Tæknilæsið og skólakerfið Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 22. maí 2020 12:00 Um þessar mundir blása stjórnvöld til sóknar og leggja til aukna fjármuni í tækniframþróun. Leggja á fé í rannsóknir, auka stuðning við sprotafyrirtæki og efla tæknimenntun í verk- og listgreinum svo eitthvað sé nefnt. Nú skal bregðast við af myndugleika. Lítið ef nokkuð er hins vegar fjallað um aðgerðir í skólakerfinu til að mæta hinni stafrænu byltingu á sama tíma og umbreyting starfa á sér stað á ógnarhraða. Hvernig ætlum við sem samfélag að mæta þeim veruleika? Hvers vegna eru stjórnvöld ekki að leggja til stuðning við leik- og grunnskóla sérstaklega í þessari sértæku aðgerð í þágu tækniþróunar? Umbreytingar gerast ekki af sjálfu sér en einn lykilþáttur í slíkri vegferð er viðhorf. Ef við vinnum ekki að tæknilæsi allt frá fyrstu stigum menntunar þá mun samfélagi okkar ganga afar hægt að nálgast þetta nýja umhverfi. Tæknilæsi er grunnurinn að þessari umbyltingu allri, rétt eins og hefðbundið læsi tryggir aðgengi okkar að umheiminum í sinni víðustu mynd. Tæknilæsi er jafnréttismál sem tryggja þarf öllum. Hvernig ætlum við sem samfélag að efla stafræna tækni ef ekki innan skólakerfisins? Hvernig sjá stjórnvöld þá umbreytingu eiga sér stað? Eða er það utan dagskrár? Skiptir það ekki máli? Er stjórnvöldum að yfirsjást? Eða á enn eina ferðina að láta menntun barna og ungmenna mæta afgangi þegar kemur að tækniþróun? Við vitum að skortur á þekkingu og hæfni til að takast á við nýtt, starfrænt umhverfi háir skólasamfélaginu. Kennarar hafa almennt ekki menntað sig sérstaklega í tæknilæsi enda hefur það ekki staðið til boða. Endurmenntun er afar takmörkuð. Ekki síst vegna skorts á fjármagni. Hins vegar er mikil gróska meðal kennara og menntabúðir í tæknilausnum hafa slegið í gegn þar sem áhugasamir kennarar hafa stokkið á vagninn. En ekki allir. Aðgengi barna og ungmenna að tækni í skólastarfi og áhersla á tæknilæsi í námi þeirra er því alfarið háð áhuga einstakra kennara og stjórnenda. En svo risastór breyting, sem hefur áhrif á daglegar athafnir okkar, getur ekki mótast af áhuga einstakra kennara. Hana þarf að innleiða í skólakerfið með markvissum og faglegum hætti. Tæknilæsi er jafnréttismál sem tryggja þarf öllum. Gildi menntunar í stafrænni umbreytingu Ef kennarar fá ekki tækifæri til að afla sér aukinnar þekkingar á sviði stafrænnar tækni er ekki hægt að gera ràð fyrir umbreytingum sem fela í sér nýtingu stafrænnna lausna í skólastarfi. Ef enginn er þekkingin elur hún ekki af sér nýja þekkingu. Fjartæknibúnaður er t.d. gluggi inn í heim fjölbreyttra tækifæra, en ef engin er þekkingin eða kunnáttan í slíku umhverfi aðlagast skólakerfið ekki þeirri nýju hugsun og þeim tækifærum sem þar felast. Börnum og ungmennum opnast þar leið til að fá aukna þjónustu á mörgum sviðum. Kennurum opnast leið til að einfalda yfirsýn og eftirfylgni með framvindu náms með kerfum sem hönnuð eru sérstaklega utan um nám og kennslu. Allt aðgengi að sérfræðiaðstoð verður einfaldara í umhverfi fjartækninnar og leiðir af sér nýsköpun, nýjar nálganir til að veita mikilvæga þjónustu. Og getur um leið flýtt fyrir þjónustu, að ekki sé talað um jafnt aðgengi að slíkri þjónustu óháð búsetu. Hjálp í formi talþjálfunar er sá snertiflötur fjartækninnar sem einna helst hefur tengst menntakerfinu. Önnur tækifæri eru falin í fjarkennslu, sem skólakerfið tók upp án nokkurs fyrirvara eins og við öll þekkjum. En hvað svo? Ætlum við ekki að grípa gæsina og styðja skólakerfið til frekari þróunar í stafrænni tækni? Er ekki kjörið að ganga hratt og örugglega inn í skólaumhverfi 21. aldarinnar og hrista af sér iðnbyltingarumhverfið með öllu? Við höfum öðlast dýrmæta reynslu og hana eigum við að nýta, en ekki falla í sama farið. Sem betur fer sér fjöldi kennara og stjórnenda tækifæri til að stökkva inn í framtíðina og ætlar sér að nýta nýfengna þekkingu. Þeir vilja halda í veruleika jafnvægis, minni streitu og valdeflingar í lífi barna og ungmenna. Vegurinn er greiður, en áframhaldandi för ræðst samt af góðum stuðningi við tæknimenntun kennara og fjármagni sem gerir þeim kleift að hrinda verkum í framkvæmd. