„Hlægilegt“ að tala um of há laun í kvennaboltanum Sindri Sverrisson skrifar 29. maí 2020 07:00 Helena Ólafsdóttir hefur stýrt Pepsi Max-mörkum kvenna síðan 2016. vísir/anton Helena Ólafsdóttir, knattspyrnuþjálfari og stjórnandi Pepsi Max-marka kvenna, segir laun kvenna í fótbolta ekki komast nálægt því sem að karlarnir fái og að hlægilegt sé að heyra talað um að knattspyrnukona á Íslandi fái „of há laun“. Helena var spurð út í umræðu um launamál knattspyrnukvenna í Sportinu í dag. Segja má að sú umræða hafi farið af stað með fullyrðingum Mikaels Nikulássonar í hlaðvarpsþættinum Dr. Football um að Anna Björk Kristjánsdóttir fengi hærri laun hjá sínu nýja félagi Selfoss en flestir leikmenn í efstu deild karla. „Ég fagna því að stelpur fái laun og að einhver sjái sér hag í að borga kvenmanni eða karlmanni laun fyrir það sem þau eru að gera. Það má ekki gleymast í umræðunni að við konur eyðum alveg jafnmiklum tíma í íþróttina eins og aðrir, hvort sem það er þjálfari eða leikmaður. Þetta er bara frábær þróun, sem ég hefði viljað sjá mikið fyrr,“ sagði Helena, og bætti við: „Auðvitað á að auðvelda leikmönnum í bestu liðunum það að geta æft eins og atvinnumenn. Það hlýtur að gera deildina okkar betri og leikmenn vilja þá vera hérna. En eins og þetta hefur verið í gegnum tíðina þá eru leikmenn að vinna eða í námi.“ En Helena gaf lítið fyrir orð fyrrnefnds Mikaels þess efnis að Anna Björk fengi hærri laun en knattspyrnukona á Íslandi ætti að fá. „Þetta eru aldrei of há laun. Mér fannst það hlægileg umræða. Ég veit líka alveg hvað há laun eru karla megin, bæði hjá þjálfurum og leikmönnum, og við erum ekki nálægt því.“ Klippa: Sportið í dag - Helena um launaumræðu í kvennaboltanum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild kvenna Sportið í dag Kjaramál Tengdar fréttir Mikael svarar fyrir sig: Ég er ekki að gera lítið úr konunum þó að þær vilji meina það Mikael Nikulásson nýtti Dr. Football þáttinn í dag til að ræða það hversu ósáttar íslenskar landsliðskonur í knattspyrnu og fleiri voru með ummæli hans á dögunum. 22. maí 2020 12:53 Eiður Smári skaut fast á sparkspeking Dr. Football en eyddi svo færslunni Eiður Smári Guðjohnsen gagnrýndi ummæli sparkspekings Dr. Football sem hann lét falla á dögunum um íslenska landsliðskonu í knattspyrnu. Eiður ákvað síðan að taka færslu sína út. 22. maí 2020 09:30 Landsliðskonur ósáttar vegna ummæla um laun Önnu Bjarkar Landsliðskonum í knattspyrnu og fleirum er verulega brugðið vegna ummæla sem féllu í hlaðvarpsþætti á mánudaginn. Þar kom fram sú skoðun að Anna Björk Kristjánsdóttir, sem samdi við Selfoss um helgina, væri á hærri launum en konur ættu skilið að fá. 20. maí 2020 11:50 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss Sjá meira
Helena Ólafsdóttir, knattspyrnuþjálfari og stjórnandi Pepsi Max-marka kvenna, segir laun kvenna í fótbolta ekki komast nálægt því sem að karlarnir fái og að hlægilegt sé að heyra talað um að knattspyrnukona á Íslandi fái „of há laun“. Helena var spurð út í umræðu um launamál knattspyrnukvenna í Sportinu í dag. Segja má að sú umræða hafi farið af stað með fullyrðingum Mikaels Nikulássonar í hlaðvarpsþættinum Dr. Football um að Anna Björk Kristjánsdóttir fengi hærri laun hjá sínu nýja félagi Selfoss en flestir leikmenn í efstu deild karla. „Ég fagna því að stelpur fái laun og að einhver sjái sér hag í að borga kvenmanni eða karlmanni laun fyrir það sem þau eru að gera. Það má ekki gleymast í umræðunni að við konur eyðum alveg jafnmiklum tíma í íþróttina eins og aðrir, hvort sem það er þjálfari eða leikmaður. Þetta er bara frábær þróun, sem ég hefði viljað sjá mikið fyrr,“ sagði Helena, og bætti við: „Auðvitað á að auðvelda leikmönnum í bestu liðunum það að geta æft eins og atvinnumenn. Það hlýtur að gera deildina okkar betri og leikmenn vilja þá vera hérna. En eins og þetta hefur verið í gegnum tíðina þá eru leikmenn að vinna eða í námi.“ En Helena gaf lítið fyrir orð fyrrnefnds Mikaels þess efnis að Anna Björk fengi hærri laun en knattspyrnukona á Íslandi ætti að fá. „Þetta eru aldrei of há laun. Mér fannst það hlægileg umræða. Ég veit líka alveg hvað há laun eru karla megin, bæði hjá þjálfurum og leikmönnum, og við erum ekki nálægt því.“ Klippa: Sportið í dag - Helena um launaumræðu í kvennaboltanum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild kvenna Sportið í dag Kjaramál Tengdar fréttir Mikael svarar fyrir sig: Ég er ekki að gera lítið úr konunum þó að þær vilji meina það Mikael Nikulásson nýtti Dr. Football þáttinn í dag til að ræða það hversu ósáttar íslenskar landsliðskonur í knattspyrnu og fleiri voru með ummæli hans á dögunum. 22. maí 2020 12:53 Eiður Smári skaut fast á sparkspeking Dr. Football en eyddi svo færslunni Eiður Smári Guðjohnsen gagnrýndi ummæli sparkspekings Dr. Football sem hann lét falla á dögunum um íslenska landsliðskonu í knattspyrnu. Eiður ákvað síðan að taka færslu sína út. 22. maí 2020 09:30 Landsliðskonur ósáttar vegna ummæla um laun Önnu Bjarkar Landsliðskonum í knattspyrnu og fleirum er verulega brugðið vegna ummæla sem féllu í hlaðvarpsþætti á mánudaginn. Þar kom fram sú skoðun að Anna Björk Kristjánsdóttir, sem samdi við Selfoss um helgina, væri á hærri launum en konur ættu skilið að fá. 20. maí 2020 11:50 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss Sjá meira
Mikael svarar fyrir sig: Ég er ekki að gera lítið úr konunum þó að þær vilji meina það Mikael Nikulásson nýtti Dr. Football þáttinn í dag til að ræða það hversu ósáttar íslenskar landsliðskonur í knattspyrnu og fleiri voru með ummæli hans á dögunum. 22. maí 2020 12:53
Eiður Smári skaut fast á sparkspeking Dr. Football en eyddi svo færslunni Eiður Smári Guðjohnsen gagnrýndi ummæli sparkspekings Dr. Football sem hann lét falla á dögunum um íslenska landsliðskonu í knattspyrnu. Eiður ákvað síðan að taka færslu sína út. 22. maí 2020 09:30
Landsliðskonur ósáttar vegna ummæla um laun Önnu Bjarkar Landsliðskonum í knattspyrnu og fleirum er verulega brugðið vegna ummæla sem féllu í hlaðvarpsþætti á mánudaginn. Þar kom fram sú skoðun að Anna Björk Kristjánsdóttir, sem samdi við Selfoss um helgina, væri á hærri launum en konur ættu skilið að fá. 20. maí 2020 11:50