Vissi að hann myndi lítið sem ekkert spila en var alveg sama því hann yrði milljónamæringur Anton Ingi Leifsson skrifar 18. maí 2020 23:00 Alex Song. Mynd/Nordic Photos/Getty Alex Song, fyrrum miðjumaður bæði Arsenal og Barcelona, segir að þegar hann hafi séð hvað spænski risinn var tilbúinn að borga honum í laun á viku hafi hann ekki hugsað sig tvisvar um að skrifa undir samning við félagið. Song var í skemmtilegu spjalli á samskiptamiðlinum Instagram á dögunum þar sem hann ræddi við körfuboltamanninn Pascal Siakam hjá Toronto Raptors. Þar ræddu þeir meðal annars um ákvörðun Son að fara frá Arsenal til Barcelona árið 2012. „Ég hitti yfirmann knattspyrnumála hjá Barcelona og hann sagði við mig að ég fengi ekki að spila marga leiki en mér var alveg sama. Ég vissi að ég yrði milljónamæringur. Þegar Barcelona bauð mér samninginn þá þurfti ég ekki að hugsa mig tvisvar um þegar ég sá hvað ég myndi þéna,“ sagði Song. Hann fékk 70 þúsund pund á viku hjá Barcelona en samningur hans á Arsenal hljóðaði upp á 55 þúsund pund. Hann henti svo í afar áhugaverða samlíkingu. „Ég hef alltaf sagt að tvítugur drengur sem keyrir Ferrari er blankur því þegar þú ert tvítugur þá áttu ekkert en maður sem er fimmtugur og keyrir um á Bentley er maður sem þú átt að bera virðingu fyrir.“ 'I would not play many games... but I didn't give a f***'Alex Song 'didn't think twice' about joining Barcelona after knowing he would become a millionairehttps://t.co/9mRaE0Rf04— MailOnline Sport (@MailSport) May 18, 2020 Song gekk í raðir Arsenal árið 2006 og spilaði 205 leiki fyrir félagið en hann segist hafa keypt sér sama bíl og goðsögn félagsins Thierry Henry eftir að séð hann koma á æfingasvæði félagsins í fyrsta sinn. „Þegar ég kom til Arsenal þá sá ég kónginn koma í bíl sem leit út eins og gimsteinn og ég sagði við sjálfan mig að ég þyrfti að fá mér þennan sama bíl, sama hvað hann kostaði. Ég sver það, eftir tvo mánuði þá skilaði ég bílnum, ég var búinn með peninginn og sagði við þá að gefa mér Toyota.“ „Þegar ég kom svo aftur á æfingasvæðið spurði Henry mig hvar bíllinn væri og ég sagði við hann að þetta væri ekki bíll á mínu stigi,“ sagði þessi mikli skemmtikraftur. Son er nú án liðs eftir að hafa verið rekinn frá svissneska félaginu FC Sion en það gerðist eftir að hann neitaði að taka á sig launalækkun vegna kórónuveirunnar. Spænski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ronaldo trúlofaður Fótbolti Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Sjá meira
Alex Song, fyrrum miðjumaður bæði Arsenal og Barcelona, segir að þegar hann hafi séð hvað spænski risinn var tilbúinn að borga honum í laun á viku hafi hann ekki hugsað sig tvisvar um að skrifa undir samning við félagið. Song var í skemmtilegu spjalli á samskiptamiðlinum Instagram á dögunum þar sem hann ræddi við körfuboltamanninn Pascal Siakam hjá Toronto Raptors. Þar ræddu þeir meðal annars um ákvörðun Son að fara frá Arsenal til Barcelona árið 2012. „Ég hitti yfirmann knattspyrnumála hjá Barcelona og hann sagði við mig að ég fengi ekki að spila marga leiki en mér var alveg sama. Ég vissi að ég yrði milljónamæringur. Þegar Barcelona bauð mér samninginn þá þurfti ég ekki að hugsa mig tvisvar um þegar ég sá hvað ég myndi þéna,“ sagði Song. Hann fékk 70 þúsund pund á viku hjá Barcelona en samningur hans á Arsenal hljóðaði upp á 55 þúsund pund. Hann henti svo í afar áhugaverða samlíkingu. „Ég hef alltaf sagt að tvítugur drengur sem keyrir Ferrari er blankur því þegar þú ert tvítugur þá áttu ekkert en maður sem er fimmtugur og keyrir um á Bentley er maður sem þú átt að bera virðingu fyrir.“ 'I would not play many games... but I didn't give a f***'Alex Song 'didn't think twice' about joining Barcelona after knowing he would become a millionairehttps://t.co/9mRaE0Rf04— MailOnline Sport (@MailSport) May 18, 2020 Song gekk í raðir Arsenal árið 2006 og spilaði 205 leiki fyrir félagið en hann segist hafa keypt sér sama bíl og goðsögn félagsins Thierry Henry eftir að séð hann koma á æfingasvæði félagsins í fyrsta sinn. „Þegar ég kom til Arsenal þá sá ég kónginn koma í bíl sem leit út eins og gimsteinn og ég sagði við sjálfan mig að ég þyrfti að fá mér þennan sama bíl, sama hvað hann kostaði. Ég sver það, eftir tvo mánuði þá skilaði ég bílnum, ég var búinn með peninginn og sagði við þá að gefa mér Toyota.“ „Þegar ég kom svo aftur á æfingasvæðið spurði Henry mig hvar bíllinn væri og ég sagði við hann að þetta væri ekki bíll á mínu stigi,“ sagði þessi mikli skemmtikraftur. Son er nú án liðs eftir að hafa verið rekinn frá svissneska félaginu FC Sion en það gerðist eftir að hann neitaði að taka á sig launalækkun vegna kórónuveirunnar.
Spænski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ronaldo trúlofaður Fótbolti Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Sjá meira