Sá sem lést var á sjötugsaldri Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 17. apríl 2020 18:11 Sjúklingurinn sem lést af völdum COVID-19 á Landspítalanum í gær var á sjötugsaldri. Níu eru látnir af völdum sjúkdómsins á Íslandi. Af þeim níu sem látist hafa af völdum sjúkdómsins létust sjö á Landspítalanum, einn á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík og einn á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík. Sá sem lést á Húsavík var erlendur ferðamaður á fertugsaldri. Aðrir sem látið hafa lífið af völdum sjúkdómsins voru komnir yfir sextugt. Andlát vegna COVID-19Grafík/Hafsteinn Fimmtán greindust með kórónuveiruna síðastliðinn sólarhring en það eru aðeins fleiri en í síðustu daga. Þrír eru á gjörgæsludeildum Landspítalans og á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þar af eru tveir í öndunarvél. „Kúrfan er svona á svipuðu róli. Í kringum tíu plús mínus og þetta er svona eins og við höfum sagt áður að fallið niður er svona tiltölulega hægt og hefur það verið í öðrum löndum og ég held að við þurfum ekki að búast við því að það fari mjög hratt niður,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir óvíst hvernig hægt verði að hátta samkomum í sumar. Vísir/Vilhelm Í minnisblaði sem sóttvarnarlæknir sendi heilbrigðisráðherra á dögunum kom fram að gert er ráð fyrir að fjöldasamkomur í sumar verði miðaðar við tvö þúsund manns. Þórólfur segir ekkert fast í hendi og enn eigi eftir að taka ákvörðun um fjöldatakmarkanir í sumar. „Við erum svona að reyna að fara bil beggja með því að tala um sumarið. Hvenær nákvæmlega tvö þúsund manna samkomur verða settar á, eða leyfðar, það er bara ómögulegt að segja eða hvort yfirleitt. Það verður bara að ráðast eftir því hvernig faraldurinn þróast. Ef að faraldurinn fer kannski að fara upp á við. Ég tala nú ekki um ef hann fer að koma á staði þar sem að menn áætla að halda svona samkomur þá held ég að það segi sig nú sjálft að menn þurfa að grípa til strangari aðgerða. Þannig að þetta er svona endurmat á hverjum degi sem að þarf að eiga sér stað,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Lést á Landspítalanum vegna Covid-19 Sjúklingur lést undanfarinn sólarhring á Landspítalanum vegna Covid-19 sjúkdómsins. Þetta kemur fram á vef Landspítalans. 17. apríl 2020 11:19 Andlát vegna Covid-19 Sjúklingur lést undanfarinn sólarhring á Landspítala vegna Covid-19 sjúkdómsins. 11. apríl 2020 12:21 Andlát af völdum kórónuveirunnar Sjúklingur lést á Landspítala undanfarinn sólarhring vegna Covid-19 smits. 10. apríl 2020 13:04 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Sjá meira
Sjúklingurinn sem lést af völdum COVID-19 á Landspítalanum í gær var á sjötugsaldri. Níu eru látnir af völdum sjúkdómsins á Íslandi. Af þeim níu sem látist hafa af völdum sjúkdómsins létust sjö á Landspítalanum, einn á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík og einn á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík. Sá sem lést á Húsavík var erlendur ferðamaður á fertugsaldri. Aðrir sem látið hafa lífið af völdum sjúkdómsins voru komnir yfir sextugt. Andlát vegna COVID-19Grafík/Hafsteinn Fimmtán greindust með kórónuveiruna síðastliðinn sólarhring en það eru aðeins fleiri en í síðustu daga. Þrír eru á gjörgæsludeildum Landspítalans og á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þar af eru tveir í öndunarvél. „Kúrfan er svona á svipuðu róli. Í kringum tíu plús mínus og þetta er svona eins og við höfum sagt áður að fallið niður er svona tiltölulega hægt og hefur það verið í öðrum löndum og ég held að við þurfum ekki að búast við því að það fari mjög hratt niður,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir óvíst hvernig hægt verði að hátta samkomum í sumar. Vísir/Vilhelm Í minnisblaði sem sóttvarnarlæknir sendi heilbrigðisráðherra á dögunum kom fram að gert er ráð fyrir að fjöldasamkomur í sumar verði miðaðar við tvö þúsund manns. Þórólfur segir ekkert fast í hendi og enn eigi eftir að taka ákvörðun um fjöldatakmarkanir í sumar. „Við erum svona að reyna að fara bil beggja með því að tala um sumarið. Hvenær nákvæmlega tvö þúsund manna samkomur verða settar á, eða leyfðar, það er bara ómögulegt að segja eða hvort yfirleitt. Það verður bara að ráðast eftir því hvernig faraldurinn þróast. Ef að faraldurinn fer kannski að fara upp á við. Ég tala nú ekki um ef hann fer að koma á staði þar sem að menn áætla að halda svona samkomur þá held ég að það segi sig nú sjálft að menn þurfa að grípa til strangari aðgerða. Þannig að þetta er svona endurmat á hverjum degi sem að þarf að eiga sér stað,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Lést á Landspítalanum vegna Covid-19 Sjúklingur lést undanfarinn sólarhring á Landspítalanum vegna Covid-19 sjúkdómsins. Þetta kemur fram á vef Landspítalans. 17. apríl 2020 11:19 Andlát vegna Covid-19 Sjúklingur lést undanfarinn sólarhring á Landspítala vegna Covid-19 sjúkdómsins. 11. apríl 2020 12:21 Andlát af völdum kórónuveirunnar Sjúklingur lést á Landspítala undanfarinn sólarhring vegna Covid-19 smits. 10. apríl 2020 13:04 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Sjá meira
Lést á Landspítalanum vegna Covid-19 Sjúklingur lést undanfarinn sólarhring á Landspítalanum vegna Covid-19 sjúkdómsins. Þetta kemur fram á vef Landspítalans. 17. apríl 2020 11:19
Andlát vegna Covid-19 Sjúklingur lést undanfarinn sólarhring á Landspítala vegna Covid-19 sjúkdómsins. 11. apríl 2020 12:21
Andlát af völdum kórónuveirunnar Sjúklingur lést á Landspítala undanfarinn sólarhring vegna Covid-19 smits. 10. apríl 2020 13:04