Venesúelamenn hafa lifibrauð af Runescape Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. maí 2020 09:00 Runescape er enn vinsæll fjölspilunarleikur þrátt fyrir að vera kominn til ára sinna. Mynd/Spineweilder Eflaust muna mörg þeirra sem höfðu aðgang að tölvu upp úr aldamótum eftir tímamótatölvuleiknum Runescape. Þessi fjölspilunarleikur úr smiðju Jagex vakti stormandi lukku, raunar svo mikla að enn í dag spila hundruð þúsunda upprunalega útgáfu leiksins. Stór hluti þessara spilara býr í Venesúela. Ríki sem var áður á meðal þeirra auðugustu í Suður-Ameríku en tekst nú á við sögulega djúpa efnahagslægð. Viðskiptaþvinganir, lækkandi olíuverð og spilling hafa valdið himinhárri verðbólgu og á meirihluti landsmanna jafnan í vandræðum með að hafa í sig og á. En hvers vegna eru landsmenn þá í stórum stíl að verja tíma sínum í Runescape? Sanka að sér gulli Runescape er ekki einungis afþreyingarefni í Venesúela. Samkvæmt samantekt The Economist um málið er þetta aðalatvinna fjölmargra. Venesúelamenn vinna nú margir við að sanka að sér gulli, gjaldmiðli leiksins, og selja það svo öðrum. Fær gullgrafari getur aflað um fimm þúsund króna á mánuði, sem er ekkert slor enda lágmarkslaun í landinu ekki nema um þúsund krónur. Tölvuleikjamiðillinn Polygon tók nokkra gullgrafara tali á dögunum. Einn þeirra er Martinez. Hann hafði sagt upp bókhaldarastarfi sínu þegar verðbólgan var orðin svo mikil að launin dugðu ekki til að lifa af. Hann frétti af Runescape frá nágranna sínum. Alls náði Martinez að safna 450 bandaríkjadölum með því að selja gull í tölvuleiknum fornfræga. Peningana nýtti hann til þess að flýja til Perú. Þar hélt hann svo áfram að spila þar til hann átti efni á því að flytja móður sína og kærustu tl sín. Þennan skjá þekkja trúlega fjölmargir Íslendingar.Mynd/Spineweilder Raska spiluninni Aðrir spilarar Runescape eru auðvitað misánægðir með það hversu margir Venesúelamenn selja nú gull í leiknum. Þeir eru sagðir einoka mikilvæg svæði í leiknum og jú, brjóta reglurnar. Jagex, fyrirtækið á bakvið Runescape, sagði í svari við fyrirspurn Polygon að það væri stranglega bannað að selja gull í leiknum. Hins vegar hefði fyrirtækið samúð með Venesúelamönnum. Óánægja annarra spilara hefur orðið til þess að þeir hafa sumir gripið á það ráð að drepa markvisst persónur Venesúelamanna í leiknum, líkt og National Interest greindi frá. Aðrir hafa þó meiri samúð með gullkaupmönnunum. Í innleggi á Reddit sagði einn spilari að það að drepa Venesúelamenn í leiknum, og þannig láta þá tapa öllu gulli sínu, væri í raun eins og að drepa þá í raunheimum. Leikjavísir Venesúela Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Sjá meira
Eflaust muna mörg þeirra sem höfðu aðgang að tölvu upp úr aldamótum eftir tímamótatölvuleiknum Runescape. Þessi fjölspilunarleikur úr smiðju Jagex vakti stormandi lukku, raunar svo mikla að enn í dag spila hundruð þúsunda upprunalega útgáfu leiksins. Stór hluti þessara spilara býr í Venesúela. Ríki sem var áður á meðal þeirra auðugustu í Suður-Ameríku en tekst nú á við sögulega djúpa efnahagslægð. Viðskiptaþvinganir, lækkandi olíuverð og spilling hafa valdið himinhárri verðbólgu og á meirihluti landsmanna jafnan í vandræðum með að hafa í sig og á. En hvers vegna eru landsmenn þá í stórum stíl að verja tíma sínum í Runescape? Sanka að sér gulli Runescape er ekki einungis afþreyingarefni í Venesúela. Samkvæmt samantekt The Economist um málið er þetta aðalatvinna fjölmargra. Venesúelamenn vinna nú margir við að sanka að sér gulli, gjaldmiðli leiksins, og selja það svo öðrum. Fær gullgrafari getur aflað um fimm þúsund króna á mánuði, sem er ekkert slor enda lágmarkslaun í landinu ekki nema um þúsund krónur. Tölvuleikjamiðillinn Polygon tók nokkra gullgrafara tali á dögunum. Einn þeirra er Martinez. Hann hafði sagt upp bókhaldarastarfi sínu þegar verðbólgan var orðin svo mikil að launin dugðu ekki til að lifa af. Hann frétti af Runescape frá nágranna sínum. Alls náði Martinez að safna 450 bandaríkjadölum með því að selja gull í tölvuleiknum fornfræga. Peningana nýtti hann til þess að flýja til Perú. Þar hélt hann svo áfram að spila þar til hann átti efni á því að flytja móður sína og kærustu tl sín. Þennan skjá þekkja trúlega fjölmargir Íslendingar.Mynd/Spineweilder Raska spiluninni Aðrir spilarar Runescape eru auðvitað misánægðir með það hversu margir Venesúelamenn selja nú gull í leiknum. Þeir eru sagðir einoka mikilvæg svæði í leiknum og jú, brjóta reglurnar. Jagex, fyrirtækið á bakvið Runescape, sagði í svari við fyrirspurn Polygon að það væri stranglega bannað að selja gull í leiknum. Hins vegar hefði fyrirtækið samúð með Venesúelamönnum. Óánægja annarra spilara hefur orðið til þess að þeir hafa sumir gripið á það ráð að drepa markvisst persónur Venesúelamanna í leiknum, líkt og National Interest greindi frá. Aðrir hafa þó meiri samúð með gullkaupmönnunum. Í innleggi á Reddit sagði einn spilari að það að drepa Venesúelamenn í leiknum, og þannig láta þá tapa öllu gulli sínu, væri í raun eins og að drepa þá í raunheimum.
Leikjavísir Venesúela Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Sjá meira