Nýtti dvölina í Namibíu til að ferðast: „Ég hélt nú ekki að ég gæti heillast af sandi“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. maí 2020 18:31 Arngrímur var handtekinn í Namibíu í nóvember á síðasta ári. NAMIBIAN BROADCASTING CORPORATION Arngrímur Brynjólfsson, fyrrverandi skipstjóri togarans Heinaste í eigu Samherja, sem handtekinn var í Namibíu þann 30. nóvember vegna gruns um ólöglegar veiðar, segist hafa notað þann tíma sem hann mátti ekki yfirgefa landið til þess að ferðast um Namibíu ásamt eiginkonu sinni. Þetta kemur fram í viðtali við Arngrím á vef Samherja, en hann settist í helgan stein eftir að hafa komið heim frá áðurnefndri Namibíuferð. Þegar Arngrímur hafði verið handtekinn í Namibíu gisti hann eina nótt í fangaklefa, en honum var einnig gert að afhenda vegabréf sitt. Arngrímur eyddi síðustu jólum í Namibíu en kom heim í febrúar á þessu ári. Þann tíma sem hann varði í Namibíu nýtti hann til að ferðast um landið með eiginkonu sinni, Jóhönnu Magnúsdóttur, sem flaug út til hans. „Við fórum í langt ferðalag. Við settumst upp í bíl og keyrðum um Namibíu. Þetta land kom mér á óvart. Ég hélt nú ekki að ég gæti heillast af sandi en þetta var alveg ótrúlegt. Ég hafði fyrst einhverjar efasemdir en það eina sem maður þurfti að aðlagast var að þarna er vinstriumferð og maður náði nú fljótt tökum á henni,“ er haft eftir Arngrími á vef Samherja. Hann segir landið vera eitt öruggasta ferðamannalandið í Afríku. Hann viðurkennir þó að hann hefði viljað vera staddur þar á öðrum forsendum, þó það hafi ekki truflað hann um of. Hann hafi einfaldlega gert gott úr málinu. Þá segist Arngrímur hafa dregið lærdóm af dvölinni í Namibíu. „Það er eitt sem ég rak mig á en það var að sú mynd sem dregin var upp í fjölmiðlum var oft mjög villandi eða beinlínis röng. Fólk var alltaf að hafa samband og ég þurfti alltaf að vera að útskýra að ég hefði það bara fínt.“ Hann segir í raun eins og hann hefði flutt til Namibíu í stuttan tíma og kveðst ánægður að hafa alltaf verið bjartsýnn í málinu. Hann hafi ekki velt fyrir sér alvarleika málsins af neinni alvöru fyrr en til Íslands var komið. Þá segir Arngrímur að málið á hendur sér hefði verið „tóm steypa“ og að Heinaste, skipið sem Arngrímur stýrði, hefði aldrei veitt á lokuðu svæði. Það var bara teiknuð ný lína í lögsögu Namibíu. Kom ekki til greina að játa sök Arngrímur hefur áður lýst því að honum hafi þótt þær ásakanir sem setta voru fram á hendur honum fáránlegar. Hann sagði í febrúar að í fyrstu hefði ekki komið til greina í hans huga að játa sök í málinu en honum snerist hugur þegar saksóknari gerði honum grein fyrir því að málið gæti frestast í marga mánuði ef hann neitaði sök. Arngrímur valdi því hinn kostinn; að taka á sig sökina og greiða sekt. Þá játaði hann einnig sök í fleiri ákærum sem gefnar voru út daginn sem dómurinn var kveðinn upp. Að lokum fór svo að Arngrímur var dæmdur til að greiða átta milljóna króna sekt. „Niðurstaðan fyrir rest áður en við förum inn í réttinn, þá tek ég þá ákvörðun að það sé bara komið nóg. Ég sagðist myndu hata þessa ákvörðun það sem eftir væri því auðvitað myndi málið og dómur sem kæmi í kjölfarið fylgja mér,“ sagði Arngrímur í viðtali við N4 í febrúar. Það