EasyJet boðar miklar uppsagnir Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. maí 2020 07:28 Starfsemi EasyJet hefur verið í algjöru frosti undanfarna mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Gareth Fuller&getty Breska lággjaldafélagið EasyJet áformar að segja upp þúsundum manna í starfsliði sínu, eða allt að þrjátíu prósentum starfsmanna. Um fimmtán þúsund manns unnu hjá félaginu í byrjun árs en eins og hjá öðrum flugfélögum hefur allt verið í frosti síðustu vikur og mánuði vegna faraldurs kórónuveiru. Gert er ráð fyrir að starfsemi hefjist að nýju um miðjan næsta mánuð, 15. júní, en forsvarsmenn EasyJet áætla að langan tíma muni taka að koma starfseminni í eðlilegt horf á ný og því þurfi að grípa til uppsagna. Balpa, stéttarfélag flugmanna, brást ókvæða við fregnum af fyrirætlunum flugfélagsins. Forsvarsmenn félagsins segja um að ræða „illa ígrundaða skyndiákvörðun“. Haft er eftir Johan Lundgren, forstjóra EasyJet, í tilkynningu að félagið átti sig á því að árferðið sé erfitt og að nú þurfi að taka sömuleiðis erfiðar ákvarðanir, sem komi til með að hafa áhrif á starfsfólk. „Við viljum tryggja að við komum undan faraldrinum sem samkeppnishæfara fyrirtæki en áður, svo að EasyJet geti blómstrað í framtíðinni,“ segir Lundgren. Fréttir af flugi Bretland Tengdar fréttir EasyJet hefur sig til flugs á ný Breska lággjaldaflugfélagið EasyJet mun hefja farþegaflug á nýjan leik þann 15. júní næstkomandi. 21. maí 2020 11:01 Easyjet kyrrsetur flotann og starfsfólk beðið um að aðstoða heilbrigðiskerfið Allur floti flugfélagsins Easyjet verður kyrrsettur til að draga úr kostnaði á meðan eftirspurn liggur í lamasessi vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þá hefur félagið náð samkomulagi við stéttarfélag starfsmanna um að áhafnir verði sendar í leyfi. 30. mars 2020 09:57 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Breska lággjaldafélagið EasyJet áformar að segja upp þúsundum manna í starfsliði sínu, eða allt að þrjátíu prósentum starfsmanna. Um fimmtán þúsund manns unnu hjá félaginu í byrjun árs en eins og hjá öðrum flugfélögum hefur allt verið í frosti síðustu vikur og mánuði vegna faraldurs kórónuveiru. Gert er ráð fyrir að starfsemi hefjist að nýju um miðjan næsta mánuð, 15. júní, en forsvarsmenn EasyJet áætla að langan tíma muni taka að koma starfseminni í eðlilegt horf á ný og því þurfi að grípa til uppsagna. Balpa, stéttarfélag flugmanna, brást ókvæða við fregnum af fyrirætlunum flugfélagsins. Forsvarsmenn félagsins segja um að ræða „illa ígrundaða skyndiákvörðun“. Haft er eftir Johan Lundgren, forstjóra EasyJet, í tilkynningu að félagið átti sig á því að árferðið sé erfitt og að nú þurfi að taka sömuleiðis erfiðar ákvarðanir, sem komi til með að hafa áhrif á starfsfólk. „Við viljum tryggja að við komum undan faraldrinum sem samkeppnishæfara fyrirtæki en áður, svo að EasyJet geti blómstrað í framtíðinni,“ segir Lundgren.
Fréttir af flugi Bretland Tengdar fréttir EasyJet hefur sig til flugs á ný Breska lággjaldaflugfélagið EasyJet mun hefja farþegaflug á nýjan leik þann 15. júní næstkomandi. 21. maí 2020 11:01 Easyjet kyrrsetur flotann og starfsfólk beðið um að aðstoða heilbrigðiskerfið Allur floti flugfélagsins Easyjet verður kyrrsettur til að draga úr kostnaði á meðan eftirspurn liggur í lamasessi vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þá hefur félagið náð samkomulagi við stéttarfélag starfsmanna um að áhafnir verði sendar í leyfi. 30. mars 2020 09:57 Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
EasyJet hefur sig til flugs á ný Breska lággjaldaflugfélagið EasyJet mun hefja farþegaflug á nýjan leik þann 15. júní næstkomandi. 21. maí 2020 11:01
Easyjet kyrrsetur flotann og starfsfólk beðið um að aðstoða heilbrigðiskerfið Allur floti flugfélagsins Easyjet verður kyrrsettur til að draga úr kostnaði á meðan eftirspurn liggur í lamasessi vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þá hefur félagið náð samkomulagi við stéttarfélag starfsmanna um að áhafnir verði sendar í leyfi. 30. mars 2020 09:57
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent