrir tíu árum síðan og gert vel.“ Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um Breiðablik Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Breiðablik Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira
Guðjón Pétur Lýðsson verður ekki kátur ef hann þarf að sitja á bekknum hjá Breiðabliki í sumar. Þetta segir Hjörvar Hafliðason sparkspekingur en Breiðablik er með ansi stóran leikmannahóp fyrir tímabilið í Pepsi Max-deild karla sem áætlað er að hefjist í júní. Blikarnir voru á meðal umræðuefna í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi en þar fóru þeir Guðmundur Benediktsson, Hjörvar og Magnús Már Einarsson, ritstjóri Fótbolti.net, yfir sviðið. „Þú ert með breidd á miðsvæðinu sem ég hef ekkert séð áður hjá íslensku liði. Flestir leikmennirnir þarna eiga leiki með yngri landsliðum,“ sagði Hjörvar áður en hann nefndi alla þá leikmenn sem Breiðablik getur spilað á miðsvæðinu eða úti á kanti. Guðjón Pétur Lýðsson kom svo til umræðu en Guðjón Pétur hefur verið einn allra besti leikmaður deildarinnar síðustu ár. „Þetta er ákveðið pússluspil. Ég þekki Guðjón Lýðsson ágætlega. Einstakur náungi í íslenskum fótbolta. Vinnur einhverja 20 tíma á dag og fer svo á æfingu. Allt öðruvísi en allir aðrir en ef Óskar ætlar að hafa hann á bekknum, þá er hann ekkert kátasti maðurinn á bekknum,“ sagði Hjörvar áður en Gummi tók við boltanum: „Ég hef verið á bekknum þegar Guðjón Pétur er þar og ég get alveg tekið undir það. Það er margt skemmtilegra en að vera á bekk þar sem Guðjón Pétur er,“ sagði Gummi í léttum tón áður en Hjörvar tók svo aftur við: „Hann hefur líka unnið sér fyrir því að fá þessa virðingu sem á hann skilið í íslenskum fótbolta. Hann er búinn að vera einn öflugasti miðjumaðurinn í deildinni frá því að hann kom upp með Haukum fyrir tíu árum síðan og gert vel.“ Klippa: Sportið í kvöld - Umræða um Breiðablik Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Breiðablik Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira