20 dagar í Pepsi Max: Guðmundur jafnaði markametið um leið og Pétur mætti aftur í íslenska boltann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2020 10:00 Guðmundur Torfason með gullskóinn sinn á forsíðu bókarinnar „Mörk og sætir sigrar“ eftir Sigmund Ó. Steinarsson en í bókinn var meðal annars gert upp þetta ótrúlega 1986 tímabil þar sem Guðmundur skoraði 19 mörk fyrir Íslandsmeistaralið Fram. Skjámynd/Mörk og sætir sigrar Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag er 20 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Nú er komið að öðrum manninum sem komst í nítján marka hópinn sem meðlimum í hópnum hefur síðan fjölgað síðan. Guðmundur Torfson skoraði 19 mörk í 18 leikjum með Fram sumarið 1986 og jafnaði þar með átta ára met Péturs Péturssonar frá 1978. Guðmundur varð aftur á móti fyrstur til að skora 19 mörk fyrir Íslandsmeistaralið því hann og Framarar unnu Íslandsmeistarabikarinn 1986. Pétur fór strax út í atvinnumennsku eftir 1978 tímabilið og hafði spilað í Hollandi, í Belgíu og á Spáni í átta ár. Pétur kom hins vegar aftur heim sumarið 1986 og spilaði aftur með Skagaliðinu. Pétur spilaði sinn fyrsta leik í ágúst en þá var Guðmundur kominn með 14 mörk í aðeins 13 leikjum og farinn að nálgast metið. Guðmundur jafnaði síðan markamet Péturs í næstsíðustu umferð þegar hann skoraði tvö mörk í 4-1 sigri á Fram á Laugardalsvellinum. Fyrra markið skoraði hann þegar hann fylgdi eftir eigin vítaspyrnu sem var varin en seinna markið kom á 63. mínútu með skoti sem fór af varnarmanni og í netið. Guðmundi tókst ekki að bæta metið í lokaleiknum en fagnaði engu að síður eftir hann því Framliðið tryggði sér þá Íslandmeistarabikarinn með því að gera markalaust jafntefli á móti KR. Guðmundur var reyndar nálægt því að skora en Stefán Jóhannsson, markvörður KR, varð þá frábærlega frá honum. „Ég sá boltann í markinu, hann stefndi uppí vinkilinn en Stefán varði þetta stórkostlega," sagði Guðmundur við Þjóðviljann. „Ég er alls ekkert svekktur yfir því að hafa ekki náð að skora. Ég er fyrst og fremst ánægður með Íslandsmeistaratitilinn. Nú á ég markametið með Pétri, 19 mörk, og get sett mér það markmið að bæta það næst," sagði Guðmundur enn fremur við Þjóðviljann eftir leikinn. Guðmundur fékk þó ekki tækifæri til þess því að hann fór út í atvinnumennsku og spilaði ekki aftur í deildinni fyrr en hann var orðinn 35 ára gamall og orðinn spilandi þjálfari Grindavíkur. Þá voru meðlimir nítján marka klúbbsins orðnir þrír en það er önnur saga. Annar meðlimur nítján marka klúbbsins: Guðmundur Torfason, Fram 1986 19 mörk í 18 leikjum 10 á heimavelli - 9 á útivelli 8 í fyrri hálfleik - 11 í seinni hálfeik 9 mörk i fyrri umferð - 10 mörk í seinni umferð 11 skot - 2 víti - 2 aukaspyrnur - 3 skallamörk 4 tvennur - 1 þrenna Á móti hverjum 3 mörk á móti efstu þremur liðunum 5 mörk á móti efri hluta 14 mörk á móti neðri hluta 6 mörk á móti falliðum Markahæstu mánuðir: 8 mörk í júní 5 mörk í júlí 3 mörk í ágúst Flest mörk á móti einstökum liðum 4 mörk á móti FH 3 mörk á móti Víði 3 mörk á móti Breiðabliki 3 mörk á móti ÍBV Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Fram Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag er 20 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Nú er komið að öðrum manninum sem komst í nítján marka hópinn sem meðlimum í hópnum hefur síðan fjölgað síðan. Guðmundur Torfson skoraði 19 mörk í 18 leikjum með Fram sumarið 1986 og jafnaði þar með átta ára met Péturs Péturssonar frá 1978. Guðmundur varð aftur á móti fyrstur til að skora 19 mörk fyrir Íslandsmeistaralið því hann og Framarar unnu Íslandsmeistarabikarinn 1986. Pétur fór strax út í atvinnumennsku eftir 1978 tímabilið og hafði spilað í Hollandi, í Belgíu og á Spáni í átta ár. Pétur kom hins vegar aftur heim sumarið 1986 og spilaði aftur með Skagaliðinu. Pétur spilaði sinn fyrsta leik í ágúst en þá var Guðmundur kominn með 14 mörk í aðeins 13 leikjum og farinn að nálgast metið. Guðmundur jafnaði síðan markamet Péturs í næstsíðustu umferð þegar hann skoraði tvö mörk í 4-1 sigri á Fram á Laugardalsvellinum. Fyrra markið skoraði hann þegar hann fylgdi eftir eigin vítaspyrnu sem var varin en seinna markið kom á 63. mínútu með skoti sem fór af varnarmanni og í netið. Guðmundi tókst ekki að bæta metið í lokaleiknum en fagnaði engu að síður eftir hann því Framliðið tryggði sér þá Íslandmeistarabikarinn með því að gera markalaust jafntefli á móti KR. Guðmundur var reyndar nálægt því að skora en Stefán Jóhannsson, markvörður KR, varð þá frábærlega frá honum. „Ég sá boltann í markinu, hann stefndi uppí vinkilinn en Stefán varði þetta stórkostlega," sagði Guðmundur við Þjóðviljann. „Ég er alls ekkert svekktur yfir því að hafa ekki náð að skora. Ég er fyrst og fremst ánægður með Íslandsmeistaratitilinn. Nú á ég markametið með Pétri, 19 mörk, og get sett mér það markmið að bæta það næst," sagði Guðmundur enn fremur við Þjóðviljann eftir leikinn. Guðmundur fékk þó ekki tækifæri til þess því að hann fór út í atvinnumennsku og spilaði ekki aftur í deildinni fyrr en hann var orðinn 35 ára gamall og orðinn spilandi þjálfari Grindavíkur. Þá voru meðlimir nítján marka klúbbsins orðnir þrír en það er önnur saga. Annar meðlimur nítján marka klúbbsins: Guðmundur Torfason, Fram 1986 19 mörk í 18 leikjum 10 á heimavelli - 9 á útivelli 8 í fyrri hálfleik - 11 í seinni hálfeik 9 mörk i fyrri umferð - 10 mörk í seinni umferð 11 skot - 2 víti - 2 aukaspyrnur - 3 skallamörk 4 tvennur - 1 þrenna Á móti hverjum 3 mörk á móti efstu þremur liðunum 5 mörk á móti efri hluta 14 mörk á móti neðri hluta 6 mörk á móti falliðum Markahæstu mánuðir: 8 mörk í júní 5 mörk í júlí 3 mörk í ágúst Flest mörk á móti einstökum liðum 4 mörk á móti FH 3 mörk á móti Víði 3 mörk á móti Breiðabliki 3 mörk á móti ÍBV
Annar meðlimur nítján marka klúbbsins: Guðmundur Torfason, Fram 1986 19 mörk í 18 leikjum 10 á heimavelli - 9 á útivelli 8 í fyrri hálfleik - 11 í seinni hálfeik 9 mörk i fyrri umferð - 10 mörk í seinni umferð 11 skot - 2 víti - 2 aukaspyrnur - 3 skallamörk 4 tvennur - 1 þrenna Á móti hverjum 3 mörk á móti efstu þremur liðunum 5 mörk á móti efri hluta 14 mörk á móti neðri hluta 6 mörk á móti falliðum Markahæstu mánuðir: 8 mörk í júní 5 mörk í júlí 3 mörk í ágúst Flest mörk á móti einstökum liðum 4 mörk á móti FH 3 mörk á móti Víði 3 mörk á móti Breiðabliki 3 mörk á móti ÍBV
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Fram Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann