Mál fyrrverandi starfsmanns SÁÁ endaði með þriggja milljóna króna sekt Eiður Þór Árnason skrifar 10. mars 2020 22:17 Við ákvörðun sektarinnar var horft til þess að um væri að ræða samtök sem vinna að almannaheillum fyrir sjálfsaflafé. Vísir/Sigurjón Persónuvernd hefur sektað SÁÁ um þrjár milljónir króna vegna öryggisbrests. Sektin varðar sjúkragögn sem reyndust óvænt vera í vörslu fyrrverandi starfsmanns SÁÁ. Deilt hefur verið um það hvort að hann hafi fengið þau afhent fyrir mistök eða tekið þau ófrjálsri hendi. Umrædd gögn eru talin mjög viðkvæm og er meðal annars um að ræða dagbækur af AA-fundum, sjúkraskrár og innritunarbækur á meðferðarstöðvar frá árinu 1997-2006. Málið litið mjög alvarlegum augum Fram kom í umfjöllun um málið í ágúst síðastliðnum að embætti landlæknis og Persónuvernd hafi litið málið mjög alvarlegum augum. Gögnin voru að endingu afhent embætti landlæknis. Í úrskurði Persónuverndar kemur fram að stofnunin telji að afhending sjúkraskrárgagnanna „væri afleiðing af skorti á tæknilegum og skipulagslegum ráðstöfunum af hálfu S.Á.Á. til að tryggja öryggi persónuupplýsinga.“ Sjá einnig: Viðkvæmu gögnin komin á borð landlæknis og lögreglu gert viðvart Hjalti Þór Björnsson, fyrrverandi dagskrárstjóra SÁÁ, var sagt upp störfum árið 2017 eftir þrjátíu ára starf. Hjalti komst að því síðasta sumar að hann hefði í vörslu sinni pappakassa með trúnaðargögnum um sjúklinga félagsins. Í samtali við fréttastofu í ágúst síðastliðnum sagðist hann hafa greint Persónuvernd frá málinu en þáverandi stjórn SÁÁ tilkynnti málið sömuleiðis til Persónuverndar. Var lögreglu einnig gert viðvart. Ósammála um það hvernig hann komst yfir gögnin Þá hafði deila staðið á milli Hjalta og Arnþórs Jónssonar, formanns stjórnar SÁÁ, þar sem hinn síðarnefndi sakaði Hjalta um að hafa tekið gögnin ófrjálsri hendi við starfslokin. Hjalti hefur ætíð neitað því og sagt að honum hafi borist gögnin fyrir mistök með öðru dóti í kjölfar uppsagnarinnar. Niðurstaða Persónuverndar er sú að Hjalti hafi fengið umrædd gögn með öðrum persónulegum gögnum sem hann fékk afhent árið eftir að hann hætti störfum hjá SÁÁ. Við ákvörðun sektarinnar leit Persónuvernd til þess að um væri að ræða samtök sem „vinna að almannaheillum, starfa ekki í fjárhagslegum tilgangi og leggja sjálfsaflafé til heilbrigðisþjónustu sem er opin almenningi.“ Einnig var litið til þess að mikil umbótavinna hafi verið unnin innan félagsins, sem hófst áður en upp komst um öryggisbrestinn, til að uppfylla kröfur persónuverndarlöggjafar. Persónuvernd Heilbrigðismál Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Persónuvernd hefur sektað SÁÁ um þrjár milljónir króna vegna öryggisbrests. Sektin varðar sjúkragögn sem reyndust óvænt vera í vörslu fyrrverandi starfsmanns SÁÁ. Deilt hefur verið um það hvort að hann hafi fengið þau afhent fyrir mistök eða tekið þau ófrjálsri hendi. Umrædd gögn eru talin mjög viðkvæm og er meðal annars um að ræða dagbækur af AA-fundum, sjúkraskrár og innritunarbækur á meðferðarstöðvar frá árinu 1997-2006. Málið litið mjög alvarlegum augum Fram kom í umfjöllun um málið í ágúst síðastliðnum að embætti landlæknis og Persónuvernd hafi litið málið mjög alvarlegum augum. Gögnin voru að endingu afhent embætti landlæknis. Í úrskurði Persónuverndar kemur fram að stofnunin telji að afhending sjúkraskrárgagnanna „væri afleiðing af skorti á tæknilegum og skipulagslegum ráðstöfunum af hálfu S.Á.Á. til að tryggja öryggi persónuupplýsinga.“ Sjá einnig: Viðkvæmu gögnin komin á borð landlæknis og lögreglu gert viðvart Hjalti Þór Björnsson, fyrrverandi dagskrárstjóra SÁÁ, var sagt upp störfum árið 2017 eftir þrjátíu ára starf. Hjalti komst að því síðasta sumar að hann hefði í vörslu sinni pappakassa með trúnaðargögnum um sjúklinga félagsins. Í samtali við fréttastofu í ágúst síðastliðnum sagðist hann hafa greint Persónuvernd frá málinu en þáverandi stjórn SÁÁ tilkynnti málið sömuleiðis til Persónuverndar. Var lögreglu einnig gert viðvart. Ósammála um það hvernig hann komst yfir gögnin Þá hafði deila staðið á milli Hjalta og Arnþórs Jónssonar, formanns stjórnar SÁÁ, þar sem hinn síðarnefndi sakaði Hjalta um að hafa tekið gögnin ófrjálsri hendi við starfslokin. Hjalti hefur ætíð neitað því og sagt að honum hafi borist gögnin fyrir mistök með öðru dóti í kjölfar uppsagnarinnar. Niðurstaða Persónuverndar er sú að Hjalti hafi fengið umrædd gögn með öðrum persónulegum gögnum sem hann fékk afhent árið eftir að hann hætti störfum hjá SÁÁ. Við ákvörðun sektarinnar leit Persónuvernd til þess að um væri að ræða samtök sem „vinna að almannaheillum, starfa ekki í fjárhagslegum tilgangi og leggja sjálfsaflafé til heilbrigðisþjónustu sem er opin almenningi.“ Einnig var litið til þess að mikil umbótavinna hafi verið unnin innan félagsins, sem hófst áður en upp komst um öryggisbrestinn, til að uppfylla kröfur persónuverndarlöggjafar.
Persónuvernd Heilbrigðismál Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?