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir blása stjórnvöld til sóknar og leggja til aukna fjármuni í tækniframþróun. Leggja á fé í rannsóknir, auka stuðning við sprotafyrirtæki og efla tæknimenntun í verk- og listgreinum svo eitthvað sé nefnt. Nú skal bregðast við af myndugleika. Lítið ef nokkuð er hins vegar fjallað um aðgerðir í skólakerfinu til að mæta hinni stafrænu byltingu á sama tíma og umbreyting starfa á sér stað á ógnarhraða. Hvernig ætlum við sem samfélag að mæta þeim veruleika? Hvers vegna eru stjórnvöld ekki að leggja til stuðning við leik- og grunnskóla sérstaklega í þessari sértæku aðgerð í þágu tækniþróunar? Umbreytingar gerast ekki af sjálfu sér en einn lykilþáttur í slíkri vegferð er viðhorf. Ef við vinnum ekki að tæknilæsi allt frá fyrstu stigum menntunar þá mun samfélagi okkar ganga afar hægt að nálgast þetta nýja umhverfi. Tæknilæsi er grunnurinn að þessari umbyltingu allri, rétt eins og hefðbundið læsi tryggir aðgengi okkar að umheiminum í sinni víðustu mynd. Tæknilæsi er jafnréttismál sem tryggja þarf öllum. Hvernig ætlum við sem samfélag að efla stafræna tækni ef ekki innan skólakerfisins? Hvernig sjá stjórnvöld þá umbreytingu eiga sér stað? Eða er það utan dagskrár? Skiptir það ekki máli? Er stjórnvöldum að yfirsjást? Eða á enn eina ferðina að láta menntun barna og ungmenna mæta afgangi þegar kemur að tækniþróun? Við vitum að skortur á þekkingu og hæfni til að takast á við nýtt, starfrænt umhverfi háir skólasamfélaginu. Kennarar hafa almennt ekki menntað sig sérstaklega í tæknilæsi enda hefur það ekki staðið til boða. Endurmenntun er afar takmörkuð. Ekki síst vegna skorts á fjármagni. Hins vegar er mikil gróska meðal kennara og menntabúðir í tæknilausnum hafa slegið í gegn þar sem áhugasamir kennarar hafa stokkið á vagninn. En ekki allir. Aðgengi barna og ungmenna að tækni í skólastarfi og áhersla á tæknilæsi í námi þeirra er því alfarið háð áhuga einstakra kennara og stjórnenda. En svo risastór breyting, sem hefur áhrif á daglegar athafnir okkar, getur ekki mótast af áhuga einstakra kennara. Hana þarf að innleiða í skólakerfið með markvissum og faglegum hætti. Tæknilæsi er jafnréttismál sem tryggja þarf öllum. Gildi menntunar í stafrænni umbreytingu Ef kennarar fá ekki tækifæri til að afla sér aukinnar þekkingar á sviði stafrænnar tækni er ekki hægt að gera ràð fyrir umbreytingum sem fela í sér nýtingu stafrænnna lausna í skólastarfi. Ef enginn er þekkingin elur hún ekki af sér nýja þekkingu. Fjartæknibúnaður er t.d. gluggi inn í heim fjölbreyttra tækifæra, en ef engin er þekkingin eða kunnáttan í slíku umhverfi aðlagast skólakerfið ekki þeirri nýju hugsun og þeim tækifærum sem þar felast. Börnum og ungmennum opnast þar leið til að fá aukna þjónustu á mörgum sviðum. Kennurum opnast leið til að einfalda yfirsýn og eftirfylgni með framvindu náms með kerfum sem hönnuð eru sérstaklega utan um nám og kennslu. Allt aðgengi að sérfræðiaðstoð verður einfaldara í umhverfi fjartækninnar og leiðir af sér nýsköpun, nýjar nálganir til að veita mikilvæga þjónustu. Og getur um leið flýtt fyrir þjónustu, að ekki sé talað um jafnt aðgengi að slíkri þjónustu óháð búsetu. Hjálp í formi talþjálfunar er sá snertiflötur fjartækninnar sem einna helst hefur tengst menntakerfinu. Önnur tækifæri eru falin í fjarkennslu, sem skólakerfið tók upp án nokkurs fyrirvara eins og við öll þekkjum. En hvað svo? Ætlum við ekki að grípa gæsina og styðja skólakerfið til frekari þróunar í stafrænni tækni? Er ekki kjörið að ganga hratt og örugglega inn í skólaumhverfi 21. aldarinnar og hrista af sér iðnbyltingarumhverfið með öllu? Við höfum öðlast dýrmæta reynslu og hana eigum við að nýta, en ekki falla í sama farið. Sem betur fer sér fjöldi kennara og stjórnenda tækifæri til að stökkva inn í framtíðina og ætlar sér að nýta nýfengna þekkingu. Þeir vilja halda í veruleika jafnvægis, minni streitu og valdeflingar í lífi barna og ungmenna. Vegurinn er greiður, en áframhaldandi för ræðst samt af góðum stuðningi við tæknimenntun kennara og fjármagni sem gerir þeim kleift að hrinda verkum í framkvæmd. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun