Búið að sýna fram á fyrstu lygina hjá Michael Jordan í „The Last Dance“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2020 10:30 Michael Jordan í leik með Chicago Bulls í kringum þann tíma sem hann komst loksins í gegnum Detroit Pistons liðið. Getty/Focus Michael Jordan talaði um það í „The Last Dance“ að hann hafi aldrei sagt það að hann vildi ekki Isiah Thomas í Draumaliðið í Barcelona 1992. Nú hefur gömul hljóðupptaka með Jordan komið fram í bandarískum fjölmiðlum. Jordan rifjar þar upp að hann hafi sagt það á sínum tíma að hann myndi ekki spila með Draumaliðinu ef Isiah Thomas yrði með í því liði. Mikið var gert úr því sem Jordan sagði um Isiah Thomas í „The Last Dance“ þáttunum og þá sérstaklega að hann væri enn brjálaður út í gamla Detriot Pistons manninn þrjátíu árum síðar. Maybe this will put an end to the lingering debate, reignited by ESPN s The Last Dance documentary, over whether Jordan refused to play for the 1992 U.S. Olympic Dream Team if Thomas were chosen. https://t.co/pTSOwofLb7— Post Sports (@PostSports) May 26, 2020 Valið á draumaliðinu fræga kom skömmu eftir leikinn sem gerði Jordan svona öskureiðan út í Isiah Thomas og félaga í Detriot Pistons. Thomas og stjörnur Detroit liðsins yfirgáfu þá leikinn áður en hann kláraðist og þökkuðu leikmönnum Chicago Bulls ekki fyrir seríuna sem endaði 4-0 fyrir Bulls. Þetta var í fyrsta sinn sem Chicago Bulls tókst að komast í gegnum Detriot Pistons í úrslitakeppninni og nokkrum vikum seinna var Jordan orðinn NBA meistari í fyrsta sinn. Hljóðupptakan er kannski ekki alveg skýr en þar var Jordan að ræða við Jack McCallum sem skrifaði bókina „Dream Team“ sem kom út árið 2012. Upptakan er síðan 2011. McCallum hefur staðfest það að þetta sé upptakan og það sé þar rétt haft eftir Jordan. Blaðamaður Washington Post skrifaði upp það sem Jordan sagði í þessu viðtali. Audio of Michael Jordan admitting that he told Rod Thorn that he wouldn't play on Dream Team if Isiah Thomas was on the team pic.twitter.com/TXI27fRFhV— Viral Sports (@NotScTop10plays) May 25, 2020 „Rod Thorn [Yfirmaður valnefndar Ólympíuliðsins og maðurinn sem valdi Jordan í nýliðavalinu] hringdi í mig,“ sagði Jordan. „Ég sagði: Rod, ég spila ekki ef Isiah Thomas er í liðinu. Hann fullvissaði mig um að svo væri ekki: Veistu hvað. Chuck vill ekki hafa Isiah. Isiah verður því ekki í liðinu,“ rifjaði Michael Jordan upp í þessu níu ára gamla viðtali. Chuck er Chuck Daly, sem var ekki aðeins þjálfari bandaríska Ólympíuliðsins í Barcelona 1992 heldur einnig þjálfari Thomas hjá Detriot Pistons. Jordan sagði í „The Last Dance“ að hann hafi aldrei nefnt Isiah Thomas á nafn þegar hann var spurður en Jordan sagði að það hefði verið allt önnur stemmning í liðinu hefði Thomas verið með í Barcelona 1992. NBA Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Sjá meira
Michael Jordan talaði um það í „The Last Dance“ að hann hafi aldrei sagt það að hann vildi ekki Isiah Thomas í Draumaliðið í Barcelona 1992. Nú hefur gömul hljóðupptaka með Jordan komið fram í bandarískum fjölmiðlum. Jordan rifjar þar upp að hann hafi sagt það á sínum tíma að hann myndi ekki spila með Draumaliðinu ef Isiah Thomas yrði með í því liði. Mikið var gert úr því sem Jordan sagði um Isiah Thomas í „The Last Dance“ þáttunum og þá sérstaklega að hann væri enn brjálaður út í gamla Detriot Pistons manninn þrjátíu árum síðar. Maybe this will put an end to the lingering debate, reignited by ESPN s The Last Dance documentary, over whether Jordan refused to play for the 1992 U.S. Olympic Dream Team if Thomas were chosen. https://t.co/pTSOwofLb7— Post Sports (@PostSports) May 26, 2020 Valið á draumaliðinu fræga kom skömmu eftir leikinn sem gerði Jordan svona öskureiðan út í Isiah Thomas og félaga í Detriot Pistons. Thomas og stjörnur Detroit liðsins yfirgáfu þá leikinn áður en hann kláraðist og þökkuðu leikmönnum Chicago Bulls ekki fyrir seríuna sem endaði 4-0 fyrir Bulls. Þetta var í fyrsta sinn sem Chicago Bulls tókst að komast í gegnum Detriot Pistons í úrslitakeppninni og nokkrum vikum seinna var Jordan orðinn NBA meistari í fyrsta sinn. Hljóðupptakan er kannski ekki alveg skýr en þar var Jordan að ræða við Jack McCallum sem skrifaði bókina „Dream Team“ sem kom út árið 2012. Upptakan er síðan 2011. McCallum hefur staðfest það að þetta sé upptakan og það sé þar rétt haft eftir Jordan. Blaðamaður Washington Post skrifaði upp það sem Jordan sagði í þessu viðtali. Audio of Michael Jordan admitting that he told Rod Thorn that he wouldn't play on Dream Team if Isiah Thomas was on the team pic.twitter.com/TXI27fRFhV— Viral Sports (@NotScTop10plays) May 25, 2020 „Rod Thorn [Yfirmaður valnefndar Ólympíuliðsins og maðurinn sem valdi Jordan í nýliðavalinu] hringdi í mig,“ sagði Jordan. „Ég sagði: Rod, ég spila ekki ef Isiah Thomas er í liðinu. Hann fullvissaði mig um að svo væri ekki: Veistu hvað. Chuck vill ekki hafa Isiah. Isiah verður því ekki í liðinu,“ rifjaði Michael Jordan upp í þessu níu ára gamla viðtali. Chuck er Chuck Daly, sem var ekki aðeins þjálfari bandaríska Ólympíuliðsins í Barcelona 1992 heldur einnig þjálfari Thomas hjá Detriot Pistons. Jordan sagði í „The Last Dance“ að hann hafi aldrei nefnt Isiah Thomas á nafn þegar hann var spurður en Jordan sagði að það hefði verið allt önnur stemmning í liðinu hefði Thomas verið með í Barcelona 1992.
NBA Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn