Haustþingi sennilega frestað fram í október Heimir Már Pétursson skrifar 26. maí 2020 19:00 Alþingi ætti að koma saman hinn 8. september en verður væntanlega frestað fram í október. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir að haustþingi verði frestað fram í október og þá verði fjámálaáætlun og jafnvel ný fjármálastefna ríkisstjórnarinnar lagðar fram samhliða fjárlagafrumvarpi næsta árs. Enn á hins vegar eftir að ná samkomulagi milli flokka um hvaða mál verði afgreidd í sumar. Farið er að hilla undir þinglok á yfirstandandi vorþingi sem þó mun að minnsta kosti standa út júnímánuð en formenn flokka á þingi funduðu í dag um störf þingsins framundan og í haust. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að til standi að leggja fram endurskoðaða fjármálastefnu, sem annars er aðeins lögð fram í upphafi kjörtímabils, og fjármálaáætlun til næstu fimm ára sem hefði átt að leggja fram í apríl, samhliða fjárlagafrumvarpi í haust. Forsætisráðherra segir flokkana á þingi nú í samtali um hvaða mál verða afgreidd og hvenær á Alþingi í sumar og haust.Vísir/Vilhelm „Nú þarf að raða þessu öllu upp. Þannig að Alþingi geti tekið afstöðu til þessarra plagga þegar komin verður mynd á þau. Og það liggur fyrir að það verður með haustinu,“ segir forsætisráðherra. Nú eigi sér stað samtal milli flokkanna um hvaða mál verði afgreidd í júní og hvernig þingi verði háttað, fyrir utan beinar neyðaraðgerðir, í haust. En setningu Alþingis á haustþingi verði að öllum líkindum frestað. „Við höfum verið með til skoðunar í því sömuleiðis hvort þing gæti hugsanlega komið aftur saman í ágúst og september til að fjalla um afmörkuð mál. Jafnvel þá að fresta samkomudegi þingsins fram til 1. október. Því samkvæmt stjórnarskrá eru fjárlög alltaf fyrsta mál hvers þings,“ segir Katrín. Það skipti máli að skýr rammi verði um hvað eigi að afgreiða og Alþingi verði á bakvakt í sumar. „Við sjáum fram á það til að mynda núna vegna þeirra áætlana sem uppi eru um að opna landamærin og taka þar upp skimun um miðjan júní. Þá mun þurfa ákveðnar lagabreytingar til að það sé hægt. Þannig að það eru augljóslega einhver fleiri slík mál framundan,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Útlit er fyrir að haustþingi verði frestað fram í október og þá verði fjámálaáætlun og jafnvel ný fjármálastefna ríkisstjórnarinnar lagðar fram samhliða fjárlagafrumvarpi næsta árs. Enn á hins vegar eftir að ná samkomulagi milli flokka um hvaða mál verði afgreidd í sumar. Farið er að hilla undir þinglok á yfirstandandi vorþingi sem þó mun að minnsta kosti standa út júnímánuð en formenn flokka á þingi funduðu í dag um störf þingsins framundan og í haust. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að til standi að leggja fram endurskoðaða fjármálastefnu, sem annars er aðeins lögð fram í upphafi kjörtímabils, og fjármálaáætlun til næstu fimm ára sem hefði átt að leggja fram í apríl, samhliða fjárlagafrumvarpi í haust. Forsætisráðherra segir flokkana á þingi nú í samtali um hvaða mál verða afgreidd og hvenær á Alþingi í sumar og haust.Vísir/Vilhelm „Nú þarf að raða þessu öllu upp. Þannig að Alþingi geti tekið afstöðu til þessarra plagga þegar komin verður mynd á þau. Og það liggur fyrir að það verður með haustinu,“ segir forsætisráðherra. Nú eigi sér stað samtal milli flokkanna um hvaða mál verði afgreidd í júní og hvernig þingi verði háttað, fyrir utan beinar neyðaraðgerðir, í haust. En setningu Alþingis á haustþingi verði að öllum líkindum frestað. „Við höfum verið með til skoðunar í því sömuleiðis hvort þing gæti hugsanlega komið aftur saman í ágúst og september til að fjalla um afmörkuð mál. Jafnvel þá að fresta samkomudegi þingsins fram til 1. október. Því samkvæmt stjórnarskrá eru fjárlög alltaf fyrsta mál hvers þings,“ segir Katrín. Það skipti máli að skýr rammi verði um hvað eigi að afgreiða og Alþingi verði á bakvakt í sumar. „Við sjáum fram á það til að mynda núna vegna þeirra áætlana sem uppi eru um að opna landamærin og taka þar upp skimun um miðjan júní. Þá mun þurfa ákveðnar lagabreytingar til að það sé hægt. Þannig að það eru augljóslega einhver fleiri slík mál framundan,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira