Geisladiskur frá eldri bróður Gylfa reddaði Gylfa fyrsta tækifærinu á Englandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2020 08:30 Gylfi Sigurðsson er nú orðinn sá íslenski knattspyrnumaður sem hefur skorað flest mörk og gefið flestar stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Robbie Jay Barratt Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson á eldri bróður sínum, Ólafi Má Sigurðssyni, mikið að þakka fyrir fyrsta tækifærið í enska boltanum ef marka má nýtt viðtal við Gylfa í Daily Mirror. Gylfi ræddi upphaf sitt í fótboltanum við blaðamann Mirror sem rifjaði líka upp þegar Gylfi, núverandi leikmaður Everton, kom á Goodison Park fyrst ellefu ára gamall og var þá meðal annars boltastrákur á heimaleik liðsins. Fræg mynd er til af Gylfa þar sem hann stendur ellefu ára gamall við hlið Dixie Dean styttunnar á Goodison Park. Gylfi æfði þá með krakkaliði Everton í eina viku og endaði síðan á að því að verða boltastrákur á Everton leik. Gylfi Sigurdsson reflects on youth watching English football and getting his big break | @MirrorAnderson https://t.co/xaI8pPlKlA pic.twitter.com/YB3mwsh4CA— Mirror Football (@MirrorFootball) May 21, 2020 Myndina af honum við Goodison Park tók eldri bróðir hans, Ólafur Már Sigurðsson, sem náði sjálfur að skapa sér nafn á íþróttasviðinu sem öflugur kylfingur. Ólafur hefur líka átt mikinn þátt í ferli Gylfa. Mirror segir frá því að það hafi einmitt verið elja Ólafs og trú hans á yngri bróður sínum sem hjálpaði Gylfa að komast að í enska boltanum þegar hann var mjög ungur. Ólafur Már hafði útbúið geisladisk með myndböndum af leikjum með litla bróður sínum og hann sendi síðan slíka geisladiska til enskra liða. Ólafur hafði þjálfað Gylfa á sínum tíma og reddaði honum reynslusamning hjá Preston áður en Gylfi endaði á að semja við Reading þegar hann var sextán ára gamall. „Ég fékk mjög snemma áhuga á enska fótboltanum. Enska úrvalsdeildin var alltaf í sjónvarpinu og bæði bróður minn og faðir minn voru duglegir að horfa á leikina,“ sagði Gylfi. „Svo auðvitað sat ég með þeim á sunnudögum og horfði á fótboltaleikina með þeim. Svo tók bróðir minn mig með sér til Englands nokkrum sinnum þar sem ég fékk að æfa með hinum ýmsu félögum,“ sagði Gylfi. watch on YouTube „Bróðir minn endaði á því að senda geisladisk til nokkurra félaga og ég fékk að fara á reynslu hjá nokkrum stöðum og samdi svo við Reading,“ sagði Gylfi. „Nokkrir íslenskir leikmenn höfðu farið til Englands og það voru þarna tveir hjá Reading eða þeir Ívar Ingimarsson og Brynjar Gunnarsson. Við áttum síðan menn eins og Eið Guðjohnsen, Heiðar Helguson og Hermann Hreiðarsson. Þarna voru nokkrir leikmenn til að líta upp til og sjá líka að það væri möguleika að komast í ensku úrvalsdeildina,“ sagði Gylfi. „Auðvitað var erfiðara að taka þetta skref í þá daga. Sem betur fer þá áttum við nokkra geisladiska og bróðir minn bjó einn til og sendi til Reading sem endaði á því að ég samdi við þá,“ sagði Gylfi. Enski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson á eldri bróður sínum, Ólafi Má Sigurðssyni, mikið að þakka fyrir fyrsta tækifærið í enska boltanum ef marka má nýtt viðtal við Gylfa í Daily Mirror. Gylfi ræddi upphaf sitt í fótboltanum við blaðamann Mirror sem rifjaði líka upp þegar Gylfi, núverandi leikmaður Everton, kom á Goodison Park fyrst ellefu ára gamall og var þá meðal annars boltastrákur á heimaleik liðsins. Fræg mynd er til af Gylfa þar sem hann stendur ellefu ára gamall við hlið Dixie Dean styttunnar á Goodison Park. Gylfi æfði þá með krakkaliði Everton í eina viku og endaði síðan á að því að verða boltastrákur á Everton leik. Gylfi Sigurdsson reflects on youth watching English football and getting his big break | @MirrorAnderson https://t.co/xaI8pPlKlA pic.twitter.com/YB3mwsh4CA— Mirror Football (@MirrorFootball) May 21, 2020 Myndina af honum við Goodison Park tók eldri bróðir hans, Ólafur Már Sigurðsson, sem náði sjálfur að skapa sér nafn á íþróttasviðinu sem öflugur kylfingur. Ólafur hefur líka átt mikinn þátt í ferli Gylfa. Mirror segir frá því að það hafi einmitt verið elja Ólafs og trú hans á yngri bróður sínum sem hjálpaði Gylfa að komast að í enska boltanum þegar hann var mjög ungur. Ólafur Már hafði útbúið geisladisk með myndböndum af leikjum með litla bróður sínum og hann sendi síðan slíka geisladiska til enskra liða. Ólafur hafði þjálfað Gylfa á sínum tíma og reddaði honum reynslusamning hjá Preston áður en Gylfi endaði á að semja við Reading þegar hann var sextán ára gamall. „Ég fékk mjög snemma áhuga á enska fótboltanum. Enska úrvalsdeildin var alltaf í sjónvarpinu og bæði bróður minn og faðir minn voru duglegir að horfa á leikina,“ sagði Gylfi. „Svo auðvitað sat ég með þeim á sunnudögum og horfði á fótboltaleikina með þeim. Svo tók bróðir minn mig með sér til Englands nokkrum sinnum þar sem ég fékk að æfa með hinum ýmsu félögum,“ sagði Gylfi. watch on YouTube „Bróðir minn endaði á því að senda geisladisk til nokkurra félaga og ég fékk að fara á reynslu hjá nokkrum stöðum og samdi svo við Reading,“ sagði Gylfi. „Nokkrir íslenskir leikmenn höfðu farið til Englands og það voru þarna tveir hjá Reading eða þeir Ívar Ingimarsson og Brynjar Gunnarsson. Við áttum síðan menn eins og Eið Guðjohnsen, Heiðar Helguson og Hermann Hreiðarsson. Þarna voru nokkrir leikmenn til að líta upp til og sjá líka að það væri möguleika að komast í ensku úrvalsdeildina,“ sagði Gylfi. „Auðvitað var erfiðara að taka þetta skref í þá daga. Sem betur fer þá áttum við nokkra geisladiska og bróðir minn bjó einn til og sendi til Reading sem endaði á því að ég samdi við þá,“ sagði Gylfi.
Enski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ Sjá meira