Merkel gefur eftir og samþykkir styrkveitingar Samúel Karl Ólason skrifar 18. maí 2020 23:41 Angela Merkel og Emmanuel Macron. EPA/ANDREAS GORA Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tilkynntu í kvöld að þau hefðu komist að samkomulagi um drög að 500 milljarða evra neyðarsjóð, sem nota á til að aðstoða þau ríki sem hafa orðið hvað verst úti vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Drögin fela í sér að öll 27 ríki Evrópusambandsins komi að sjóðinum og framkvæmdastjórnin dreifi úr honum með styrkjum. Með því hefur Merkel gefið eftir kröfur nágrannaríkja Þýskalands um að fjárhagsaðstoð vegna faraldursins komi í formi styrkja en ekki lána. Macron hefur einnig látið af kröfum sínum en hann hafði farið fram á að neyðarsjóðurinn yrði ein billjón evra. Miklar deilur hafa átt sér stað meðal aðildarríkja ESB að undanförnu varðandi sameiginlegar efnahagsaðgerðir. Að mestu hafa þær deilur snúist um það hvort neyðaraðstoð vegna faraldursins eigi að vera í formi lána eða styrkja. Ríkari ríki Evrópu hafa sett sig á móti því að aðstoðin verði í formi styrkja og hafa Þjóðverjar og Hollendingar verið í forsvari fyrir þann hóp. Sjá einnig: Framtíð ESB að veði í deilum um efnahagsleg viðbrögð Öll aðildarríki ESB þyrftu þó að samþykkja drögin og eins og bent er á í frétt Politico er óljóst að slík samstaða náist. Forsvarsmenn ríkja eins og Austurríkis, Hollands og Finnlands, hafa verið á móti styrkjum og munu líklega mótmæla tillögunum. Fyrr í dag tísti Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, eftir viðræður við ráðamenn í Danmörku, Hollandi og Svíþjóð. Hann sagði ríkisstjórn sína ekki hafa breytt stefnu sinni. Austurríki væri tilbúið til að aðstoða aðrar þjóðir ESB með lánum. Our position remains unchanged. We are ready to help most affected countries with loans. We expect the updated #MFF to reflect the new priorities rather than raising the ceiling.— Sebastian Kurz (@sebastiankurz) May 18, 2020 Það er þó ljóst að tilkynning Merkel og Macron þýðir að ákveðnum áfanga hafi verið náð. Í yfirlýsingu sagði Merkel mikilvægt að óvenjulegar aðstæður kalli eftir óvenjulegum aðgerðum. Macron sló á svipaða strengi og sagði aðstæðurnar fordæmalausar. „Veiran virðir ekki landamæri og hefur haft áhrif á alla Evrópu,“ sagði hann. Fyrr í þessum mánuði varaði framkvæmdastjórn ESB við því að útlit væri fyrir gífurlegan samdrátt í sambandinu. Sjá einnig: Vara við mesta samdrætti í sögu ESB Til stendur að leggja fram fullunnar tillögur að neyðarsjóðnum í næstu viku og verður það framkvæmdastjórnin sem gerir það. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, ítrekaði í kvöld, samkvæmt frétt BBC, að vandi ESB væri mikill. Sá vandi er hvað mestur í sunnanverðri Evrópu og þá sérstaklega á Spáni og Ítalíu. Bæði ríkin hafa orðið harkalega fyrir barðinu á faraldrinum og sömuleiðis reiða bæði ríkin á ferðaþjónustu. Sá iðnaður er nú í miklum dvala og er óvíst hvenær hann kemst á skrið á nýjan leik. Einhverjir sérfræðingar segja að það verði í minnsta lagi þar til bóluefni við Covid-19 verður klárt. Evrópusambandið Frakkland Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tilkynntu í kvöld að þau hefðu komist að samkomulagi um drög að 500 milljarða evra neyðarsjóð, sem nota á til að aðstoða þau ríki sem hafa orðið hvað verst úti vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Drögin fela í sér að öll 27 ríki Evrópusambandsins komi að sjóðinum og framkvæmdastjórnin dreifi úr honum með styrkjum. Með því hefur Merkel gefið eftir kröfur nágrannaríkja Þýskalands um að fjárhagsaðstoð vegna faraldursins komi í formi styrkja en ekki lána. Macron hefur einnig látið af kröfum sínum en hann hafði farið fram á að neyðarsjóðurinn yrði ein billjón evra. Miklar deilur hafa átt sér stað meðal aðildarríkja ESB að undanförnu varðandi sameiginlegar efnahagsaðgerðir. Að mestu hafa þær deilur snúist um það hvort neyðaraðstoð vegna faraldursins eigi að vera í formi lána eða styrkja. Ríkari ríki Evrópu hafa sett sig á móti því að aðstoðin verði í formi styrkja og hafa Þjóðverjar og Hollendingar verið í forsvari fyrir þann hóp. Sjá einnig: Framtíð ESB að veði í deilum um efnahagsleg viðbrögð Öll aðildarríki ESB þyrftu þó að samþykkja drögin og eins og bent er á í frétt Politico er óljóst að slík samstaða náist. Forsvarsmenn ríkja eins og Austurríkis, Hollands og Finnlands, hafa verið á móti styrkjum og munu líklega mótmæla tillögunum. Fyrr í dag tísti Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, eftir viðræður við ráðamenn í Danmörku, Hollandi og Svíþjóð. Hann sagði ríkisstjórn sína ekki hafa breytt stefnu sinni. Austurríki væri tilbúið til að aðstoða aðrar þjóðir ESB með lánum. Our position remains unchanged. We are ready to help most affected countries with loans. We expect the updated #MFF to reflect the new priorities rather than raising the ceiling.— Sebastian Kurz (@sebastiankurz) May 18, 2020 Það er þó ljóst að tilkynning Merkel og Macron þýðir að ákveðnum áfanga hafi verið náð. Í yfirlýsingu sagði Merkel mikilvægt að óvenjulegar aðstæður kalli eftir óvenjulegum aðgerðum. Macron sló á svipaða strengi og sagði aðstæðurnar fordæmalausar. „Veiran virðir ekki landamæri og hefur haft áhrif á alla Evrópu,“ sagði hann. Fyrr í þessum mánuði varaði framkvæmdastjórn ESB við því að útlit væri fyrir gífurlegan samdrátt í sambandinu. Sjá einnig: Vara við mesta samdrætti í sögu ESB Til stendur að leggja fram fullunnar tillögur að neyðarsjóðnum í næstu viku og verður það framkvæmdastjórnin sem gerir það. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, ítrekaði í kvöld, samkvæmt frétt BBC, að vandi ESB væri mikill. Sá vandi er hvað mestur í sunnanverðri Evrópu og þá sérstaklega á Spáni og Ítalíu. Bæði ríkin hafa orðið harkalega fyrir barðinu á faraldrinum og sömuleiðis reiða bæði ríkin á ferðaþjónustu. Sá iðnaður er nú í miklum dvala og er óvíst hvenær hann kemst á skrið á nýjan leik. Einhverjir sérfræðingar segja að það verði í minnsta lagi þar til bóluefni við Covid-19 verður klárt.
Evrópusambandið Frakkland Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Sjá meira