má sjá hér að neðan. Íslendingar erlendis Samherjaskjölin Namibía Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Arngrímur Brynjólfsson, fyrrverandi skipstjóri togarans Heinaste í eigu Samherja, sem handtekinn var í Namibíu þann 30. nóvember vegna gruns um ólöglegar veiðar, segist hafa notað þann tíma sem hann mátti ekki yfirgefa landið til þess að ferðast um Namibíu ásamt eiginkonu sinni. Þetta kemur fram í viðtali við Arngrím á vef Samherja, en hann settist í helgan stein eftir að hafa komið heim frá áðurnefndri Namibíuferð. Þegar Arngrímur hafði verið handtekinn í Namibíu gisti hann eina nótt í fangaklefa, en honum var einnig gert að afhenda vegabréf sitt. Arngrímur eyddi síðustu jólum í Namibíu en kom heim í febrúar á þessu ári. Þann tíma sem hann varði í Namibíu nýtti hann til að ferðast um landið með eiginkonu sinni, Jóhönnu Magnúsdóttur, sem flaug út til hans. „Við fórum í langt ferðalag. Við settumst upp í bíl og keyrðum um Namibíu. Þetta land kom mér á óvart. Ég hélt nú ekki að ég gæti heillast af sandi en þetta var alveg ótrúlegt. Ég hafði fyrst einhverjar efasemdir en það eina sem maður þurfti að aðlagast var að þarna er vinstriumferð og maður náði nú fljótt tökum á henni,“ er haft eftir Arngrími á vef Samherja. Hann segir landið vera eitt öruggasta ferðamannalandið í Afríku. Hann viðurkennir þó að hann hefði viljað vera staddur þar á öðrum forsendum, þó það hafi ekki truflað hann um of. Hann hafi einfaldlega gert gott úr málinu. Þá segist Arngrímur hafa dregið lærdóm af dvölinni í Namibíu. „Það er eitt sem ég rak mig á en það var að sú mynd sem dregin var upp í fjölmiðlum var oft mjög villandi eða beinlínis röng. Fólk var alltaf að hafa samband og ég þurfti alltaf að vera að útskýra að ég hefði það bara fínt.“ Hann segir í raun eins og hann hefði flutt til Namibíu í stuttan tíma og kveðst ánægður að hafa alltaf verið bjartsýnn í málinu. Hann hafi ekki velt fyrir sér alvarleika málsins af neinni alvöru fyrr en til Íslands var komið. Þá segir Arngrímur að málið á hendur sér hefði verið „tóm steypa“ og að Heinaste, skipið sem Arngrímur stýrði, hefði aldrei veitt á lokuðu svæði. Það var bara teiknuð ný lína í lögsögu Namibíu. Kom ekki til greina að játa sök Arngrímur hefur áður lýst því að honum hafi þótt þær ásakanir sem setta voru fram á hendur honum fáránlegar. Hann sagði í febrúar að í fyrstu hefði ekki komið til greina í hans huga að játa sök í málinu en honum snerist hugur þegar saksóknari gerði honum grein fyrir því að málið gæti frestast í marga mánuði ef hann neitaði sök. Arngrímur valdi því hinn kostinn; að taka á sig sökina og greiða sekt. Þá játaði hann einnig sök í fleiri ákærum sem gefnar voru út daginn sem dómurinn var kveðinn upp. Að lokum fór svo að Arngrímur var dæmdur til að greiða átta milljóna króna sekt. „Niðurstaðan fyrir rest áður en við förum inn í réttinn, þá tek ég þá ákvörðun að það sé bara komið nóg. Ég sagðist myndu hata þessa ákvörðun það sem eftir væri því auðvitað myndi málið og dómur sem kæmi í kjölfarið fylgja mér,“ sagði Arngrímur í viðtali við N4 í febrúar. Það má sjá hér að neðan.
Íslendingar erlendis Samherjaskjölin Namibía Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira