Ferðaviljinn - ætla þeir að koma? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 28. maí 2020 16:00 Orðið „ferðavilji“ er eitt mest notaða orðið í vangaveltum um framtíð ferðaþjónustunnar. Ferðavilji er auk nokkurra annarra þátta ein meginforsenda þess að líf færist í ferðaþjónustu bæði hér á landi og annars staðar. Þetta orð er ekki glænýtt, eins og mörg orð sem tengjast kórónuveirufaraldrinum. Elstu heimildir um notkun þess eru frá árinu 2010 - en notkun orðsins upp á síðkastið hefur margfaldast. Þýðing þess liggur í orðinu sjálfu, það er vilji fólks til að ferðast. Líklegt má telja að flestir hafi haft eindreginn ferðavilja þangað til kórónuveiran lamaði heimsbyggðina snemma á þessu ári, enda ferðalög orðinn einn mikilvægasti þáttur í neyslu fólks í þróuðum ríkjum á heimsvísu. Ferðavilji mun gegna lykilhlutverki Ferðavilji, eins og við skiljum hann í dag, getur flokkast í mismunandi þætti, svo sem ferðavilja til innanlandsferðalaga, til ferðalaga á milli landa og eftir því hvaða samgöngutæki eru notuð til ferðarinnar. Ferðavilji er einnig mjög einstaklingsbundinn. Hann getur ákvarðast af þjóðerni, fyrirhuguðum áfangastað, fjárhagsstöðu, fjölskyldustöðu, aldri, menntun, almennu heilsufari og persónuleikaeinkennum. Ekki hefur gefist tóm til að rannsaka almennan ferðavilja fólks nú þegar kórónuveirufaraldurinn er víða í rénun og flest lönd í Evrópu eru að slaka á klónni hvað varðar ferðaviðvaranir og lokun landamæra. Þó er ljóst að hann mun gegna lykilhlutverki við endurræsingu ferðaþjónustunnar og auðvitað af hluta til mótast af framboði flugsamgangna, upplýsingaflæði, flækjustigi í kringum ferðalög, sóttvarnarreglum sem gilda í hverju landi, öryggisáætlunum flugvalla og ferðaþjónustufyrirtækja auk stöðunnar í faraldsfræði veirunnar bæði í heimalandinu og á áfangastað. „Ég get ekki beðið!“ Svo virðist að ferðaviljinn sé til staðar hjá mörgum, alls ekki hjá sumum og svo er þriðji hópurinn tvístígandi. Hér eru nokkur raunveruleg og glæný dæmi úr Facebook-hópi Íslandsáhugafólks á þýskumælandi svæðum Evrópu: „Ég skil ekki hvernig fólk getur hugsað sér að setjast upp í flugvél til að fara í frí!“ „Ég er búinn að líma íslenska fánann á bílinn minn og ætla með ferjunni til Íslands um miðjan júlí. Ég er bjartsýnn á að það gangi eftir.“ „Hvernig er með tryggingar ef ég greinist með smit á Íslandi og verð að fara í sóttkví eða á sjúkrahús á Íslandi?“ „Það sem ég velti mest fyrir mér, er hvort ferðamenn verði yfir höfuð velkomnir á Íslandi í júní og júlí?“ „Ég vona innilega að þann 23. júní muni ég sitja í flugvélinni á leiðinni til Íslands!” „Ef einver þjóð ræður við að taka sýni og annað vesen við landamærin, þá eru það Íslendingar.“ „Mér finnst tilhugsunin um að sitja í einni kös í flugvél og fara svo í prufu á flugvellinum hræðileg.“ „Við eigum pantað flug til Íslands þann 15.júní. Ef það verður flogið, þá förum við. Ég get ekki beðið!“ Skýrar upplýsingar þurfa að liggja fyrir Við höfum einblínt undanfarið á mikilvægi opnun landamæra og samgangna til landsins, sem eru auðvitað lykilatriði. Við þurfum hins vegar að velta ferðaviljanum meira fyrir okkur og hafa í huga, hvernig við getum aukið hann hjá okkar helstu markhópum. Þar eru réttar, greinargóðar og samræmdar upplýsingar og miðlun þeirra til væntanlegra ferðamanna gríðarlega mikilvægar. Það er nauðsynlegt til að byggja upp traust - sem sennilega hefur aldrei gegnt stærra hlutverki en á þessum tímum. Ferðamenn þurfa að vita hver raunveruleg staða okkar er. Hvaða regluverk gildir varðandi ferðir þeirra til og frá landinu og um landið. Hvernig við sem þjóð högum okkar sóttvörnum og til hvaða sóttvarnarráðstafana ferðaþjónustufyrirtæki ætla að grípa. Þeir þurfa að vita nákvæmlega með hvaða kostnaði þeir þurfa að reikna, annað hvort við skimun, sóttkví eða einangrun vegna smits. Þeir þurfa að fá upplýsingar um smitrakningarforritið og hvernig það virkar. Það er langt frá því sjálfsagt hjá öllum þjóðum að veita aðgang að persónuupplýsingum sínum. Þeir þurfa að þekkja samfélagssáttmálann okkar og hvernig við ætlum að leysa úr atvikum sem munu koma upp. Hver dagur telur Þessar upplýsingar auk fyrirhugaðrar ímyndarherferðar fyrir íslenska ferðaþjónustu, þar sem við miðlum því að Ísland sé svo sannarlega öruggur staður til að vera á, geta án nokkurs vafa að minnsta kosti komið þeim tvístígandi inn í hóp þeirra ferðaviljugu. Hver dagur sem líður án þess að þessar upplýsingar liggi fyrir minnka líkur á að ferðavilji til Íslandsferða aukist og það kvarnast úr þeim hópi þar að auki. Því þurfum við að leggja ofuráherslu á og leggja nótt við dag, til að svara þeim spurningum sem brenna á bæði ferðaþjónustufyrirtækjum og ferðamönnum. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Skoðun Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Orðið „ferðavilji“ er eitt mest notaða orðið í vangaveltum um framtíð ferðaþjónustunnar. Ferðavilji er auk nokkurra annarra þátta ein meginforsenda þess að líf færist í ferðaþjónustu bæði hér á landi og annars staðar. Þetta orð er ekki glænýtt, eins og mörg orð sem tengjast kórónuveirufaraldrinum. Elstu heimildir um notkun þess eru frá árinu 2010 - en notkun orðsins upp á síðkastið hefur margfaldast. Þýðing þess liggur í orðinu sjálfu, það er vilji fólks til að ferðast. Líklegt má telja að flestir hafi haft eindreginn ferðavilja þangað til kórónuveiran lamaði heimsbyggðina snemma á þessu ári, enda ferðalög orðinn einn mikilvægasti þáttur í neyslu fólks í þróuðum ríkjum á heimsvísu. Ferðavilji mun gegna lykilhlutverki Ferðavilji, eins og við skiljum hann í dag, getur flokkast í mismunandi þætti, svo sem ferðavilja til innanlandsferðalaga, til ferðalaga á milli landa og eftir því hvaða samgöngutæki eru notuð til ferðarinnar. Ferðavilji er einnig mjög einstaklingsbundinn. Hann getur ákvarðast af þjóðerni, fyrirhuguðum áfangastað, fjárhagsstöðu, fjölskyldustöðu, aldri, menntun, almennu heilsufari og persónuleikaeinkennum. Ekki hefur gefist tóm til að rannsaka almennan ferðavilja fólks nú þegar kórónuveirufaraldurinn er víða í rénun og flest lönd í Evrópu eru að slaka á klónni hvað varðar ferðaviðvaranir og lokun landamæra. Þó er ljóst að hann mun gegna lykilhlutverki við endurræsingu ferðaþjónustunnar og auðvitað af hluta til mótast af framboði flugsamgangna, upplýsingaflæði, flækjustigi í kringum ferðalög, sóttvarnarreglum sem gilda í hverju landi, öryggisáætlunum flugvalla og ferðaþjónustufyrirtækja auk stöðunnar í faraldsfræði veirunnar bæði í heimalandinu og á áfangastað. „Ég get ekki beðið!“ Svo virðist að ferðaviljinn sé til staðar hjá mörgum, alls ekki hjá sumum og svo er þriðji hópurinn tvístígandi. Hér eru nokkur raunveruleg og glæný dæmi úr Facebook-hópi Íslandsáhugafólks á þýskumælandi svæðum Evrópu: „Ég skil ekki hvernig fólk getur hugsað sér að setjast upp í flugvél til að fara í frí!“ „Ég er búinn að líma íslenska fánann á bílinn minn og ætla með ferjunni til Íslands um miðjan júlí. Ég er bjartsýnn á að það gangi eftir.“ „Hvernig er með tryggingar ef ég greinist með smit á Íslandi og verð að fara í sóttkví eða á sjúkrahús á Íslandi?“ „Það sem ég velti mest fyrir mér, er hvort ferðamenn verði yfir höfuð velkomnir á Íslandi í júní og júlí?“ „Ég vona innilega að þann 23. júní muni ég sitja í flugvélinni á leiðinni til Íslands!” „Ef einver þjóð ræður við að taka sýni og annað vesen við landamærin, þá eru það Íslendingar.“ „Mér finnst tilhugsunin um að sitja í einni kös í flugvél og fara svo í prufu á flugvellinum hræðileg.“ „Við eigum pantað flug til Íslands þann 15.júní. Ef það verður flogið, þá förum við. Ég get ekki beðið!“ Skýrar upplýsingar þurfa að liggja fyrir Við höfum einblínt undanfarið á mikilvægi opnun landamæra og samgangna til landsins, sem eru auðvitað lykilatriði. Við þurfum hins vegar að velta ferðaviljanum meira fyrir okkur og hafa í huga, hvernig við getum aukið hann hjá okkar helstu markhópum. Þar eru réttar, greinargóðar og samræmdar upplýsingar og miðlun þeirra til væntanlegra ferðamanna gríðarlega mikilvægar. Það er nauðsynlegt til að byggja upp traust - sem sennilega hefur aldrei gegnt stærra hlutverki en á þessum tímum. Ferðamenn þurfa að vita hver raunveruleg staða okkar er. Hvaða regluverk gildir varðandi ferðir þeirra til og frá landinu og um landið. Hvernig við sem þjóð högum okkar sóttvörnum og til hvaða sóttvarnarráðstafana ferðaþjónustufyrirtæki ætla að grípa. Þeir þurfa að vita nákvæmlega með hvaða kostnaði þeir þurfa að reikna, annað hvort við skimun, sóttkví eða einangrun vegna smits. Þeir þurfa að fá upplýsingar um smitrakningarforritið og hvernig það virkar. Það er langt frá því sjálfsagt hjá öllum þjóðum að veita aðgang að persónuupplýsingum sínum. Þeir þurfa að þekkja samfélagssáttmálann okkar og hvernig við ætlum að leysa úr atvikum sem munu koma upp. Hver dagur telur Þessar upplýsingar auk fyrirhugaðrar ímyndarherferðar fyrir íslenska ferðaþjónustu, þar sem við miðlum því að Ísland sé svo sannarlega öruggur staður til að vera á, geta án nokkurs vafa að minnsta kosti komið þeim tvístígandi inn í hóp þeirra ferðaviljugu. Hver dagur sem líður án þess að þessar upplýsingar liggi fyrir minnka líkur á að ferðavilji til Íslandsferða aukist og það kvarnast úr þeim hópi þar að auki. Því þurfum við að leggja ofuráherslu á og leggja nótt við dag, til að svara þeim spurningum sem brenna á bæði ferðaþjónustufyrirtækjum og ferðamönnum. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar