Fella niður kennslu vegna verkfalls: „Þetta getur orðið heilsuspillandi mjög fljótt“ Eiður Þór Árnason skrifar 10. mars 2020 20:07 Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla. Aðsend/samsett Stjórnendur Salaskóla í Kópavogi hafa tekið þá ákvörðun að fella niður alla kennslu vegna yfirstandandi verkfalls félagsmanna Eflingar. Skólastjórinn segir að útbreiðsla kórónuveirunnar hafi haft áhrif á niðurstöðuna. Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla, segir að ótímabundið verkfall Eflingar sem hófst í gær hafi haft umtalsverð áhrif á skólastarfið. Ekki er gert ráð fyrir því að hefja aftur kennslu fyrr en að kjarasamningar nást. Ruslið hleðst upp í skólanum Verkfallið nær til rúmlega 270 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi. Sjá einnig: Verkfall Eflingar í nokkrum sveitarfélögum hefst á hádegi „Allur skólinn er ræstur af Eflingarfólki og við erum ekki með neina aðkeypta ræstingu. Skólinn verður bara mjög fljótt skítugur þegar það fólk er ekki til staðar. Svo er mötuneytið líka lokað of krakkar hafa verið að koma með nesti, það bara hleðst upp ruslið hjá okkur.“ Ná ekki að halda álagsflötum hreinum Hafsteinn segir skólann til að mynda ekki geta hreinsað álagsfleti á borð við handrið og hurðarhúna í samræmi við tilmæli vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Stjórnendur Salaskóla funduðu um stöðuna seinni partinn í dag og komust að þeirri niðurstöðu að þeim þætti ekki verjandi að bjóða börnunum upp á að vera í skólanum á meðan hann væri ekki þrifinn, að sögn Hafsteins. „Við erum að gera þetta með hagsmuni og heilsu barnanna að leiðarljósi. Einhvern tímann þarf maður að draga línuna og ástandið er bara þannig í samfélaginu að við þurfum að gæta vel að hreinlæti og við getum ekki gert það ef við höfum ekki fólkið sem þarf að ræsta. Okkur fannst við ekki geta boðið upp á einn dag í viðbót.“ Telur að fleiri fylgi í kjölfarið Hann gerir ráð fyrir því að fleiri grunnskólar í Kópavogi muni grípa til þess ráðs að fella niður kennslu á næstu dögum og segir skólastjórnendur vera áhyggjufulla yfir ástandinu. „Þetta eru sjö hundruð manns sem eru mjög þétt saman og náttúrlega margt í gangi. Það er verið að borða bæði í almannarýmum og í kennslustofum sem og annars staðar. Það bara verða að vera góð þrif alltaf. Þetta getur orðið heilsuspillandi mjög fljótt.“ Það eigi ekki síður við um salerni sem þurfi jafnvel að þrífa oft á dag. Þess má geta að Salaskóli verður engu að síður opinn fyrir níundu bekkinga nú á miðvikudag og fimmtudag vegna samræmdu prófa. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um tilhögum samræmdu prófa. Verkföll 2020 Kjaramál Kópavogur Skóla - og menntamál Wuhan-veiran Tengdar fréttir Segir umhugsunarvert að ekki hafi verið hægt að ná þessari niðurstöðu fyrir einhverjum vikum Borgarstjóri Reykjavíkurborgar kveðst mjög ánægður með að samningar hafi náðst í kjaradeilu félagsmanna Eflingar og borgarinnar. 10. mars 2020 08:50 „Við mættumst á miðri leið“ Formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar segir samningurinn sem undirritaður var í nótt hafi byggt á grunni Lífskjarasamningsins. 10. mars 2020 08:03 Verkfall Eflingar í nokkrum sveitarfélögum hefst á hádegi Verkfall rúmlega 270 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi hefst klukkan 12 á hádegi. 9. mars 2020 08:21 Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli aflýst. 10. mars 2020 03:45 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Stjórnendur Salaskóla í Kópavogi hafa tekið þá ákvörðun að fella niður alla kennslu vegna yfirstandandi verkfalls félagsmanna Eflingar. Skólastjórinn segir að útbreiðsla kórónuveirunnar hafi haft áhrif á niðurstöðuna. Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla, segir að ótímabundið verkfall Eflingar sem hófst í gær hafi haft umtalsverð áhrif á skólastarfið. Ekki er gert ráð fyrir því að hefja aftur kennslu fyrr en að kjarasamningar nást. Ruslið hleðst upp í skólanum Verkfallið nær til rúmlega 270 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi. Sjá einnig: Verkfall Eflingar í nokkrum sveitarfélögum hefst á hádegi „Allur skólinn er ræstur af Eflingarfólki og við erum ekki með neina aðkeypta ræstingu. Skólinn verður bara mjög fljótt skítugur þegar það fólk er ekki til staðar. Svo er mötuneytið líka lokað of krakkar hafa verið að koma með nesti, það bara hleðst upp ruslið hjá okkur.“ Ná ekki að halda álagsflötum hreinum Hafsteinn segir skólann til að mynda ekki geta hreinsað álagsfleti á borð við handrið og hurðarhúna í samræmi við tilmæli vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Stjórnendur Salaskóla funduðu um stöðuna seinni partinn í dag og komust að þeirri niðurstöðu að þeim þætti ekki verjandi að bjóða börnunum upp á að vera í skólanum á meðan hann væri ekki þrifinn, að sögn Hafsteins. „Við erum að gera þetta með hagsmuni og heilsu barnanna að leiðarljósi. Einhvern tímann þarf maður að draga línuna og ástandið er bara þannig í samfélaginu að við þurfum að gæta vel að hreinlæti og við getum ekki gert það ef við höfum ekki fólkið sem þarf að ræsta. Okkur fannst við ekki geta boðið upp á einn dag í viðbót.“ Telur að fleiri fylgi í kjölfarið Hann gerir ráð fyrir því að fleiri grunnskólar í Kópavogi muni grípa til þess ráðs að fella niður kennslu á næstu dögum og segir skólastjórnendur vera áhyggjufulla yfir ástandinu. „Þetta eru sjö hundruð manns sem eru mjög þétt saman og náttúrlega margt í gangi. Það er verið að borða bæði í almannarýmum og í kennslustofum sem og annars staðar. Það bara verða að vera góð þrif alltaf. Þetta getur orðið heilsuspillandi mjög fljótt.“ Það eigi ekki síður við um salerni sem þurfi jafnvel að þrífa oft á dag. Þess má geta að Salaskóli verður engu að síður opinn fyrir níundu bekkinga nú á miðvikudag og fimmtudag vegna samræmdu prófa. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um tilhögum samræmdu prófa.
Verkföll 2020 Kjaramál Kópavogur Skóla - og menntamál Wuhan-veiran Tengdar fréttir Segir umhugsunarvert að ekki hafi verið hægt að ná þessari niðurstöðu fyrir einhverjum vikum Borgarstjóri Reykjavíkurborgar kveðst mjög ánægður með að samningar hafi náðst í kjaradeilu félagsmanna Eflingar og borgarinnar. 10. mars 2020 08:50 „Við mættumst á miðri leið“ Formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar segir samningurinn sem undirritaður var í nótt hafi byggt á grunni Lífskjarasamningsins. 10. mars 2020 08:03 Verkfall Eflingar í nokkrum sveitarfélögum hefst á hádegi Verkfall rúmlega 270 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi hefst klukkan 12 á hádegi. 9. mars 2020 08:21 Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli aflýst. 10. mars 2020 03:45 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Segir umhugsunarvert að ekki hafi verið hægt að ná þessari niðurstöðu fyrir einhverjum vikum Borgarstjóri Reykjavíkurborgar kveðst mjög ánægður með að samningar hafi náðst í kjaradeilu félagsmanna Eflingar og borgarinnar. 10. mars 2020 08:50
„Við mættumst á miðri leið“ Formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar segir samningurinn sem undirritaður var í nótt hafi byggt á grunni Lífskjarasamningsins. 10. mars 2020 08:03
Verkfall Eflingar í nokkrum sveitarfélögum hefst á hádegi Verkfall rúmlega 270 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi hefst klukkan 12 á hádegi. 9. mars 2020 08:21
Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli aflýst. 10. mars 2020 03:45