Segir að undanfarin ár hafi verið farið of geyst á kostnað yngri leikmanna Anton Ingi Leifsson skrifar 23. maí 2020 12:30 Svali er með skýra sýn á íslenska körfuboltann. vísir/s2s Svali Björgvinsson, körfuboltaspekingur, vill að KKÍ og körfuboltahreyfingin hugsi hvað sé körfuboltanum til heilla og skoði það hvernig fleiri íslenskir leikmenn geti fengið tækifæri í körfuboltanum hér heima. Svali var gestur í Sportinu í dag par sem hann ræddi meðal annars um Michael Jordan sem og stöðuna á íslenska körfuboltanum. Þar er Svali með skýra sýn og hann segir að ljóst að einhverjar breytingar verða á landsliðinu vegna kórónuveirunnar. „Það hlýtur að gerast, ekki bara hér heldur alls staðar. Einhverjar deildir munu leggjast niður og erlendir leikmenn að jafnaði verða ódýrari en svo er evran búin að hækka 20% frá því í desember og dollarinn eitthvað svipað. Við vitum ekki stöðuna á flugi og annað,“ sagi Svali. „Ég er með mína skoðuna, sem ég er búinn að tala um í mörg ár, varðandi erlenda leikmenn. Þetta snýst ekki um það að ég vilji ekki að þessir menn spili hérna og þeir eru allir velkomnir til landsins en ég held að við þurfum að fara mjög varlega. Mér finnst að undanfarin ár hafi verið farið mjög geyst á kostnað yngri leikmanna.“ Hann segir að það sé ekki bara kostnaðurinn sem veldur honum áhyggjum heldur einnig skortur á tækifærum til yngri leikmanna. „Eitt er kostnaður og samkvæmt mínu Excel skjali er þetta dýrara en að vera með íslenska leikmenn. Svo getur fólk haft mismunandi skoðanir á því. Stærstu áhyggjur mínir eru þær að hvernig ætlum við að þroska íslenska leikmenn ef við getum ekki gefið þeim tíma til að spila körfubolta?“ „Við getum ekki ætlast til að 17-20 ára æfi þrjá til fimm tíma á dag sex daga vikunnar til þess að spila 24 ára. Það er óraunhæft. Þú þarft að leggja skólann að hluta til til hliðar, þú vinnur ekki mikið með þessu og þú fórnar öllu sumrinu í þetta. Svo ætlum við að sjá til 2024 hvaða reglur verða þá. Við verðum að gefa þessu fólki spiltíma. Það er morgunljóst í mínum huga.“ Klippa: Sportið í dag - Svali vill að ungir íslenskir leikmenn fái fleiri tækifæri Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Sportið í dag Íslenski körfuboltinn Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Sjá meira
Svali Björgvinsson, körfuboltaspekingur, vill að KKÍ og körfuboltahreyfingin hugsi hvað sé körfuboltanum til heilla og skoði það hvernig fleiri íslenskir leikmenn geti fengið tækifæri í körfuboltanum hér heima. Svali var gestur í Sportinu í dag par sem hann ræddi meðal annars um Michael Jordan sem og stöðuna á íslenska körfuboltanum. Þar er Svali með skýra sýn og hann segir að ljóst að einhverjar breytingar verða á landsliðinu vegna kórónuveirunnar. „Það hlýtur að gerast, ekki bara hér heldur alls staðar. Einhverjar deildir munu leggjast niður og erlendir leikmenn að jafnaði verða ódýrari en svo er evran búin að hækka 20% frá því í desember og dollarinn eitthvað svipað. Við vitum ekki stöðuna á flugi og annað,“ sagi Svali. „Ég er með mína skoðuna, sem ég er búinn að tala um í mörg ár, varðandi erlenda leikmenn. Þetta snýst ekki um það að ég vilji ekki að þessir menn spili hérna og þeir eru allir velkomnir til landsins en ég held að við þurfum að fara mjög varlega. Mér finnst að undanfarin ár hafi verið farið mjög geyst á kostnað yngri leikmanna.“ Hann segir að það sé ekki bara kostnaðurinn sem veldur honum áhyggjum heldur einnig skortur á tækifærum til yngri leikmanna. „Eitt er kostnaður og samkvæmt mínu Excel skjali er þetta dýrara en að vera með íslenska leikmenn. Svo getur fólk haft mismunandi skoðanir á því. Stærstu áhyggjur mínir eru þær að hvernig ætlum við að þroska íslenska leikmenn ef við getum ekki gefið þeim tíma til að spila körfubolta?“ „Við getum ekki ætlast til að 17-20 ára æfi þrjá til fimm tíma á dag sex daga vikunnar til þess að spila 24 ára. Það er óraunhæft. Þú þarft að leggja skólann að hluta til til hliðar, þú vinnur ekki mikið með þessu og þú fórnar öllu sumrinu í þetta. Svo ætlum við að sjá til 2024 hvaða reglur verða þá. Við verðum að gefa þessu fólki spiltíma. Það er morgunljóst í mínum huga.“ Klippa: Sportið í dag - Svali vill að ungir íslenskir leikmenn fái fleiri tækifæri Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Sportið í dag Íslenski körfuboltinn Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Sjá meira