Framhaldið óljóst eftir að viðræðum við flugfreyjur lauk í dag Vésteinn Örn Pétursson og Erla Björg Gunnarsdóttir skrifa 20. maí 2020 21:00 Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á þriðja tímanum í dag án niðurstöðu. Icelandair segir að nú þurfi að kanna aðra möguleika. ASÍ minnir á að lífeyrissjóðum sé ekki stætt að fjárfesta í fyrirtækjum sem gangi gegn leikreglum á íslenskum vinnumarkaði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að sér þyki miður að samningar við Flugfreyjufélagið hafi ekki náðst. „Það slitnaði upp úr í dag, því miður. Við erum búin að vera með allan fókus á því að ganga frá samningum við Flugfreyjufélagið eins og hinar flugstéttirnar okkar sem að tókst á síðustu vikum, en það gekk því miður ekki eftir og við þurfum því bara að fara yfir stöðuna núna. Allur fókus og öll vinna hefur snúist um samningana og samningaviðræðurnar.“ Á sama tíma segir Bogi að verið sé að ræða við lánadrottna, hið opinbera og fjárfesta. Lítið hafi verið hægt að gera annað en einbeita sér að samningaviðræðum. Því verði nú að fara yfir stöðuna. Aðspurður hvort Icelandair sé að skoða viðskipti við erlendar starfsmannaleigur eða verktaka til þess að manna störf flugfreyja sagði Bogi eftirfarandi: „Við erum íslenskt félag að vinna í íslensku umhverfi og leggjum mjög mikla áherslu á það. Tilboðið sem við lögðum fram í dag, eða í vikunni, var algjörlega í takt við það. Við ætlum áfram að vera íslenskt félag og vinna á íslenskum vinnumarkaði og bjóða bestu starfskjör á vesturlöndum sem í boði eru fyrir flugfreyjur og flugfreyjuþjóna.“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Egill Komast ekki nær flugfreyjum í þessum efnum Bogi segir að ekki hafi verið unnt að leggja fram nýtt tilboð sem rímaði betur við kröfur FFÍ. „Við getum ekki farið lengra, því miður. Því þá getum við ekki sagt að við séum samkeppnishæf hvað þennan kostnaðarlið varðar, þannig að við þurfum að ná þessu fram, auknu vinnuframlagi, en á sama tíma standa vörð um ráðstöfunartekjur. Við erum að bjóða grunnlaunahækkanir í þessu tilboði, sérstaklega á lægstu laun.“ Segir tilboð flugfélagsins óásættanlegt „Við mættum hér til fundar kl. 8:30 í morgun þar sem við höfnuðum tilboði Icelandair sem lá á borðinu og svöruðum með móttilboði og því var hafnað og fundi slitið í kjölfarið,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður FFÍ. Icelandair segir lokatilboð félagsins hafa innifalið eftirgjöf, með áherslu á hækkun lægstu launa. Guðlaug segir tilboðið óásættanlegt. „Lægsti skali hækkar en í því felst gríðarlega mikið aukið vinnuframlag,“ segir Guðlaug. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður FFÍ.Vísir/Arnar Flugvirkjar og flugmenn hafa tekið á sig kjaraskerðingar og Guðlaug segir hið sama gilda um móttilboð flugfreyja með auknu vinnuframlagi og skertum hvíldarrétti. „Við stöndum á örum grunni en hinar flugstéttirnar. Voru með gildan kjarasamning og hafa fengið hækkanir. Stöndum ekki á sama grunni og getum ekki ætlast til þess sama. Að auki eru launakjör þessara stétta ólík.“ Fluttar hafa verið fréttir af því samkvæmt heimildum að Icelandair skoði að semja við flugfreyjur utan stéttarfélagsins eða við nýtt stéttarfélag. Því hefur Bogi þó hafnað, eins og sagði hér að ofan. „Ég hef ekkert heyrt um það. Það eina sem kemur frá mínum félagsmönnum er að samstaðan er gríðarleg.“ Í tilkynningu frá Icelandair segir að skoða þurfi aðra möguleika fyrst samningaviðræður séu komnar í þrot. Hvergi er sagt með óyggjandi hætti að félagið muni semja við flugfreyjur utan félagsins en ASÍ hefur sent ályktun þar sem minnt er á að fjárfestingastefna lífeyrissjóða virði kjarasamninga. Þeim sé ekki stætt á að fjárfesta í fyrirtækjum sem gangi gegn leikreglum á íslenskum vinnumarkaði, stundi félagsleg undirboð eða fari gegn samningsfrelsi launafólks. „Ég tel að Icelandair sem er einn af burðarásunum í íslensku atvinnulífi ætti ekki að fara slíka braut og ég neita að trúa því,“ segir Guðlaug. Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Lokatilboðið ekkert lággjaldaflugfélagstilboð að sögn Boga Forstjóri Icelandair Group segir að lokatilboð félagsins til FFÍ hefði fært flugfélagið nær keppinautum sínum á Norðurlöndum, eins og SAS og Finnair. Starfskjör flugliða væru áfram með þeim bestu á Vesturlöndum. 20. maí 2020 17:03 Ósáttar flugfreyjur láta ekki beygja sig í duftið Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) lýsir yfir miklum vonbrigðum með það sem félagið lýsir sem einarðri og óbilgjarnri afstöðu Icelandair í árangurslausu samningaviðræðum sem staðið hafa yfir milli aðila síðustu vikur. Samningaviðræðum var slitið í dag og nýr fundur ekki í sjónmáli. 20. maí 2020 16:49 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Fundi samninganefnda Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands lauk á þriðja tímanum í dag án niðurstöðu. Icelandair segir að nú þurfi að kanna aðra möguleika. ASÍ minnir á að lífeyrissjóðum sé ekki stætt að fjárfesta í fyrirtækjum sem gangi gegn leikreglum á íslenskum vinnumarkaði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að sér þyki miður að samningar við Flugfreyjufélagið hafi ekki náðst. „Það slitnaði upp úr í dag, því miður. Við erum búin að vera með allan fókus á því að ganga frá samningum við Flugfreyjufélagið eins og hinar flugstéttirnar okkar sem að tókst á síðustu vikum, en það gekk því miður ekki eftir og við þurfum því bara að fara yfir stöðuna núna. Allur fókus og öll vinna hefur snúist um samningana og samningaviðræðurnar.“ Á sama tíma segir Bogi að verið sé að ræða við lánadrottna, hið opinbera og fjárfesta. Lítið hafi verið hægt að gera annað en einbeita sér að samningaviðræðum. Því verði nú að fara yfir stöðuna. Aðspurður hvort Icelandair sé að skoða viðskipti við erlendar starfsmannaleigur eða verktaka til þess að manna störf flugfreyja sagði Bogi eftirfarandi: „Við erum íslenskt félag að vinna í íslensku umhverfi og leggjum mjög mikla áherslu á það. Tilboðið sem við lögðum fram í dag, eða í vikunni, var algjörlega í takt við það. Við ætlum áfram að vera íslenskt félag og vinna á íslenskum vinnumarkaði og bjóða bestu starfskjör á vesturlöndum sem í boði eru fyrir flugfreyjur og flugfreyjuþjóna.“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Egill Komast ekki nær flugfreyjum í þessum efnum Bogi segir að ekki hafi verið unnt að leggja fram nýtt tilboð sem rímaði betur við kröfur FFÍ. „Við getum ekki farið lengra, því miður. Því þá getum við ekki sagt að við séum samkeppnishæf hvað þennan kostnaðarlið varðar, þannig að við þurfum að ná þessu fram, auknu vinnuframlagi, en á sama tíma standa vörð um ráðstöfunartekjur. Við erum að bjóða grunnlaunahækkanir í þessu tilboði, sérstaklega á lægstu laun.“ Segir tilboð flugfélagsins óásættanlegt „Við mættum hér til fundar kl. 8:30 í morgun þar sem við höfnuðum tilboði Icelandair sem lá á borðinu og svöruðum með móttilboði og því var hafnað og fundi slitið í kjölfarið,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður FFÍ. Icelandair segir lokatilboð félagsins hafa innifalið eftirgjöf, með áherslu á hækkun lægstu launa. Guðlaug segir tilboðið óásættanlegt. „Lægsti skali hækkar en í því felst gríðarlega mikið aukið vinnuframlag,“ segir Guðlaug. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður FFÍ.Vísir/Arnar Flugvirkjar og flugmenn hafa tekið á sig kjaraskerðingar og Guðlaug segir hið sama gilda um móttilboð flugfreyja með auknu vinnuframlagi og skertum hvíldarrétti. „Við stöndum á örum grunni en hinar flugstéttirnar. Voru með gildan kjarasamning og hafa fengið hækkanir. Stöndum ekki á sama grunni og getum ekki ætlast til þess sama. Að auki eru launakjör þessara stétta ólík.“ Fluttar hafa verið fréttir af því samkvæmt heimildum að Icelandair skoði að semja við flugfreyjur utan stéttarfélagsins eða við nýtt stéttarfélag. Því hefur Bogi þó hafnað, eins og sagði hér að ofan. „Ég hef ekkert heyrt um það. Það eina sem kemur frá mínum félagsmönnum er að samstaðan er gríðarleg.“ Í tilkynningu frá Icelandair segir að skoða þurfi aðra möguleika fyrst samningaviðræður séu komnar í þrot. Hvergi er sagt með óyggjandi hætti að félagið muni semja við flugfreyjur utan félagsins en ASÍ hefur sent ályktun þar sem minnt er á að fjárfestingastefna lífeyrissjóða virði kjarasamninga. Þeim sé ekki stætt á að fjárfesta í fyrirtækjum sem gangi gegn leikreglum á íslenskum vinnumarkaði, stundi félagsleg undirboð eða fari gegn samningsfrelsi launafólks. „Ég tel að Icelandair sem er einn af burðarásunum í íslensku atvinnulífi ætti ekki að fara slíka braut og ég neita að trúa því,“ segir Guðlaug.
Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Lokatilboðið ekkert lággjaldaflugfélagstilboð að sögn Boga Forstjóri Icelandair Group segir að lokatilboð félagsins til FFÍ hefði fært flugfélagið nær keppinautum sínum á Norðurlöndum, eins og SAS og Finnair. Starfskjör flugliða væru áfram með þeim bestu á Vesturlöndum. 20. maí 2020 17:03 Ósáttar flugfreyjur láta ekki beygja sig í duftið Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) lýsir yfir miklum vonbrigðum með það sem félagið lýsir sem einarðri og óbilgjarnri afstöðu Icelandair í árangurslausu samningaviðræðum sem staðið hafa yfir milli aðila síðustu vikur. Samningaviðræðum var slitið í dag og nýr fundur ekki í sjónmáli. 20. maí 2020 16:49 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
Lokatilboðið ekkert lággjaldaflugfélagstilboð að sögn Boga Forstjóri Icelandair Group segir að lokatilboð félagsins til FFÍ hefði fært flugfélagið nær keppinautum sínum á Norðurlöndum, eins og SAS og Finnair. Starfskjör flugliða væru áfram með þeim bestu á Vesturlöndum. 20. maí 2020 17:03
Ósáttar flugfreyjur láta ekki beygja sig í duftið Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) lýsir yfir miklum vonbrigðum með það sem félagið lýsir sem einarðri og óbilgjarnri afstöðu Icelandair í árangurslausu samningaviðræðum sem staðið hafa yfir milli aðila síðustu vikur. Samningaviðræðum var slitið í dag og nýr fundur ekki í sjónmáli. 20. maí 2020 16:49