Kim Kielsen myndar nýja landsstjórn á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 30. maí 2020 08:10 Stjórnarsáttmálinn undirritaður í Nuuk í gær. Kim Kielsen í miðið, Vittus Qujaukitsoq til vinstri og Nivi Olsen til hægri. Mynd/Naalakkersuisut. Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, kynnti nýja landsstjórn á fréttamannafundi í Nuuk í gær. Demokraterne, flokkur með 6 þingmenn, sem áður varði minnihlutastjórn Siumut-flokksins og Nunatta Qitornai-flokksins falli, gerðist aðili að stjórninni, sem þar með varð meirihlutastjórn með 17 þingmenn af 31 á grænlenska þinginu. Demokraterne telst frjálslyndur flokkur hægra megin við miðju og hefur haft efasemdir um að Grænland eigi að stíga frekari skref til sjálfstæðis frá Danmörku. Formaður flokksins, Nivi Olsen, skýrði frá því að helsta krafa flokksins í stjórnarmyndunarviðræðunum hefði verið sú að ekki skyldu leggjast á nýir skattar né gjöld. „Þetta er stór dagur fyrir flokkinn okkar og það var ekki auðveld ákvörðun að ganga til liðs við stjórnina. Við hefðum getað valið að standa fyrir utan en það er ekki í okkar eðli að sitja hjá. Við öxlum ábyrgð og ætlum núna að verða hluti af stjórnarsamstarfinu,“ sagði Nivi Olsen. Hún tekur þó sjálf ekki sæti í stjórninni, en flokkur hennar fékk þrjú ráðherraembætti; utanríkis- og orkumál, atvinnu- og jarðefnamál, og heilbrigðismál. Kim Kielsen fékk mikla athygli á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Reykjavík í ágúst í fyrrasumar eftir að Donald Trump sagðist vilja kaupa Grænland.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Óróleiki og upphlaup hafa einkennt grænlensk stjórnmál um langt skeið og ráðherrar komið og farið úr stjórn Kielsens. Þá mátti hann nýlega þola uppreisn innan eigin flokks, Siumut, þar sem gerð var tilraun til að fella hann úr leiðtogasætinu. Sjá hér: Kim Kielsen hélt velli á Grænlandi Samstarfsflokkurinn, Nunatta Qitornai, en nafnið þýðir Afkomendur lands vors, byrjaði raunar sem klofningsbrot úr Siumut-flokknum árið 2017. Stofnandi flokksins og formaður, Vittus Qujaukitsoq, hafði áður gegnt ráðherraembætti fyrir Siumut en hann er núna fjármálaráðherra. Eftir þingkosningar vorið 2018 myndaði Kim Kielsen fjögurra flokka stjórn, sem svo sprakk með látum um haustið vegna ágreinings um fjárstuðning dönsku ríkisstjórnarinnar til flugvallauppbyggingar. Kielsen myndaði þá þriggja flokka minnihlutastjórn eftir pólitísk hrossakaup um gerð ellefu flugvalla og eins vegar. Sjá hér: Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Sú stjórn entist þó aðeins fram á vor 2019 þegar Atassut-flokkurinn yfirgaf stjórnarsamstarfið. Frétt Stöðvar 2 af því þegar grænlenska stjórnin sprakk vegna flugvallasamningsins haustið 2018 má sjá hér: Grænland Norðurslóðir Danmörk Tengdar fréttir Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21 Rútujeppi úr áli vísir að íslenskri bílaframleiðslu Íslenskt fyrirtæki hefur samið við Grænlendinga um að sérsmíða umhverfisvæna bíla til að nota á fyrsta þjóðvegi Grænlands. Þetta yrði fyrsti raðsmíðaði íslenski bíllinn og byggður á áratuga reynslu Íslendinga af jeppaferðamennsku á hálendinu. 14. maí 2020 22:24 Fyrsti þjóðvegur Grænlands byrjar sem mjór fjórhjólaslóði Fyrsti áfangi í lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, sem kallaður verður Arctic Circle Road, hefur verið boðinn út. Vegna fjárskort er fyrsti áfangi þó aðeins hugsaður sem mjór fjórhjólaslóði. 11. maí 2020 16:47 Kielsen kynnti olíukóngum Texas útboð Grænlendinga Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt áætlun um að bjóða út olíuleit á fimm svæðum á næstu tveimur árum, þar á meðal á tveimur við Austur-Grænland, þeirri hlið sem snýr að Íslandi. 18. febrúar 2020 22:15 Ístak í hópi verktaka sem fá að bjóða í nýjan aðalflugvöll Suður-Grænlands Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. 12. febrúar 2020 22:00 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, kynnti nýja landsstjórn á fréttamannafundi í Nuuk í gær. Demokraterne, flokkur með 6 þingmenn, sem áður varði minnihlutastjórn Siumut-flokksins og Nunatta Qitornai-flokksins falli, gerðist aðili að stjórninni, sem þar með varð meirihlutastjórn með 17 þingmenn af 31 á grænlenska þinginu. Demokraterne telst frjálslyndur flokkur hægra megin við miðju og hefur haft efasemdir um að Grænland eigi að stíga frekari skref til sjálfstæðis frá Danmörku. Formaður flokksins, Nivi Olsen, skýrði frá því að helsta krafa flokksins í stjórnarmyndunarviðræðunum hefði verið sú að ekki skyldu leggjast á nýir skattar né gjöld. „Þetta er stór dagur fyrir flokkinn okkar og það var ekki auðveld ákvörðun að ganga til liðs við stjórnina. Við hefðum getað valið að standa fyrir utan en það er ekki í okkar eðli að sitja hjá. Við öxlum ábyrgð og ætlum núna að verða hluti af stjórnarsamstarfinu,“ sagði Nivi Olsen. Hún tekur þó sjálf ekki sæti í stjórninni, en flokkur hennar fékk þrjú ráðherraembætti; utanríkis- og orkumál, atvinnu- og jarðefnamál, og heilbrigðismál. Kim Kielsen fékk mikla athygli á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Reykjavík í ágúst í fyrrasumar eftir að Donald Trump sagðist vilja kaupa Grænland.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Óróleiki og upphlaup hafa einkennt grænlensk stjórnmál um langt skeið og ráðherrar komið og farið úr stjórn Kielsens. Þá mátti hann nýlega þola uppreisn innan eigin flokks, Siumut, þar sem gerð var tilraun til að fella hann úr leiðtogasætinu. Sjá hér: Kim Kielsen hélt velli á Grænlandi Samstarfsflokkurinn, Nunatta Qitornai, en nafnið þýðir Afkomendur lands vors, byrjaði raunar sem klofningsbrot úr Siumut-flokknum árið 2017. Stofnandi flokksins og formaður, Vittus Qujaukitsoq, hafði áður gegnt ráðherraembætti fyrir Siumut en hann er núna fjármálaráðherra. Eftir þingkosningar vorið 2018 myndaði Kim Kielsen fjögurra flokka stjórn, sem svo sprakk með látum um haustið vegna ágreinings um fjárstuðning dönsku ríkisstjórnarinnar til flugvallauppbyggingar. Kielsen myndaði þá þriggja flokka minnihlutastjórn eftir pólitísk hrossakaup um gerð ellefu flugvalla og eins vegar. Sjá hér: Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Sú stjórn entist þó aðeins fram á vor 2019 þegar Atassut-flokkurinn yfirgaf stjórnarsamstarfið. Frétt Stöðvar 2 af því þegar grænlenska stjórnin sprakk vegna flugvallasamningsins haustið 2018 má sjá hér:
Grænland Norðurslóðir Danmörk Tengdar fréttir Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21 Rútujeppi úr áli vísir að íslenskri bílaframleiðslu Íslenskt fyrirtæki hefur samið við Grænlendinga um að sérsmíða umhverfisvæna bíla til að nota á fyrsta þjóðvegi Grænlands. Þetta yrði fyrsti raðsmíðaði íslenski bíllinn og byggður á áratuga reynslu Íslendinga af jeppaferðamennsku á hálendinu. 14. maí 2020 22:24 Fyrsti þjóðvegur Grænlands byrjar sem mjór fjórhjólaslóði Fyrsti áfangi í lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, sem kallaður verður Arctic Circle Road, hefur verið boðinn út. Vegna fjárskort er fyrsti áfangi þó aðeins hugsaður sem mjór fjórhjólaslóði. 11. maí 2020 16:47 Kielsen kynnti olíukóngum Texas útboð Grænlendinga Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt áætlun um að bjóða út olíuleit á fimm svæðum á næstu tveimur árum, þar á meðal á tveimur við Austur-Grænland, þeirri hlið sem snýr að Íslandi. 18. febrúar 2020 22:15 Ístak í hópi verktaka sem fá að bjóða í nýjan aðalflugvöll Suður-Grænlands Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. 12. febrúar 2020 22:00 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Segir stuðning við Grænlendinga svar við ásælni Rússa og Kínverja Efnahagsaðstoð Bandaríkjastjórnar við Grænlendinga er svar við aukinni ásælni bæði Rússa og Kínverja á norðurslóðum. Þetta má sjá í grein bandaríska sendiherrans í Danmörku. 24. apríl 2020 13:21
Rútujeppi úr áli vísir að íslenskri bílaframleiðslu Íslenskt fyrirtæki hefur samið við Grænlendinga um að sérsmíða umhverfisvæna bíla til að nota á fyrsta þjóðvegi Grænlands. Þetta yrði fyrsti raðsmíðaði íslenski bíllinn og byggður á áratuga reynslu Íslendinga af jeppaferðamennsku á hálendinu. 14. maí 2020 22:24
Fyrsti þjóðvegur Grænlands byrjar sem mjór fjórhjólaslóði Fyrsti áfangi í lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, sem kallaður verður Arctic Circle Road, hefur verið boðinn út. Vegna fjárskort er fyrsti áfangi þó aðeins hugsaður sem mjór fjórhjólaslóði. 11. maí 2020 16:47
Kielsen kynnti olíukóngum Texas útboð Grænlendinga Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt áætlun um að bjóða út olíuleit á fimm svæðum á næstu tveimur árum, þar á meðal á tveimur við Austur-Grænland, þeirri hlið sem snýr að Íslandi. 18. febrúar 2020 22:15
Ístak í hópi verktaka sem fá að bjóða í nýjan aðalflugvöll Suður-Grænlands Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. 12. febrúar 2020 22:00