Segir skimunarumræðuna byggja á misskilningi Eiður Þór Árnason skrifar 8. mars 2020 15:21 Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, hefði viljað leysa málið með öðrum hætti. Aðsend - Vísir/Vilhelm Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að umræða síðastliðinn sólarhring um skimun Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) fyrir kórónuveirunni byggi að hluta til á misskilningi. Hvorki Persónuvernd né Vísindasiðanefnd hafi staðið í vegi fyrir því að ÍE myndi hefja skimun en óvissa með fyrirhugaða notkun gagnanna hafi kallað á frekari skýringar. Það ferli hefði þó ekki átt að tefja fyrirætlanirnar. Eftir að hafa fengið frekari skýringar hafi verið ljóst að verkefnið væri ekki leyfisskylt. Helga segist hafa fengið tölvupóst frá Kára Stefánssyni, forstjóra ÍE, síðla eftirmiðdags í gær. Segir erindið hafa verið óljóst í upphafi „Það var óvissa um seinni part erindisins og það er það sem málið snerist um,“ en í fyrri hluta póstsins lýsti Kári yfir áhuga fyrirtækisins á því að skima fyrir veirunni og skoða hana nánar. „Hann var upplýstur um það í símtali sama dag að ef það væri bara verið að aðstoða íslenska heilbrigðisþjónustu þá væri það eitthvað sem varðaði okkur ekki en það væri þá bara hvað hann ætlaði að gera frekar með gögnin sem við þyrftum aðeins að fá meiri upplýsingar um.“ Hefði verið hægt að leysa með öðrum hætti Að sögn Helgu hefði Persónuvernd getað afgreitt það mál í dag og að Vísindasiðanefnd hafi sömuleiðis boðist til að koma saman í dag ef svo bæri undir. „Þetta var í rauninni bara einfalt lítið mál sem hefði verið hægt að leysa með allt öðrum hætti ef ekki hefði verið farið á samfélagsmiðla.“ Það semsagt þurfti bara að skýra erindið? „Nákvæmlega, það var aðeins óskýrt í erindinu og bara mjög óheppilegt að fara með málið í þennan farveg í staðinn fyrir að ræða málið við hluteigandi aðila og leysa málið einn, tveir og þrír.“ Vísindagrein myndi kalla á leyfisumsókn Helga segir að ef fyrirtækið færi í frekari rannsóknir og hugðist til að mynda gefa út vísindagrein þá þurfi það að sækja um leyfi fyrir rannsókninni. Hins vegar sé ljóst eftir samskipti við Íslenska erfðagreiningu að slíkt standi ekki til. Að sögn Helgu þá lá það ekki fyrir síðla í gær hvort fyrirtækið hygðist nota gögnin úr skimuninni eitthvað frekar. Wuhan-veiran Persónuvernd Tengdar fréttir Íslensk erfðagreining mun skima fyrir kórónuveirunni í næstu viku Íslensk erfðagreining mun hefja skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund með landlækni fyrr í dag um málið þar sem komist var að þessari niðurstöðu. 8. mars 2020 12:51 Persónuvernd og Vísindasiðanefnd segja skimun ÍE ekki vera leyfisskylda Fyrirhuguð skimun Íslenskar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni er ekki leyfiskyld hjá Vísindasiðanefnd eða Persónuvernd. 8. mars 2020 10:38 Svandís skerst í skimunarleikinn Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra trúir því að af kórónuskimun Kára Stefánssonar og hans fólks hjá Íslenskri erfðagreiningu verði. Kári hafði boðist til að skima sýni fyrir heilbrigðiskerfið vegna kórónuveirunnar. Landlæknir fagnaði þessari tillögu á blaðamannafundi í gær. 7. mars 2020 22:53 „Við ætluðum að þjónusta heilbrigðiskerfið, ekki vinna vísindarannsókn“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir afstöðu Vísindasiðanefndar, og annarra, varðandi aðkomu fyrirtækisins að skimun fyrir kórónuveirunni endurspegla afstöðu sem starfsmenn ÍE hafi þurft að takast á við í 23 ár. 7. mars 2020 21:21 Ekkert verður af kórónuskimun Íslenskrar erfðagreiningar Vísindasiðanefnd segir að fyrirtækið þyrfti að sækja um leyfi þar sem skimunin yrði skilgreind sem vísindarannsókn. 7. mars 2020 19:13 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að umræða síðastliðinn sólarhring um skimun Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) fyrir kórónuveirunni byggi að hluta til á misskilningi. Hvorki Persónuvernd né Vísindasiðanefnd hafi staðið í vegi fyrir því að ÍE myndi hefja skimun en óvissa með fyrirhugaða notkun gagnanna hafi kallað á frekari skýringar. Það ferli hefði þó ekki átt að tefja fyrirætlanirnar. Eftir að hafa fengið frekari skýringar hafi verið ljóst að verkefnið væri ekki leyfisskylt. Helga segist hafa fengið tölvupóst frá Kára Stefánssyni, forstjóra ÍE, síðla eftirmiðdags í gær. Segir erindið hafa verið óljóst í upphafi „Það var óvissa um seinni part erindisins og það er það sem málið snerist um,“ en í fyrri hluta póstsins lýsti Kári yfir áhuga fyrirtækisins á því að skima fyrir veirunni og skoða hana nánar. „Hann var upplýstur um það í símtali sama dag að ef það væri bara verið að aðstoða íslenska heilbrigðisþjónustu þá væri það eitthvað sem varðaði okkur ekki en það væri þá bara hvað hann ætlaði að gera frekar með gögnin sem við þyrftum aðeins að fá meiri upplýsingar um.“ Hefði verið hægt að leysa með öðrum hætti Að sögn Helgu hefði Persónuvernd getað afgreitt það mál í dag og að Vísindasiðanefnd hafi sömuleiðis boðist til að koma saman í dag ef svo bæri undir. „Þetta var í rauninni bara einfalt lítið mál sem hefði verið hægt að leysa með allt öðrum hætti ef ekki hefði verið farið á samfélagsmiðla.“ Það semsagt þurfti bara að skýra erindið? „Nákvæmlega, það var aðeins óskýrt í erindinu og bara mjög óheppilegt að fara með málið í þennan farveg í staðinn fyrir að ræða málið við hluteigandi aðila og leysa málið einn, tveir og þrír.“ Vísindagrein myndi kalla á leyfisumsókn Helga segir að ef fyrirtækið færi í frekari rannsóknir og hugðist til að mynda gefa út vísindagrein þá þurfi það að sækja um leyfi fyrir rannsókninni. Hins vegar sé ljóst eftir samskipti við Íslenska erfðagreiningu að slíkt standi ekki til. Að sögn Helgu þá lá það ekki fyrir síðla í gær hvort fyrirtækið hygðist nota gögnin úr skimuninni eitthvað frekar.
Wuhan-veiran Persónuvernd Tengdar fréttir Íslensk erfðagreining mun skima fyrir kórónuveirunni í næstu viku Íslensk erfðagreining mun hefja skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund með landlækni fyrr í dag um málið þar sem komist var að þessari niðurstöðu. 8. mars 2020 12:51 Persónuvernd og Vísindasiðanefnd segja skimun ÍE ekki vera leyfisskylda Fyrirhuguð skimun Íslenskar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni er ekki leyfiskyld hjá Vísindasiðanefnd eða Persónuvernd. 8. mars 2020 10:38 Svandís skerst í skimunarleikinn Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra trúir því að af kórónuskimun Kára Stefánssonar og hans fólks hjá Íslenskri erfðagreiningu verði. Kári hafði boðist til að skima sýni fyrir heilbrigðiskerfið vegna kórónuveirunnar. Landlæknir fagnaði þessari tillögu á blaðamannafundi í gær. 7. mars 2020 22:53 „Við ætluðum að þjónusta heilbrigðiskerfið, ekki vinna vísindarannsókn“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir afstöðu Vísindasiðanefndar, og annarra, varðandi aðkomu fyrirtækisins að skimun fyrir kórónuveirunni endurspegla afstöðu sem starfsmenn ÍE hafi þurft að takast á við í 23 ár. 7. mars 2020 21:21 Ekkert verður af kórónuskimun Íslenskrar erfðagreiningar Vísindasiðanefnd segir að fyrirtækið þyrfti að sækja um leyfi þar sem skimunin yrði skilgreind sem vísindarannsókn. 7. mars 2020 19:13 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
Íslensk erfðagreining mun skima fyrir kórónuveirunni í næstu viku Íslensk erfðagreining mun hefja skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund með landlækni fyrr í dag um málið þar sem komist var að þessari niðurstöðu. 8. mars 2020 12:51
Persónuvernd og Vísindasiðanefnd segja skimun ÍE ekki vera leyfisskylda Fyrirhuguð skimun Íslenskar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni er ekki leyfiskyld hjá Vísindasiðanefnd eða Persónuvernd. 8. mars 2020 10:38
Svandís skerst í skimunarleikinn Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra trúir því að af kórónuskimun Kára Stefánssonar og hans fólks hjá Íslenskri erfðagreiningu verði. Kári hafði boðist til að skima sýni fyrir heilbrigðiskerfið vegna kórónuveirunnar. Landlæknir fagnaði þessari tillögu á blaðamannafundi í gær. 7. mars 2020 22:53
„Við ætluðum að þjónusta heilbrigðiskerfið, ekki vinna vísindarannsókn“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir afstöðu Vísindasiðanefndar, og annarra, varðandi aðkomu fyrirtækisins að skimun fyrir kórónuveirunni endurspegla afstöðu sem starfsmenn ÍE hafi þurft að takast á við í 23 ár. 7. mars 2020 21:21
Ekkert verður af kórónuskimun Íslenskrar erfðagreiningar Vísindasiðanefnd segir að fyrirtækið þyrfti að sækja um leyfi þar sem skimunin yrði skilgreind sem vísindarannsókn. 7. mars 2020 19:13