Flugmaður þyrlu Ólafs líklega ekki nægilega ákveðinn við stjórn þyrlunnar Andri Eysteinsson skrifar 21. maí 2020 21:26 Frá slysstað í maí 2016. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að flugmaður þyrlunnar HB-ZOO, þyrlu í eigu athafnamannsins Ólafs Ólafssonar, hafi ekki verið nægilega ákveðinn við stjórn þyrlunnar sem varð til þess að hann hafði ekki fulla stjórn á stéli hennar áður en þyrlan brotlenti með fimm manns innanborðs við Nesjavelli 22. maí 2016. Skýrsla nefndarinnar vegna flugslyssins hefur verið gefin út og eru þar aðstæður og atburðarás raktar. Slysið varð rétt um klukkan 19:30 við Nesjavelli en flugmaður og fjórir farþegar höfðu verið í útsýnisflugi um Suðurlandið en eftir eins og hálfs tíma flug var komið að lendingu á hverasvæði við Hengil. Flugmaðurinn sem hafði flogið þyrlum í yfir 1.700 tíma hafði lent á staðnum áður. Þrátt fyrir reynslu flugmannsins hafði hann einungis flogið þyrlu af þessu tagi í um 40 stundir. Við lendingu klekktist þyrlunni á og við snúning missti þyrlan hæð og skall í jörðina. Meiðsli farþeganna eru sögð í skýrslunni hafa verið töluverð og gjöreyðilagðist þyrlan. Um borð í þyrlunni var eigandi hennar, Ólafur Ólafsson ásamt erlendum gestum sínum. Ólafur Ólafsson.vísir/vilhelm Í greiningu nefndarinnar á slysinu segir að líklegt sé að flugmaðurinn hafi ekki verið nægilega ákveðinn við stjórn þyrlunnar ásamt því að hafa vanmetið veðurskilyrði. Flugmaðurinn hafi talsverða reynslu á sambærilega Airbus þyrlu sem þó hefði einn hreyfil í stað tveggja. Þyrlurnar séu „ólíkar hvað varðar beitingu stjórnvala til þess að hafa fulla stjórn á stéli við þessar aðstæður.“ Nefndin beinir því til flugmanna eftir rannsóknina að gæta sérstaklega að sér þegar flogið er mismunandi tegundum loftfara og minnir nefndin einnig á mikilvægi þess að framkvæma alltaf þyngdarútreikninga og veðurupplýsingar fyrir hvert flug en slíkar athuganir höfðu ekki verið framkvæmdar í tilfelli HB-ZOO. Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið árið 2016. Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að flugmaður þyrlunnar HB-ZOO, þyrlu í eigu athafnamannsins Ólafs Ólafssonar, hafi ekki verið nægilega ákveðinn við stjórn þyrlunnar sem varð til þess að hann hafði ekki fulla stjórn á stéli hennar áður en þyrlan brotlenti með fimm manns innanborðs við Nesjavelli 22. maí 2016. Skýrsla nefndarinnar vegna flugslyssins hefur verið gefin út og eru þar aðstæður og atburðarás raktar. Slysið varð rétt um klukkan 19:30 við Nesjavelli en flugmaður og fjórir farþegar höfðu verið í útsýnisflugi um Suðurlandið en eftir eins og hálfs tíma flug var komið að lendingu á hverasvæði við Hengil. Flugmaðurinn sem hafði flogið þyrlum í yfir 1.700 tíma hafði lent á staðnum áður. Þrátt fyrir reynslu flugmannsins hafði hann einungis flogið þyrlu af þessu tagi í um 40 stundir. Við lendingu klekktist þyrlunni á og við snúning missti þyrlan hæð og skall í jörðina. Meiðsli farþeganna eru sögð í skýrslunni hafa verið töluverð og gjöreyðilagðist þyrlan. Um borð í þyrlunni var eigandi hennar, Ólafur Ólafsson ásamt erlendum gestum sínum. Ólafur Ólafsson.vísir/vilhelm Í greiningu nefndarinnar á slysinu segir að líklegt sé að flugmaðurinn hafi ekki verið nægilega ákveðinn við stjórn þyrlunnar ásamt því að hafa vanmetið veðurskilyrði. Flugmaðurinn hafi talsverða reynslu á sambærilega Airbus þyrlu sem þó hefði einn hreyfil í stað tveggja. Þyrlurnar séu „ólíkar hvað varðar beitingu stjórnvala til þess að hafa fulla stjórn á stéli við þessar aðstæður.“ Nefndin beinir því til flugmanna eftir rannsóknina að gæta sérstaklega að sér þegar flogið er mismunandi tegundum loftfara og minnir nefndin einnig á mikilvægi þess að framkvæma alltaf þyngdarútreikninga og veðurupplýsingar fyrir hvert flug en slíkar athuganir höfðu ekki verið framkvæmdar í tilfelli HB-ZOO. Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið árið 2016.
Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira