Var í mjög litlum tengslum við smitaða einstaklinga áður en hann smitaðist af kórónuveirunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2020 17:17 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundinum í dag. Vísir/Vilhelm Einn þeirra tíu einstaklinga sem greinst hafa með kórónuveiruna hér á landi eftir svokallað innanlandssmit var í mjög litlum tengslum við smitaða einstaklinga áður en hann smitaðist. Hann fór hins vegar inn á heimili þar sem hinir smituðu höfðu verið skömmu áður og er snertismit því langlíklegasta skýringin á því að viðkomandi smitaðist, það er að hann hafi snert fleti eða yfirborð á heimilinu sem voru sýktir af veirunni eftir að hinir smituðu komu þar inn. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. „Þetta sýnir okkur bara hversu bráðsmitandi þessi veira er,“ segir Víðir. Smitleiðir kórónuveirunnar eru tvær, annars vegar snertismit og hins vegar dropasmit en snertismitið er algengari smitleiðin. Þess vegna leggja yfirvöld svo mikla áherslu á að almenningur þvoi sér nú extra vel um hendur og noti handspritt. „Þetta er langalgengasta smitleiðin, það er að þú snertir eitthvað sem veiran er á og berð það síðan upp í andlitið á þér í nefið eða munninn,“ segir Víðir. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var spurður út í það á upplýsingafundi í dag í samhengi við snertismitið hversu lengi veiran getur lifað á yfirborðsflötum. Hann sagði það vitað að veiran lifi í ákveðinn tíma á yfirborði hluta eins og allar veirur og bakteríur. Hversu lengi veirur lifa á yfirborðsflötum geti hins vegar verið breytilegt. „Það getur verið breytilegt eftir veirum og breytilegt eftir yfirborði hvort það er létt eða hrufótt eða hvort það er klæða eða tau eða eitthvað annað þvíumlíkt, breytilegt eftir hitastigi, eftir rakastigi. Þannig að þetta eru ansi víð mörk, það getur verið allt frá nokkrum klukkutímum upp í nokkra daga sem veiran getur lifað. Þannig að það er algjörlega ljóst að einhver sem hefur farið óvarlega og mengað hluti, ef fólk kemur við þá hluti eftir nokkra klukkutíma og kannski sama daginn þá getur það borið smitið í sig,“ sagði Þórólfur. Eftirfarandi segir á vef landlæknis um það hvernig kórónuveiran smitast manna á milli: Hvað er vitað um smit manna á milli? COVID-19 smitast á milli einstaklinga. Smitleið er snerti- og dropasmit, svipað og inflúensa. Það þýðir að veiran getur dreifst þegar veikur einstaklingur hóstar, hnerrar eða snýtir sér og annar einstaklingur andar að sér dropum/úða frá þeim veika eða hendur mengast af dropum og viðkomandi ber þær svo upp að andliti sínu. Fólk virðist ekki vera smitandi á meðgöngutíma áður en einkenni koma fram en sumir fá lítil sem engin einkenni og geta þó verið smitandi. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
Einn þeirra tíu einstaklinga sem greinst hafa með kórónuveiruna hér á landi eftir svokallað innanlandssmit var í mjög litlum tengslum við smitaða einstaklinga áður en hann smitaðist. Hann fór hins vegar inn á heimili þar sem hinir smituðu höfðu verið skömmu áður og er snertismit því langlíklegasta skýringin á því að viðkomandi smitaðist, það er að hann hafi snert fleti eða yfirborð á heimilinu sem voru sýktir af veirunni eftir að hinir smituðu komu þar inn. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. „Þetta sýnir okkur bara hversu bráðsmitandi þessi veira er,“ segir Víðir. Smitleiðir kórónuveirunnar eru tvær, annars vegar snertismit og hins vegar dropasmit en snertismitið er algengari smitleiðin. Þess vegna leggja yfirvöld svo mikla áherslu á að almenningur þvoi sér nú extra vel um hendur og noti handspritt. „Þetta er langalgengasta smitleiðin, það er að þú snertir eitthvað sem veiran er á og berð það síðan upp í andlitið á þér í nefið eða munninn,“ segir Víðir. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var spurður út í það á upplýsingafundi í dag í samhengi við snertismitið hversu lengi veiran getur lifað á yfirborðsflötum. Hann sagði það vitað að veiran lifi í ákveðinn tíma á yfirborði hluta eins og allar veirur og bakteríur. Hversu lengi veirur lifa á yfirborðsflötum geti hins vegar verið breytilegt. „Það getur verið breytilegt eftir veirum og breytilegt eftir yfirborði hvort það er létt eða hrufótt eða hvort það er klæða eða tau eða eitthvað annað þvíumlíkt, breytilegt eftir hitastigi, eftir rakastigi. Þannig að þetta eru ansi víð mörk, það getur verið allt frá nokkrum klukkutímum upp í nokkra daga sem veiran getur lifað. Þannig að það er algjörlega ljóst að einhver sem hefur farið óvarlega og mengað hluti, ef fólk kemur við þá hluti eftir nokkra klukkutíma og kannski sama daginn þá getur það borið smitið í sig,“ sagði Þórólfur. Eftirfarandi segir á vef landlæknis um það hvernig kórónuveiran smitast manna á milli: Hvað er vitað um smit manna á milli? COVID-19 smitast á milli einstaklinga. Smitleið er snerti- og dropasmit, svipað og inflúensa. Það þýðir að veiran getur dreifst þegar veikur einstaklingur hóstar, hnerrar eða snýtir sér og annar einstaklingur andar að sér dropum/úða frá þeim veika eða hendur mengast af dropum og viðkomandi ber þær svo upp að andliti sínu. Fólk virðist ekki vera smitandi á meðgöngutíma áður en einkenni koma fram en sumir fá lítil sem engin einkenni og geta þó verið smitandi.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira