„Fór til Danmerkur og lenti á vegg en sænska deildin er ekkert ósvipuð Olís-deildinni“ Anton Ingi Leifsson skrifar 23. maí 2020 11:30 Daníel Freyr er á leið út á ný. vísir/bára Handboltamarkvörðurinn Daníel Freyr Andrésson er á leið til Svíþjóðar þar sem hann mun leika með sænska liðinu Eskilstuna Guif á næstu leiktíð. Hann segir að samningurinn hafi hentað vel fyrir báða aðila. Daníel Freyr gekk í raðir Vals sumarið 2018 en hann hefur verið öflugur frá því að hann kom heim. Valur sat í toppsætinu er deildin var blásin af í vetur og var komið í 8-liða úrslit Áskorendabikars Evrópu en markvörðurinn er spenntur fyrir útlandsævintýri. „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég hef verið þarna áður á þessu svæði svo þetta er pínu eins og að koma aftur til Íslands. Þetta eru engir stórir flutningar og ekki ný deild og ekki nýtt umhverfi svo þetta leggst mjög vel í mig,“ sagði Daníel í Sportinu í dag. „Já og nei. Þetta hentar mjög vel fyrir mig að kærastan mín býr í Stokkhólmi en það er tilviljun að þetta lið kom akkúrat upp. Þetta hentaði gríðarlega vel og þeir vildu markmann sem þyrftu ekki tíma til að aðlagast svo þetta hentaði vel fyrir báða.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Daníel fer í atvinnumennsku en hann hefur áður leikið bæði í sænsku og dönsku deildinni áður en hann kom aftur heim og lék með Val. „Ég fór til Danmerkur og þar lenti maður á smá vegg. Síðan er sænska deildin ekkert svo ósvipuð Olís-deildinni á meðan danska er aðeins sterkari og meiri „physic“ og meiri atvinnumennska. Þegar ég var síðast í Svíþjóð var ég með sænskan markmannsþjálfara og þá komu fullt af nýjum hugmyndum sem var hægt að viðhalda hér. Svo eldist maður og þroskast sem leikmaður og verður betri.“ Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan en þar segir Daníel meðal annars að hann vilji spila með uppeldisfélaginu, FH, áður en ferlinum lýkur. Klippa: Sportið í dag - Daníel Freyr er á leiðinni til Svíþjóðar Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild karla Sænski handboltinn Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Handboltamarkvörðurinn Daníel Freyr Andrésson er á leið til Svíþjóðar þar sem hann mun leika með sænska liðinu Eskilstuna Guif á næstu leiktíð. Hann segir að samningurinn hafi hentað vel fyrir báða aðila. Daníel Freyr gekk í raðir Vals sumarið 2018 en hann hefur verið öflugur frá því að hann kom heim. Valur sat í toppsætinu er deildin var blásin af í vetur og var komið í 8-liða úrslit Áskorendabikars Evrópu en markvörðurinn er spenntur fyrir útlandsævintýri. „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég hef verið þarna áður á þessu svæði svo þetta er pínu eins og að koma aftur til Íslands. Þetta eru engir stórir flutningar og ekki ný deild og ekki nýtt umhverfi svo þetta leggst mjög vel í mig,“ sagði Daníel í Sportinu í dag. „Já og nei. Þetta hentar mjög vel fyrir mig að kærastan mín býr í Stokkhólmi en það er tilviljun að þetta lið kom akkúrat upp. Þetta hentaði gríðarlega vel og þeir vildu markmann sem þyrftu ekki tíma til að aðlagast svo þetta hentaði vel fyrir báða.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Daníel fer í atvinnumennsku en hann hefur áður leikið bæði í sænsku og dönsku deildinni áður en hann kom aftur heim og lék með Val. „Ég fór til Danmerkur og þar lenti maður á smá vegg. Síðan er sænska deildin ekkert svo ósvipuð Olís-deildinni á meðan danska er aðeins sterkari og meiri „physic“ og meiri atvinnumennska. Þegar ég var síðast í Svíþjóð var ég með sænskan markmannsþjálfara og þá komu fullt af nýjum hugmyndum sem var hægt að viðhalda hér. Svo eldist maður og þroskast sem leikmaður og verður betri.“ Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan en þar segir Daníel meðal annars að hann vilji spila með uppeldisfélaginu, FH, áður en ferlinum lýkur. Klippa: Sportið í dag - Daníel Freyr er á leiðinni til Svíþjóðar Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild karla Sænski handboltinn Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita