Nýir kjarasamningar BSRB: Vinnuvikan stytt og launahækkanir í samræmi við lífskjarasamninginn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2020 12:44 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Vísir/Vilhelm Fimmtán aðildarfélög BSRB skrifuðu í nótt og í morgun undir kjarasamninga við ríki og sveitarfélög. Þar með var verkföllum um 16 þúsund félagsmanna BSRB sem byrjuðu eða áttu að byrja á miðnætti aflýst. Þá var verkfalli sjúkraliða sem hófst klukkan sjö var aflýst þegar Sjúkraliðafélag Íslands skrifaði undir kjarasamning við ríkið skömmu fyrir klukkan átta í morgun. Samningarnir eru afturvirkir frá 1. apríl 2019 og gilda út 31. mars 2023 en félagsmenn BSRB höfðu verið samningslausir frá 31. mars 2019. Að því er segir í frétt á vef BSRB eru stærstu tímamótin í samningum félagsins við ríki og sveitarfélög ákvæði um styttingu vinnuvikunnar án þess að laun skerðist. Þannig munu starfsmenn í dagvinnu geta stytt vinnuviku sína niður í allt að 36 stundir. Sjúkraliðafélag Ísland og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning í morgunsárið.Vísir/Jói K. Barist fyrir styttri vinnuviku vaktavinnufólks í áraraðir Vinnuvika vaktavinnufólks styttist í 36 stundir og er mögulegt að stytta hana allt niður í 32 stundir en sú stytting á einkum við um þá sem vinna kvöld, nætur og helgarvaktir. „Þar með geta þeir sem eru í 80 prósent starfshlutfalli á þrískiptum vöktum í dag breytt starfshlutfalli sínu í 100 prósent. Þeir sem eru í lægra starfshlutfalli í dag geta unnið jafn mikið en hækkað starfshlutfall sitt og hækkað þar með laun sín. Áfram verður greitt vaktaálag fyrir vinnu utan dagvinnutíma en álag á á næturvöktum verður hækkað. Nýr launaflokkur, vaktahvati, verður greiddur til að umbuna betur fyrir þegar fólk er að mæta á fjölbreyttar vaktir,“ segir á vef BSRB. BSRB hefur gert þá kröfu í áraraðir að viðurkennt verði að 80 prósent starf í vaktavinnu jafngildi 100 prósent starfi í dagvinnu. Rökin fyrir því eru sú að þorri starfsmanna í fjölmennum stéttum sem eru í vaktavinnu treystir sér ekki til þess að vinna í hærra hlutfalli en 80 prósent vegna þess álags sem fylgir vaktavinnunni. Með kjarasamningunum sem undirritaðir voru í nótt og morgun virðist sem þessi áfangi félagsins hafi nú náðst. Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis.Vísir/Jói K. „Ansi merkilegur hlutur“ „Þetta er nú samningur sem er með þessa geypilegu breytingu hvað varðar styttingu vinnuvikunnar, bæði varðandi dagvinnufólk og varðandi vaktavinnufólk sem er náttúrulega dálítið nýtt í vaktavinnufyrirkomulagi á Íslandi og ansi merkilegur hlutur,“ sagði Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, eins af aðildarfélögum BSRB, við fréttastofu í nótt eftir að hafa náð nýjum samningi við ríkið. Spurður út í það hvernig vaktakerfið breytist sagði hann að verið væri að taka upp algjörlega nýtt vaktakerfi. Það myndi að taka klukkutíma að útskýra það því breytingin væri svo mikil. „Megindrátturinn í því er þó sá að það er mögulegt að stytta vinnuvikuna meira þar en hjá dagvinnufólki. Dagvinnufólkið fær 36 tíma en vaktavinnufólkið getur náð 32 tíma vinnuviku ef þeir eru á mjög óþægilegum vöktum,“ sagði Árni Stefán. Að auki var samið um að allir félagsmenn aðildarfélaganna sem sömdu í nótt og morgun fái 30 orlofsdaga á ári. Þetta þýðir að þeir sem voru með fæsta orlofsdaga áður bæta við sig sex dögum. Frá undirritun kjarasamnings Reykjavíkurborgar og Sameykis í nótt.Vísir/Jói K. Útfærsla launahækkana mismunandi milli samninga Hvað varðar launaliðinn þá rúmast launahækkanirnar innan ramma lífskjarasamningsins sem gerður var á almenna vinnumarkaðinum á síðasta ári. Þar var kveðið á um 90 þúsund króna hækkanir fyrir starfsfólk sem vinnur á taxta en að því er segir á vef BSRB getur útfærslan á launahækkunum verið eitthvað mismunandi á milli samninga þar sem hvert aðildarfélag fyrir sig samdi um launakjör. Ekki hefur verið greint frá öðrum atriðum samninganna síðan þeir voru undirritaðir í nótt og í morgun en vaninn er sá að kynna kjarasamninga fyrst fyrir félagsmönnum áður en þeir eru gerðir opinberir. Samningarnir verða nú kynntir félagsmönnum og bornir undir atkvæði. Þau aðildarfélög BSRB sem undirrituðu kjarasamninga í nótt og í morgun eru Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi, Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum, FOSS, stéttarfélag í almannaþjónustu, Kjölur – stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, Sameyki – stéttarfélag í almannaþjónustu, Sjúkraliðafélag Íslands, Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu, Starfsmannafélag Fjallabyggðar, Starfsmannafélag Fjarðabyggðar, Starfsmannafélag Hafnarfjarðar, Starfsmannafélag Húsavíkur, Starfsmannafélag Kópavogs, Starfsmannafélag Mosfellsbæjar, Starfsmannafélag Suðurnesja og Starfsmannafélag Vestmannaeyja. „Enn eiga fjögur aðildarfélög eftir að skrifa undir kjarasamning. Það eru Landssamband lögreglumanna, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Félag starfsmanna stjórnarráðsins og Tollvarðafélag Íslands. Búast má við að aukinn kraftur verði settur í viðræður þessara félaga nú þegar niðurstaða er komin í sameiginleg mál sem voru á borði BSRB,“ segir á vef BSRB. Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Öllum verkföllum sem hefjast áttu á miðnætti aflýst Nær öllum verkfallsaðgerðum um 16 þúsund félagsmanna BSRB sem byrjuðu eða áttu að byrja á miðnætti hefur verið aflýst. 9. mars 2020 05:48 Sameyki gerir „tímamótasamning“ við borgina Sameyki, stéttarfélag í almannaþjónustu, hefur gert kjarasamning við Reykjavíkurborg. Viðræður standa enn yfir á milli félagsins og hins opinbera. 9. mars 2020 03:02 Sjúkraliðar semja við sveitarfélög Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ) hefur skrifað undir kjarasamninga viðSamband íslenskra sveitarfélaga og verða verkföll félagsmanna því felld niður. 9. mars 2020 05:30 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Sjá meira
Fimmtán aðildarfélög BSRB skrifuðu í nótt og í morgun undir kjarasamninga við ríki og sveitarfélög. Þar með var verkföllum um 16 þúsund félagsmanna BSRB sem byrjuðu eða áttu að byrja á miðnætti aflýst. Þá var verkfalli sjúkraliða sem hófst klukkan sjö var aflýst þegar Sjúkraliðafélag Íslands skrifaði undir kjarasamning við ríkið skömmu fyrir klukkan átta í morgun. Samningarnir eru afturvirkir frá 1. apríl 2019 og gilda út 31. mars 2023 en félagsmenn BSRB höfðu verið samningslausir frá 31. mars 2019. Að því er segir í frétt á vef BSRB eru stærstu tímamótin í samningum félagsins við ríki og sveitarfélög ákvæði um styttingu vinnuvikunnar án þess að laun skerðist. Þannig munu starfsmenn í dagvinnu geta stytt vinnuviku sína niður í allt að 36 stundir. Sjúkraliðafélag Ísland og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning í morgunsárið.Vísir/Jói K. Barist fyrir styttri vinnuviku vaktavinnufólks í áraraðir Vinnuvika vaktavinnufólks styttist í 36 stundir og er mögulegt að stytta hana allt niður í 32 stundir en sú stytting á einkum við um þá sem vinna kvöld, nætur og helgarvaktir. „Þar með geta þeir sem eru í 80 prósent starfshlutfalli á þrískiptum vöktum í dag breytt starfshlutfalli sínu í 100 prósent. Þeir sem eru í lægra starfshlutfalli í dag geta unnið jafn mikið en hækkað starfshlutfall sitt og hækkað þar með laun sín. Áfram verður greitt vaktaálag fyrir vinnu utan dagvinnutíma en álag á á næturvöktum verður hækkað. Nýr launaflokkur, vaktahvati, verður greiddur til að umbuna betur fyrir þegar fólk er að mæta á fjölbreyttar vaktir,“ segir á vef BSRB. BSRB hefur gert þá kröfu í áraraðir að viðurkennt verði að 80 prósent starf í vaktavinnu jafngildi 100 prósent starfi í dagvinnu. Rökin fyrir því eru sú að þorri starfsmanna í fjölmennum stéttum sem eru í vaktavinnu treystir sér ekki til þess að vinna í hærra hlutfalli en 80 prósent vegna þess álags sem fylgir vaktavinnunni. Með kjarasamningunum sem undirritaðir voru í nótt og morgun virðist sem þessi áfangi félagsins hafi nú náðst. Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis.Vísir/Jói K. „Ansi merkilegur hlutur“ „Þetta er nú samningur sem er með þessa geypilegu breytingu hvað varðar styttingu vinnuvikunnar, bæði varðandi dagvinnufólk og varðandi vaktavinnufólk sem er náttúrulega dálítið nýtt í vaktavinnufyrirkomulagi á Íslandi og ansi merkilegur hlutur,“ sagði Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, eins af aðildarfélögum BSRB, við fréttastofu í nótt eftir að hafa náð nýjum samningi við ríkið. Spurður út í það hvernig vaktakerfið breytist sagði hann að verið væri að taka upp algjörlega nýtt vaktakerfi. Það myndi að taka klukkutíma að útskýra það því breytingin væri svo mikil. „Megindrátturinn í því er þó sá að það er mögulegt að stytta vinnuvikuna meira þar en hjá dagvinnufólki. Dagvinnufólkið fær 36 tíma en vaktavinnufólkið getur náð 32 tíma vinnuviku ef þeir eru á mjög óþægilegum vöktum,“ sagði Árni Stefán. Að auki var samið um að allir félagsmenn aðildarfélaganna sem sömdu í nótt og morgun fái 30 orlofsdaga á ári. Þetta þýðir að þeir sem voru með fæsta orlofsdaga áður bæta við sig sex dögum. Frá undirritun kjarasamnings Reykjavíkurborgar og Sameykis í nótt.Vísir/Jói K. Útfærsla launahækkana mismunandi milli samninga Hvað varðar launaliðinn þá rúmast launahækkanirnar innan ramma lífskjarasamningsins sem gerður var á almenna vinnumarkaðinum á síðasta ári. Þar var kveðið á um 90 þúsund króna hækkanir fyrir starfsfólk sem vinnur á taxta en að því er segir á vef BSRB getur útfærslan á launahækkunum verið eitthvað mismunandi á milli samninga þar sem hvert aðildarfélag fyrir sig samdi um launakjör. Ekki hefur verið greint frá öðrum atriðum samninganna síðan þeir voru undirritaðir í nótt og í morgun en vaninn er sá að kynna kjarasamninga fyrst fyrir félagsmönnum áður en þeir eru gerðir opinberir. Samningarnir verða nú kynntir félagsmönnum og bornir undir atkvæði. Þau aðildarfélög BSRB sem undirrituðu kjarasamninga í nótt og í morgun eru Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi, Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum, FOSS, stéttarfélag í almannaþjónustu, Kjölur – stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, Sameyki – stéttarfélag í almannaþjónustu, Sjúkraliðafélag Íslands, Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu, Starfsmannafélag Fjallabyggðar, Starfsmannafélag Fjarðabyggðar, Starfsmannafélag Hafnarfjarðar, Starfsmannafélag Húsavíkur, Starfsmannafélag Kópavogs, Starfsmannafélag Mosfellsbæjar, Starfsmannafélag Suðurnesja og Starfsmannafélag Vestmannaeyja. „Enn eiga fjögur aðildarfélög eftir að skrifa undir kjarasamning. Það eru Landssamband lögreglumanna, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Félag starfsmanna stjórnarráðsins og Tollvarðafélag Íslands. Búast má við að aukinn kraftur verði settur í viðræður þessara félaga nú þegar niðurstaða er komin í sameiginleg mál sem voru á borði BSRB,“ segir á vef BSRB.
Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Öllum verkföllum sem hefjast áttu á miðnætti aflýst Nær öllum verkfallsaðgerðum um 16 þúsund félagsmanna BSRB sem byrjuðu eða áttu að byrja á miðnætti hefur verið aflýst. 9. mars 2020 05:48 Sameyki gerir „tímamótasamning“ við borgina Sameyki, stéttarfélag í almannaþjónustu, hefur gert kjarasamning við Reykjavíkurborg. Viðræður standa enn yfir á milli félagsins og hins opinbera. 9. mars 2020 03:02 Sjúkraliðar semja við sveitarfélög Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ) hefur skrifað undir kjarasamninga viðSamband íslenskra sveitarfélaga og verða verkföll félagsmanna því felld niður. 9. mars 2020 05:30 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Sjá meira
Öllum verkföllum sem hefjast áttu á miðnætti aflýst Nær öllum verkfallsaðgerðum um 16 þúsund félagsmanna BSRB sem byrjuðu eða áttu að byrja á miðnætti hefur verið aflýst. 9. mars 2020 05:48
Sameyki gerir „tímamótasamning“ við borgina Sameyki, stéttarfélag í almannaþjónustu, hefur gert kjarasamning við Reykjavíkurborg. Viðræður standa enn yfir á milli félagsins og hins opinbera. 9. mars 2020 03:02
Sjúkraliðar semja við sveitarfélög Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ) hefur skrifað undir kjarasamninga viðSamband íslenskra sveitarfélaga og verða verkföll félagsmanna því felld niður. 9. mars 2020 05:30