„Verðum að vera nægilega stórar manneskjur til þess að láta þetta ekki snúast um okkur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2020 18:19 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kveðst ekki hafa staldrað við ummæli Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um hana sem hann lét falla í Kastljósi í gær. Það sé þó vissulega aldrei skemmtilegt þegar verið sé að halla á mann persónulega. „En ég held að við verðum að vera nægilega stórar manneskjur til þess að láta þetta ekki snúast um okkur og okkar persónu. Þannig að ég sný mér bara að mínum verkefnum og það er það sem mér finnst mikilvægast að vera dæmdur af því sem maður gerir en ekki einhverjum svona dómum,“ sagði Svandís í viðtali við Elínu Margréti Böðvarsdóttur, fréttamann, áður en fræðslufundur ÍE um Covid-19 hófst klukkan 17 í dag. Ummæli Kára um Svandísi í Kastljósi í gær hafa vakið mikla athygli. Þar sagði hann ráðherra hrokafulla eins og tíu ára stelpu og sagði ÍE ekki myndu koma að skimun erlendra ferðamanna á Keflavíkurflugvelli ef málið yrði á forræði heilbrigðisráðuneytisins. Í viðtali við fréttastofu í dag sagði Kára að bæta þyrfti samskiptin við heilbrigðisráðuneytið og líklegt væri að ÍE kæmi að skimuninni á Keflavíkurflugvelli, að minnsta kosti sem ráðgjafar. Við upphaf fræðslufundarins í dag bauð Kári svo heilbrigðisráðherra sérstaklega velkomna og þakkaði fyrir nærveru hennar. Öll tilbúin til að snúa bökum saman gegn veirunni Aðspurð hvernig staðan væri á undirbúningsvinnu varðandi skimun og hugsanlega aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar sagði Svandís: „Í sjálfu sér, þá held ég að það hafi skýrst ákveðin mál í dag og það hafi skýrst ákveðinn misskilningur í samskiptum og svo framvegis sem gerir það að verkum að við erum öll komin á þann stað að við erum öll tilbúin til þess að snúa bökum saman gegn veirunni. Fyrsti kaflinn gekk rosalega vel enda er þetta stórt og flókið samstarfsverkefni og þar hefur Decode og Íslensk erfðagreining komið að með mjög myndarlegum hætti og ég vænti þess miðað við það sem hefur komið fram í fréttum í dag að það verði líka í næsta kafla sem er sá kafli sem lýtur að skimun við landamæri. En það breytir því ekki að það þarf verulega uppbyggingu veirufræðideildar Landspítalans og við munum fara í það líka.“ Ráðherra sagði það ekki sitt að tjá sig um það hvort niðurstaðan væri sú að ÍE kæmi að verkefninu. „En það er að minnsta kosti og ég heyri ekki betur en að Íslensk erfðagreining sé reiðubúin til viðræðna á þeim grunni að koma að verkefninu, að minnsta kosti hjálpa til með að ýta því úr vör,“ sagði Svandís. Forsætisráðherra komi að málinu til að samhæfa það Hún sagði sóttvarnalækni þann embættismann sem væri í því hlutverki að ráðleggja heilbrigðisráðherra samkvæmt sóttvarnalögum um sóttvarnaráðstafanir. „Þannig að þar er verkefnið í sjálfu sér, það er að segja það sem lýtur að skimun á landamærum og hann mun gera tillögu til mín samkvæmt sóttvarnalögum og þannig er málið hjá mér að því leytinu til,“ sagði Svandís en bætti því við að málið væri mun flóknara. Þannig heyrði það undir annan ráðherra ef verið væri að tala um breytingar á lögum varðandi landamæri og ef verið væri að horfa á samgöngur þá heyrði það undir enn annan ráðherra. Forsætisráherra þyrfti því að koma að málinu til að samhæfa það. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kveðst ekki hafa staldrað við ummæli Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um hana sem hann lét falla í Kastljósi í gær. Það sé þó vissulega aldrei skemmtilegt þegar verið sé að halla á mann persónulega. „En ég held að við verðum að vera nægilega stórar manneskjur til þess að láta þetta ekki snúast um okkur og okkar persónu. Þannig að ég sný mér bara að mínum verkefnum og það er það sem mér finnst mikilvægast að vera dæmdur af því sem maður gerir en ekki einhverjum svona dómum,“ sagði Svandís í viðtali við Elínu Margréti Böðvarsdóttur, fréttamann, áður en fræðslufundur ÍE um Covid-19 hófst klukkan 17 í dag. Ummæli Kára um Svandísi í Kastljósi í gær hafa vakið mikla athygli. Þar sagði hann ráðherra hrokafulla eins og tíu ára stelpu og sagði ÍE ekki myndu koma að skimun erlendra ferðamanna á Keflavíkurflugvelli ef málið yrði á forræði heilbrigðisráðuneytisins. Í viðtali við fréttastofu í dag sagði Kára að bæta þyrfti samskiptin við heilbrigðisráðuneytið og líklegt væri að ÍE kæmi að skimuninni á Keflavíkurflugvelli, að minnsta kosti sem ráðgjafar. Við upphaf fræðslufundarins í dag bauð Kári svo heilbrigðisráðherra sérstaklega velkomna og þakkaði fyrir nærveru hennar. Öll tilbúin til að snúa bökum saman gegn veirunni Aðspurð hvernig staðan væri á undirbúningsvinnu varðandi skimun og hugsanlega aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar sagði Svandís: „Í sjálfu sér, þá held ég að það hafi skýrst ákveðin mál í dag og það hafi skýrst ákveðinn misskilningur í samskiptum og svo framvegis sem gerir það að verkum að við erum öll komin á þann stað að við erum öll tilbúin til þess að snúa bökum saman gegn veirunni. Fyrsti kaflinn gekk rosalega vel enda er þetta stórt og flókið samstarfsverkefni og þar hefur Decode og Íslensk erfðagreining komið að með mjög myndarlegum hætti og ég vænti þess miðað við það sem hefur komið fram í fréttum í dag að það verði líka í næsta kafla sem er sá kafli sem lýtur að skimun við landamæri. En það breytir því ekki að það þarf verulega uppbyggingu veirufræðideildar Landspítalans og við munum fara í það líka.“ Ráðherra sagði það ekki sitt að tjá sig um það hvort niðurstaðan væri sú að ÍE kæmi að verkefninu. „En það er að minnsta kosti og ég heyri ekki betur en að Íslensk erfðagreining sé reiðubúin til viðræðna á þeim grunni að koma að verkefninu, að minnsta kosti hjálpa til með að ýta því úr vör,“ sagði Svandís. Forsætisráðherra komi að málinu til að samhæfa það Hún sagði sóttvarnalækni þann embættismann sem væri í því hlutverki að ráðleggja heilbrigðisráðherra samkvæmt sóttvarnalögum um sóttvarnaráðstafanir. „Þannig að þar er verkefnið í sjálfu sér, það er að segja það sem lýtur að skimun á landamærum og hann mun gera tillögu til mín samkvæmt sóttvarnalögum og þannig er málið hjá mér að því leytinu til,“ sagði Svandís en bætti því við að málið væri mun flóknara. Þannig heyrði það undir annan ráðherra ef verið væri að tala um breytingar á lögum varðandi landamæri og ef verið væri að horfa á samgöngur þá heyrði það undir enn annan ráðherra. Forsætisráherra þyrfti því að koma að málinu til að samhæfa það.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira