Microsoft skiptir blaðamönnum út fyrir vélmenni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. maí 2020 13:37 Microsoft hyggst skipta blaðamönnum út fyrir gervigreind. Getty/ John Lamparski Microsoft hyggst skipta blaðamönnum sem skrifa fréttir fyrir MSN vefsíðu fyrirtækisins út fyrir vélmenni sem velja nýtt fréttaefni sjálfkrafa. Blaðamenn vinna hjá fréttastofu Microsoft við að velja fréttir sem birtar eru á öðrum fréttavefsíðum, myndir og fyrirsagnir en gervigreind mun taka við því verkefni innan skamms samkvæmt frétt sem birtist á vef breska ríkisútvarpsins. Fyrirtækið greindi frá því að breytingin væri hluti af endurmati innan fyrirtækisins. „Líkt og önnur fyrirtæki metum við rekstur fyrirtækisins reglulega. Það getur leitt til þess að fjárfest sé meira í ákveðnum deildum innan fyrirtækisins og stundum að hliðrað sé til í starfsliðinu,“ sagði í yfirlýsingu frá Microsoft. „Þessar ákvarðanir eru ekki vegna faraldursins sem ríður nú yfir.“ Microsoft, líkt og mörg önnur tæknifyrirtæki, greiða fréttastofum fyrir að fá að birta fréttir frá þeim á vefsíðu sinni. Microsoft greiðir einnig blaðamönnum fyrir að velja hvaða fréttir skulu birtar. Í kring um 50 blaðamenn sem eru á verktakasamningi munu missa vinnuna í lok júní hjá Microsoft, en teymi blaðamanna sem vinna fulla vinnu hjá Microsoft munu þó halda áfram. „Það er mannskemmandi að hugsa til þess að vélar geti komið í stað manns en þar hefurðu það,“ sagði einn þeirra sem mun missa vinnuna í samtali við Seattle Times. Nokkrir blaðamannanna sem munu missa vinnuna bentu á það að gervigreind gæti ekki endilega áttað sig á ritstjórnarreglum og gæti hleypt fréttum í gegn sem væru óviðeigandi. Tækni Fjölmiðlar Microsoft Gervigreind Tengdar fréttir Stefnt á að hægt verði að tala íslensku við tækin eftir fimm ár „Þetta er mjög alvarlegt og eins og þú segir þá talar fólk við vélar, fólk talar við tæki, talar við símana sína og það mun bara aukast en það er á erlendum málum, ekki íslensku,“ sagði Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannróms. 30. maí 2020 11:48 Gates hættir í stjórn Microsoft og helgar sig mannúðarmálum Stofnandi Microsoft hefur helgað sig mannúðarmálum í síauknum mæli undanfarin ár. Með því að víkja úr stjórn fyrirtækisins vill Bill Gates skapa sér meiri tíma til að vinna að þeim hugðarefnum sínum. 14. mars 2020 08:35 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira
Microsoft hyggst skipta blaðamönnum sem skrifa fréttir fyrir MSN vefsíðu fyrirtækisins út fyrir vélmenni sem velja nýtt fréttaefni sjálfkrafa. Blaðamenn vinna hjá fréttastofu Microsoft við að velja fréttir sem birtar eru á öðrum fréttavefsíðum, myndir og fyrirsagnir en gervigreind mun taka við því verkefni innan skamms samkvæmt frétt sem birtist á vef breska ríkisútvarpsins. Fyrirtækið greindi frá því að breytingin væri hluti af endurmati innan fyrirtækisins. „Líkt og önnur fyrirtæki metum við rekstur fyrirtækisins reglulega. Það getur leitt til þess að fjárfest sé meira í ákveðnum deildum innan fyrirtækisins og stundum að hliðrað sé til í starfsliðinu,“ sagði í yfirlýsingu frá Microsoft. „Þessar ákvarðanir eru ekki vegna faraldursins sem ríður nú yfir.“ Microsoft, líkt og mörg önnur tæknifyrirtæki, greiða fréttastofum fyrir að fá að birta fréttir frá þeim á vefsíðu sinni. Microsoft greiðir einnig blaðamönnum fyrir að velja hvaða fréttir skulu birtar. Í kring um 50 blaðamenn sem eru á verktakasamningi munu missa vinnuna í lok júní hjá Microsoft, en teymi blaðamanna sem vinna fulla vinnu hjá Microsoft munu þó halda áfram. „Það er mannskemmandi að hugsa til þess að vélar geti komið í stað manns en þar hefurðu það,“ sagði einn þeirra sem mun missa vinnuna í samtali við Seattle Times. Nokkrir blaðamannanna sem munu missa vinnuna bentu á það að gervigreind gæti ekki endilega áttað sig á ritstjórnarreglum og gæti hleypt fréttum í gegn sem væru óviðeigandi.
Tækni Fjölmiðlar Microsoft Gervigreind Tengdar fréttir Stefnt á að hægt verði að tala íslensku við tækin eftir fimm ár „Þetta er mjög alvarlegt og eins og þú segir þá talar fólk við vélar, fólk talar við tæki, talar við símana sína og það mun bara aukast en það er á erlendum málum, ekki íslensku,“ sagði Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannróms. 30. maí 2020 11:48 Gates hættir í stjórn Microsoft og helgar sig mannúðarmálum Stofnandi Microsoft hefur helgað sig mannúðarmálum í síauknum mæli undanfarin ár. Með því að víkja úr stjórn fyrirtækisins vill Bill Gates skapa sér meiri tíma til að vinna að þeim hugðarefnum sínum. 14. mars 2020 08:35 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira
Stefnt á að hægt verði að tala íslensku við tækin eftir fimm ár „Þetta er mjög alvarlegt og eins og þú segir þá talar fólk við vélar, fólk talar við tæki, talar við símana sína og það mun bara aukast en það er á erlendum málum, ekki íslensku,“ sagði Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannróms. 30. maí 2020 11:48
Gates hættir í stjórn Microsoft og helgar sig mannúðarmálum Stofnandi Microsoft hefur helgað sig mannúðarmálum í síauknum mæli undanfarin ár. Með því að víkja úr stjórn fyrirtækisins vill Bill Gates skapa sér meiri tíma til að vinna að þeim hugðarefnum sínum. 14. mars 2020 08:35